bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vetrardekk undir BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=67345
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Tue 23. Sep 2014 10:24 ]
Post subject:  Vetrardekk undir BMW

Nú fer maður að skoða vetrardekk. Hvað hafa menn verið að nota undanfarna vetur?

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er ekki hrifinn af nagladekkjum, það er hávaði í þeim, þau eyðileggja vegina þegar það er enginn snjór (sem er oftast hérna í Reykjavík) og svo eftir stuttan tíma þá fara naglarnir að detta úr.

Ég hef í nokkur skipti verið á Toyo harðskeljadekkjum og finnst það ágætt, en það hefur verið á framdrifnum bílum. Ég hef enga reynslu af þeim á afturdrifnum.

Ég er á E46 núna sem er með traction control og ég er að spá í að taka bara harðskeljadekkin, eru einhver önnur dekk sem þið mælið sérstaklega með, þau mega alveg kosta sitt en kannski ekki það allra dýrasta.

Author:  Páll Ágúst [ Tue 23. Sep 2014 10:31 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Toyo GSi5 dekkin eru frábær í snjó.

Var á þannig undir e36 allan seinasta vetur, frábær dekk

bíllinn hjá mér var vanhjólastilltur til helvítis enn það sást ekki á dekkjunum eftir c.a 5000þ km akstur

Author:  rockstone [ Tue 23. Sep 2014 10:38 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Dekkin sem ég hef mesta reynslu af voru Michelin Alpin A3 vetrardekk, var á þeim í sirka 3 ár allan ársins hring á sama bíl(2007-2010), (GTI Golf), frábær dekk.

Veit ekki hvort þau séu enn til. Ætli það sé ekki svipað og X-Ice í dag.

Author:  Kristjan [ Tue 23. Sep 2014 10:46 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Hvaða dekkjastærð er best undir 16"

Author:  rockstone [ Tue 23. Sep 2014 10:48 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Kristjan wrote:
Hvaða dekkjastærð er best undir 16"


ég var á 16". 205/55 minnir mig. en það fer náttúrulega eftir bílum

Author:  F2 [ Fri 26. Sep 2014 13:30 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

205/55r16

Toyo, Bílabúð benna

I'll hook you up :thup:

Author:  Wolf [ Sun 12. Oct 2014 23:03 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Alpin eru alveg enn til, heita A5 það sem er í gangi núna X-Ice er önnur lína, grófari og yfirleitt nelgd. Fékk einhver nelgd kína dekk með bíl sem ég var að kaupa núna. Líta reyndar mjög vel út, en ég hef engann áhuga á að prufa þau, eftir smá googl sér maður að þau fá afleita dóma. Ætla að prufa toyo garrit g4 í vetur...



var einu sinni á eldri gerð michellin alpin á 325ix það sveik heldur betur ekki í vetrarfærð,,,,

Author:  bjarkibje [ Thu 16. Oct 2014 01:22 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Páll Ágúst wrote:
Toyo GSi5 dekkin eru frábær í snjó.

Var á þannig undir e36 allan seinasta vetur, frábær dekk

bíllinn hjá mér var vanhjólastilltur til helvítis enn það sást ekki á dekkjunum eftir c.a 5000þ km akstur


djöfull endist'etta ! :lol:

Author:  Kristjan [ Thu 16. Oct 2014 09:45 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Fór í Bílabúð Benna til Fannars og hann skellti Toyo undir, bíllinn snarbreyttist í akstri enda var ég á einhverjum handónýtum noname sumardekkjum sem voru svo hörð að maður fann fyrir því að keyra yfir tíkall.

BTW, takk F2 fyrir eðal þjónustu.

Author:  Angelic0- [ Thu 16. Oct 2014 11:38 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Nýjasta Michelin X-Ice North dótið.... negld.... klárlega best...

Continental kemur í 2 sæti hjá mér.... en þau grípa betur... en endast ekki í líkingu við nýju X-Ice....

Er með nýjasta Toyo stuffið undir E46... so far so good... með ASC er þetta að virka fínt... en þetta er ekki neglt...

Author:  íbbi_ [ Fri 17. Oct 2014 20:18 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

keypti einhver no name nagladekk í 17" undir volvoinn minn og þau eru bara þrusufín. þannig að kínverjarnir geta nú framleitt ágætis dekk fyrir sjálfan sig, svona á milli þess sem þeir framleiða dekkin fyrir alla hina ;)

Author:  JOGA [ Tue 21. Oct 2014 15:24 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Fór vel yfir dekkjapróf í fyrra þegar ég keypti mér vetrardekk.
Lenti á Hankook Ipike dekkjum. Þau fá góða dóma en eru aðeins ódýrari en Michelin, Continental o.fl.

Bý fyrir vestan og þau stóðu undir væntingum :thup:
Mæli með þeim.

Author:  JonHrafn [ Wed 22. Oct 2014 12:32 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

Færð mest fyrir peninginn í Hankook . Ótrúlega góð dekk og kosta lítið.

Var með Negld hankook undir e46 og hann var eins og skriðdreki.

Gefa Michelin X-ice studded ekkert eftir, hef verið að prófa þessar 2 tegundir undir Chrysler Town&Country AWDrive.

Author:  rockstone [ Wed 22. Oct 2014 14:56 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

einhver reynslu af Sailun Ice blazer WSL2?

Author:  halli7 [ Wed 22. Oct 2014 15:04 ]
Post subject:  Re: Vetrardekk undir BMW

rockstone wrote:
einhver reynslu af Sailun Ice blazer WSL2?

Var á svoleiðis síðasta vetur, reyndust ágætlega

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/