bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=65593
Page 1 of 1

Author:  Helgason [ Mon 24. Mar 2014 03:05 ]
Post subject:  Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Sælir.

Er með E34 sem er búið að pússa alveg niður í stál og byrjað að sparsla og grunna(ekki allur niður í stál, bara þar sem ryð var farið að sjást).

Þessi spurning hefur örugglega komið upp svona 10^3 sinnum áður, en lets go:
Ég velti því fyrir mér hvort það séu einhverjir sem eru reyndir, til dæmis að læra bílasprautun sem taka að sér svona verkefni?

Er búinn að vera að gúggla á fullu og menn hafa misjafna skoðun á því þegar menn bílskúrsmála bíla.
Hef þó séð nokkur myndbönd þar sem menn ná nokkuð góðri áferð með því að rúlla "the right way", til dæmis hér, ótrúlegt hvernig hann nær þessu í lokin.
Til þeirra sem ætla að hrauna yfir rúllun því það hefur komið illa út hjá mörgum, horfið á þetta video til þess að átta ykkur á hvað ég er að tala um, 6:15:


Ef ég geri þetta sjálfur er ég mjög skeptískur á það að sprauta, með tilheyrandi kostnaði, þar sem ég er efins með að það komi vel út - og þá er leiðinlegt að vera búinn að eyða miklum peningum í græjur og lökk.
Ef ég geri þetta sjálfur held ég að það sé minni áhætta með því að reyna að rúlla hann vel, þó það komi ekki fullkomlega út - þá kostar það allavega ekki nema 20-30 þ. í stað 100-200þ.

Athugið að þetta verður budget daily-bíll og eina markmiðið er í raun að ryðverja bílinn og að reyna að láta það koma eins vel út og hægt er - fyrir eins lítinn pening og hægt er(námsmaður að tala).

Hvað segið þið, herramenn?

Author:  lacoste [ Mon 24. Mar 2014 10:09 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Horfði ekki á allt myndbandið.

En hef séð menn mála bíla með Rustoleum og fá flottan árangur.
Það var umræða um þetta hér á kraftinum fyrir einhverju ári síðan.

viewtopic.php?f=16&t=51823&hilit=rustoleum

Hér vilja menn meina að þetta sé hægt, en sé MASSÍF vinna.

Author:  Helgason [ Mon 24. Mar 2014 17:32 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Það er reyndar rétt, þetta er þvílíkt puð.

Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort það væri einhver sem er að læra þetta eða er búinn gæti hent 2-3 umferðum og glæru yfir, hver efniskostnaðurinn yrði plús vinna. Ég myndi þá bara mæta með bílinn grunnaðann og pússaðann.

Author:  rockstone [ Mon 24. Mar 2014 18:06 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Helgason wrote:
Það er reyndar rétt, þetta er þvílíkt puð.

Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort það væri einhver sem er að læra þetta eða er búinn gæti hent 2-3 umferðum og glæru yfir, hver efniskostnaðurinn yrði plús vinna. Ég myndi þá bara mæta með bílinn grunnaðann og pússaðann.


Flestir sem taka ekki að sér bíla til að mála sem búið er að gera undirvinnuna, því þeir vita ekki hvort eða hvernig hún var gerð.

Ég myndi halda að það kostaði jafnmikið að láta málara klára bílinn eða meira ef undirvinnan er ekki nógu góð.

Author:  300+ [ Mon 24. Mar 2014 19:16 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Alveg niður í stál :bawl: :aww: Afhverju?

Author:  rockstone [ Mon 24. Mar 2014 19:52 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

grunnaru ekki örugglega undir sparslið?

Author:  Helgason [ Tue 25. Mar 2014 00:22 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Það var reyndar ekki niður í stál, nema á litlum blettum. Jú, það er grunnur undir sparslinu, en ég gerði þetta ekki, keypti hann svona.

Author:  Joibs [ Tue 25. Mar 2014 18:52 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

í fyrstalagi þá þarf ekki að grunna undir spasl heldur yfir það þar sem það dregur raka inní sig
síðan alstaðar þar sem þú ert kominn í bert stál þá þarftur að´sprauta yfir það epoxy grunn (oftast svona neon gul litaður)
og ég get alveg sagt þér það að þegar þú ert búinn að pússa hann og gera alla flöti "sléta"
lætur síðan sprauta hann þá á hann eftir að vera eins og bárujárn ef þú ert ekki með réttu hæfnina í undirvinnu

mæli frekar með að þú látir fagmann gera undirvinnuna og farir frekar sjálfur að nota könnuna
mun fljótari að ná sæmilega góðum tökum á sprautu áferðini

og til að votta það að ég viti hvað ég er að tala um þá er ég búinn með bílasmiðinn og er að klára bílamálun
(vann meiraðsegja 1. verðlaun í báðum greinum í Íslandsmót Iðn- og verkgreina 2014. )

Author:  Helgason [ Wed 26. Mar 2014 05:06 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Eins og ég tek fram er ég aðallega að spá í að gera þetta eins ódýrt og hægt er - og að bíllinn verði svo til ryðlaus :) Hef ekki hundraðþúsundkalla til þess að borga mönnum fyrir undirvinnu, en takk fyrir ábendinguna samt sem áður.
Vandamálið með sprautun er aðallega peningahliðin, kaupa byssur, dýrt lakk, meira vesen vegna aðstöðuleysis og ég á ekki loftpressugræjur.

