bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dust-"free" bremsuklossar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6660
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Fri 02. Jul 2004 08:15 ]
Post subject:  Dust-"free" bremsuklossar

Veit einhver um bremsuklossa sem dusta ekki svona geðveikt eins og orginal klossar ? Ég man eftir að hafa heyrt um green stuff að þeir væru rosa góðir, en svo heyrði ég að þeir væru ekki eins góðir og ætlað hafði verið.

Er eitthvað fyrirtæki hér á landi sem selur allavega minna dustandi klossa ? Það er ekkert smá pirrandi að við fyrstu bremsun eru felgurnar orðnar haugaskítugar :evil:

Author:  iar [ Fri 02. Jul 2004 08:18 ]
Post subject: 

Gunni! Fylgistu ekki með?! :lol:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=6417

Author:  Gunni [ Fri 02. Jul 2004 08:31 ]
Post subject: 

Nei ég hef greinilega verið vel sofandi 13. og 14. júni :|

:lol: sorry

Ég fer þá bara útí orku og kaupi Mintex ;)

Author:  oskard [ Fri 02. Jul 2004 20:10 ]
Post subject: 

veit ekki hvort að þetta standi í þessum þræði sem var postað ég nenni ekki að tjékka en ég hef heyrt hvort sem það sé satt eða ekki að green stuff bremsuklossar warpi OEM BMW diska. :)

Author:  Day [ Fri 16. Jul 2004 00:14 ]
Post subject: 

oskard wrote:
veit ekki hvort að þetta standi í þessum þræði sem var postað ég nenni ekki að tjékka en ég hef heyrt hvort sem það sé satt eða ekki að green stuff bremsuklossar warpi OEM BMW diska. :)


Hvar get ég athugað með þessa green stuff diska ? :-k

Author:  oskard [ Fri 16. Jul 2004 01:15 ]
Post subject: 

green stuff klossar ekki diskar ;)

arnib getur sagt þér hvar þú færð svoleiðis, hann keypti svoleiðis í miötuna sína í sínum tíma

Author:  Day [ Fri 16. Jul 2004 11:55 ]
Post subject: 

oskard wrote:
green stuff klossar ekki diskar ;)

arnib getur sagt þér hvar þú færð svoleiðis, hann keypti svoleiðis í miötuna sína í sínum tíma


Já meinti nú klossa.. allt þetta bremsudót sullast saman þarna uppi :D

Author:  ses [ Fri 16. Jul 2004 13:39 ]
Post subject: 

Ég veit ekki hvar er hægt að fá EBC Green Stuff klossa hérna heima, en EBC framleiða líka diska í flestar gerðir bíla, og fleiri gerðir af klossum, svo sem red stuff, og yellow stuff.

Green Stuff eru í raun ódýrustu og aumustu klossarnir þeirra, en samt miklu betri en stock klossar, enda líka gerðir með kevlar, og innihalda enga málma.

Ég var einmitt að skoða að kaupa mér bæði EBC diska og Green Stuff klossa fyrir focusinn, ég var að skoða þetta á vefverslun úti, 70 USD fyrir par af green stuff klossum, og 80 USD stykkið af diskum.

Frekar ódýrt finnst mér (auðvitað rándýrt komið til íslands, takk kærlega skattar og tollar, ekki eins og verið sé að vernda íslenskan iðnað! :roll: )

Author:  arnib [ Fri 16. Jul 2004 14:41 ]
Post subject: 

Held ekki að það sé beint rétt að kalla grænu klossana ódýrustu og aumustu, þar sem að Red Stuff t.d. er ætlað fyrir meira high performance akstur.
Mér skildist á þeim sem seldi mér green stuff-ið á sínum tíma að red stuff væri ekki sniðugt sem götu dót - því þeir þyrftu að hitna meira til að virka og allskyns svoleiðis.

Auk þess sem að red stuff væru miklu líklegri til að warpa bremsudiskana ef maður væri með stock.

Svo green stuff eru ekki ódýrastir og aumastir í slæmri merkingu,
heldur eru þeir ódýrir (sem er gott) og skemma ekki diskana (sem er gott) en virka samt betur en stock og ryka lítið!

Ýkt mega.

Fyrir þá sem hafa áhuga held ég að ég sé með símann hjá þeim sem flytur þetta dót inn, en ég er ekki viss.

Author:  ses [ Fri 16. Jul 2004 14:52 ]
Post subject: 

Ég sagði nú bara "ódýrustu og aumustu" því sá sem stofnaði þráðinn sagði eitthvað um að hafa heyrt að green stuff virkuðu ekki sem skildi, lýsingin var ekki meint til að gera lítið úr green stuff (enda ætla ég sjálfur að fá mér svoleiðis) heldur til að undirstrika að EBC framleiða margar gerðir bremsuklossa, og green stuff eru götuklossarnir, *ef* fólk vill eitthvað betra er til red stuff, en þeir eru meira ætlaðir fyrir track racing, hring eftir hring eftir hring, og þurfa já að hitna meira til að vera effective.

Author:  Kull [ Fri 16. Jul 2004 15:16 ]
Post subject: 

Á ferðum mínum um hin ýmsu BMW spjallborð hef ég rekist á slæmar sögur af EBC Green stuff. Oftast voru menn að tala um að þeir færu mjög illa með diskana, sérstaklega á þyngri BMW bílum.
Ég keypti svona klossa á Golf GTi sem ég átti og voru þeir fínir þann stutta tíma sem hafði þá, seldi bílinn stuttu eftir þeir fóru undir.

Author:  ses [ Fri 16. Jul 2004 15:22 ]
Post subject: 

möguleiki að green stuff, og flestir "stoppunarbetri" klossar fari illa með sumar gerðir af diskum, en þá er bara málið að skella sér á nýja diska, 80 USD fyrir grooved&vented disk er ekki neitt, einnig hægt að fá bara EBC spec replacement, sem er ekki grooved eða ventaður, en ætti samt að þola klossana?

Það er amk hægt að fá svona diska fyrir focusinn, örugglega flesta bimma líka.

Eitt er amk víst, ég efast um að það séu bara "green stuff" klossar sem skemma diska, ég held frekar að þá að sumir diskar þoli ekki of gripmikla klossa, eða þá að klossarnir verði of heitir fyrir diskinn (ef það er þá möguleiki?????).

Author:  gdawg [ Fri 16. Jul 2004 22:21 ]
Post subject: 

Ég er með EBC greenstuff á Mini og þeir ryka sama og ekki neitt hjá mér,
EBC framleiða líka Blackstuff sem eru gerðir fyrir svona "venjulegan" götuakstur, yellow og red eru svona trackday klossar þurfa talsverða notkun til að ná réttu hitastigi, þá líka eru ALVÖRU akkeri!

Heyrði eina góða sögu af manni sem setti redstuff á bílinn sinn allan hringinn parkerar bílnum sínum svo í talsverðri brekku setur bara í handbremsu dtígur út og bíllinn rennur niður götuna!
Gæti svo sem vel verið haugalygi, en fyndið engu að síður :lol:

Author:  hlynurst [ Fri 16. Jul 2004 22:22 ]
Post subject: 

Ekki fyrir gaurinn... :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/