bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 645
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6713
Page 1 of 1

Author:  Rabbi 318i [ Wed 07. Jul 2004 16:39 ]
Post subject:  BMW 645

Sælir,

Ég sá örugglega fallegasta bíl landsins í gær. Það voru eldri hjón að dóla sér á :bow: BMW 645 hjá Smáralindinni. Hann var svartur með ljósri leðurinnréttingu.

Ég er byrjaður að safna \:D/

kv,

Author:  Gunni [ Wed 07. Jul 2004 17:01 ]
Post subject: 

Mjög nettur bíll. Hann á heima í Kópavoginum og maður sér hann oft á ferðinni :)

Author:  gunnar [ Wed 07. Jul 2004 20:27 ]
Post subject: 

Ahm hef séð þennan bíl, rosalega fallegur!

Author:  Þórður Helgason [ Thu 15. Jul 2004 23:28 ]
Post subject:  645

Ég sá nokkra 645 úti í Danmörku / Þýskalandi fyrir stuttu og þetta eru glæsikerrur. Blæjubíllinn er ennþá meira röff, hann smitar bókstaflega af kraftfílingi...

Author:  ses [ Fri 16. Jul 2004 14:10 ]
Post subject: 

Já, 6-línan er falleg!

Ég er nú ekki sérfræðingur í BMW hönnun, en af því sem ég hef heyrt virðist maður að nafni Chris Bangle vera ábyrgur fyrir nýrri hönnunarstefnu BMW, líklega því sá snillingur sem átti heiður af E46 og svipuðum, er dáinn.

En Chris Bangle ætti virkilega að vera settur í eitthvað annað en að hanna, því af þessum nýju bílum, finnst mér (ásamt flestum utansöfnuðarmönnum) BARA 6-línan flott, allt hitt .... :puke: :argh:

Þetta er nú ekki ætlað að vera með neitt diss, en ég er mjög forvitinn um hvað þeim sem eru í BMW söfnuðinum finnst, um þessar nýju línur? Því persónulega finnst mér E30, og E46 vera t.d. alveg ógeðslega flottir bílar, og í raun með þeim fallegustu sem heimurinn hefur nokkurntímann séð.... svo það er sárt að sjá BMW hönnuninni dala svona :(

Author:  arnib [ Fri 16. Jul 2004 14:34 ]
Post subject: 

Þessssssssu er ég ekki sammála.

Mér finnst nýja 5an SJÉEÐVEIK :)

Author:  arnib [ Fri 16. Jul 2004 14:34 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Þessssssssu er ég ekki sammála.

Mér finnst nýja 5an SJÉEÐVEIK :)


Og ekki má gleyma Z4!!!!!1!

Author:  Jss [ Fri 16. Jul 2004 14:38 ]
Post subject: 

arnib wrote:
arnib wrote:
Þessssssssu er ég ekki sammála.

Mér finnst nýja 5an SJÉEÐVEIK :)


Og ekki má gleyma Z4!!!!!1!


Ég er mjög svo sammála þér þarna. :D

Author:  ses [ Fri 16. Jul 2004 14:55 ]
Post subject: 

ójá Z4 er flottur.. en nýja 5 ..... :argh:

eitt af fáum skiptum þar sem ekki bara ég er sammála jeremy clarkson um eitthvað, heldur held ég að richard hammond og james may hafi líka verið sammála um að nýja fimman... er :argh:

Author:  Leikmaður [ Sat 17. Jul 2004 11:39 ]
Post subject: 

...ég verð að segja já að þessi nýja sexxa er náttúrulega sjúk!! En þar sem að pabbi góðvinar míns á kvikindið og hef ég ófáum sinnum cruisað í honum og jújú hann er kannski flottur en það er ÓLÝSANLEGT að sitja í þessu honum 8)

Author:  ///MR HUNG [ Sun 18. Jul 2004 17:36 ]
Post subject: 

Hallllló ekki gleyma 7unni grákar mínir :x

Author:  Schulii [ Sun 18. Jul 2004 18:56 ]
Post subject: 

Menn virðast skiptast í tvær fylkingar varðandi nýju hönnunarstefnu BMW með Chris nokkurn Bangle í broddi fylkingar.

Fyrst var mér ekki beint að lítast vel á nýju fimmuna og sjöuna en eftir smátíma var mér farinn að snúast hugur og í dag finnst mér þetta alveg sjúúúúklega flottir bílar, og fimman alveg sérstaklega.

Þetta hefur víst verið svona í gegnum tíðina. T.d. þegar E-34 og E-36 "boddíin" komu hrópuðu menn víst að þetta væri ekki BMW og að stefnan væri komin í einhverja vitleysu.

Svo átta menn sig yfirleitt á því að þeir hjá BMW eru bara soldið á undan sinni samtíð og getur tekið fólk smá tíma að sjá fegurðina sem liggur í því :wink: (svona alveg hrokalaust) :lol:

Author:  bjahja [ Sun 18. Jul 2004 21:07 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Menn virðast skiptast í tvær fylkingar varðandi nýju hönnunarstefnu BMW með Chris nokkurn Bangle í broddi fylkingar.

Fyrst var mér ekki beint að lítast vel á nýju fimmuna og sjöuna en eftir smátíma var mér farinn að snúast hugur og í dag finnst mér þetta alveg sjúúúúklega flottir bílar, og fimman alveg sérstaklega.

Þetta hefur víst verið svona í gegnum tíðina. T.d. þegar E-34 og E-36 "boddíin" komu hrópuðu menn víst að þetta væri ekki BMW og að stefnan væri komin í einhverja vitleysu.

Svo átta menn sig yfirleitt á því að þeir hjá BMW eru bara soldið á undan sinni samtíð og getur tekið fólk smá tíma að sjá fegurðina sem liggur í því :wink: (svona alveg hrokalaust) :lol:

Alveg sammála þessu og nýja hönnunin er geðveik :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/