Author:  rockstone [ Wed 26. Mar 2014 07:01 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Helgason wrote:
Eins og ég tek fram er ég aðallega að spá í að gera þetta eins ódýrt og hægt er - og að bíllinn verði svo til ryðlaus :) Hef ekki hundraðþúsundkalla til þess að borga mönnum fyrir undirvinnu, en takk fyrir ábendinguna samt sem áður.
Vandamálið með sprautun er aðallega peningahliðin, kaupa byssur, dýrt lakk, meira vesen vegna aðstöðuleysis og ég á ekki loftpressugræjur.


þá er bara að taka upp pensilinn eða rúlluna ef þú villt ekkert eyða í almennilegt lakk ;)
Bílalakk&Glæra eru dýri parturinn með öllu því sem fylgir

Author:  Tommi Camaro [ Wed 26. Mar 2014 15:17 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Helgason wrote:
Sælir.

Er með E34 sem er búið að pússa alveg niður í stál og byrjað að sparsla og grunna(ekki allur niður í stál, bara þar sem ryð var farið að sjást).

Þessi spurning hefur örugglega komið upp svona 10^3 sinnum áður, en lets go:
Ég velti því fyrir mér hvort það séu einhverjir sem eru reyndir, til dæmis að læra bílasprautun sem taka að sér svona verkefni?

Er búinn að vera að gúggla á fullu og menn hafa misjafna skoðun á því þegar menn bílskúrsmála bíla.
Hef þó séð nokkur myndbönd þar sem menn ná nokkuð góðri áferð með því að rúlla "the right way", til dæmis hér, ótrúlegt hvernig hann nær þessu í lokin.
Til þeirra sem ætla að hrauna yfir rúllun því það hefur komið illa út hjá mörgum, horfið á þetta video til þess að átta ykkur á hvað ég er að tala um, 6:15:


Ef ég geri þetta sjálfur er ég mjög skeptískur á það að sprauta, með tilheyrandi kostnaði, þar sem ég er efins með að það komi vel út - og þá er leiðinlegt að vera búinn að eyða miklum peningum í græjur og lökk.
Ef ég geri þetta sjálfur held ég að það sé minni áhætta með því að reyna að rúlla hann vel, þó það komi ekki fullkomlega út - þá kostar það allavega ekki nema 20-30 þ. í stað 100-200þ.

Athugið að þetta verður budget daily-bíll og eina markmiðið er í raun að ryðverja bílinn og að reyna að láta það koma eins vel út og hægt er - fyrir eins lítinn pening og hægt er(námsmaður að tala).

Hvað segið þið, herramenn?

Gangi þér vel.

Author:  gardara [ Wed 26. Mar 2014 17:55 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Þetta er massíft tímafrekt, eyddu tímanum frekar í að vinna. Vinnur þér eflaust inn fyrir sprautun og rúmlega það á þeim tíma sem það myndi taka þig að gera þetta ásættanlegt.

Author:  ///MR HUNG [ Thu 27. Mar 2014 00:01 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Plasti dip er kjörið fyrir svona típu eins og þig :thup:


Author:  Benzari [ Thu 27. Mar 2014 02:15 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Helgason wrote:
Athugið að þetta verður budget daily-bíll og eina markmiðið er í raun að ryðverja bílinn og að reyna að láta það koma eins vel út og hægt er - fyrir eins lítinn pening og hægt er(námsmaður að tala).


Ryðverja segirðu, sýnist þessi lausn henta þínu veski vel. :D

Image

Author:  Helgason [ Thu 27. Mar 2014 19:33 ]
Post subject:  Re: Til þeirra sem eru að læra bílasprautun, mála bíl

Benzari wrote:
Helgason wrote:
Athugið að þetta verður budget daily-bíll og eina markmiðið er í raun að ryðverja bílinn og að reyna að láta það koma eins vel út og hægt er - fyrir eins lítinn pening og hægt er(námsmaður að tala).


Ryðverja segirðu, sýnist þessi lausn henta þínu veski vel. :D


Haha!
Sniðugt að búa til ryðhúð utan um bílinn, nú kemst ryðið aldrei að!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/