Sælir drengir...
Það var verið að bjóða mér í skiptum þennan E34 bíl (ég er að selja Benz). Það eru nokkur atriði sem eru ekki í lagi á þessum bíl og ég ætlaði að athuga hvort ég fengi einhver tips uppúr ykkur. Þetta er '91 árgerð og er bara mjög sprækur þrátt fyrir mikinn akstur. 293.000 km sýnir mælirinn og var þetta víst einhverntímann leigubíll.
1. Málið er að sjálfskiptingin er í einhverju fokki. Ég get sett hann manually í 2. 3. og 4. og þanið einsog vitleysingur, en þegar ég er með hann í Drive þá má ekkert þenja hann í 2. gír því annars hrekkur hann í einhvern svona safety gír. Þá kemur mynd af tannhjóli í mælaborðið og það verður að drepa á bílnum í svona hálfa mínútu og þá fer allt back to normal. Veit einhver hvað þetta getur verið ? Það er ekkert mál að keyra bílinn í Drive eins lengi og 2. gírinn fær ekkert högg á sig þegar maður er að þenja og hún skiptir sér.
2. Hvað kosta hjólalegur að aftan á svona E34 og er erfitt að skipta um þær ?
3. Það er farin að banka undirlyfta í vélinni að hans sögn. Hún lét aðeins heyra í sér á köflum og þetta er ekki svo þægilegt hljóð. Svo ég spyr: Er eitthvað trikk til að ná þessu banki úr eða verður að rífa vélina í sundur og skipta um undirlyftuna ?
4. Fyrir hvað stendur BMW 520i
w ? Ég hef aldrei séð þetta 'w' áður. Þetta stóð nú ekki aftan á bílnum en gaurinn sagði þetta vera 'w' týpu.

Og fyrst þetta er '91 árgerð, hvað heitir vélin ? Er þetta M20 ?
Með fyrirfram þökk fyrir öll möguleg svör.
Eggert.