bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=65320
Page 1 of 1

Author:  Kerulf [ Sat 01. Mar 2014 21:01 ]
Post subject:  Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

Er að velta einu fyrir mér. Á sjálfskiptann 523iA og vantar aðra vél. Vélin er af M52 B25 En einu vélarnar sem ég er að finna eru frá beinskiptum :/
Er mikið mál að setja vél frá beinskiptum yfir? Er mikið sem þarf að færa á milli o.s.frv.

Author:  thorsteinarg [ Sat 01. Mar 2014 21:13 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

Kerulf wrote:
Er að velta einu fyrir mér. Á sjálfskiptann 523iA og vantar aðra vél. Vélin er af M52 B25 En einu vélarnar sem ég er að finna eru frá beinskiptum :/
Er mikið mál að setja vél frá beinskiptum yfir? Er mikið sem þarf að færa á milli o.s.frv.

Þarft beinskiptann kassa, pedalasett (kúplingspedalin), skiptistöng og allt sem fylgir því, og kúplingsþræl.
Held að það sé allt sem þú þarft

Author:  lacoste [ Sat 01. Mar 2014 21:17 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

thorsteinarg wrote:
Kerulf wrote:
Er að velta einu fyrir mér. Á sjálfskiptann 523iA og vantar aðra vél. Vélin er af M52 B25 En einu vélarnar sem ég er að finna eru frá beinskiptum :/
Er mikið mál að setja vél frá beinskiptum yfir? Er mikið sem þarf að færa á milli o.s.frv.

Þarft beinskiptann kassa, pedalasett (kúplingspedalin), skiptistöng og allt sem fylgir því, og kúplingsþræl.
Held að það sé allt sem þú þarft


Nett lesblinda i gangi :santa:

Author:  Hjalti123 [ Sat 01. Mar 2014 21:35 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

Kerulf wrote:
Er að velta einu fyrir mér. Á sjálfskiptann 523iA og vantar aðra vél. Vélin er af M52 B25 En einu vélarnar sem ég er að finna eru frá beinskiptum :/
Er mikið mál að setja vél frá beinskiptum yfir? Er mikið sem þarf að færa á milli o.s.frv.


Þar sem þú ert með sjálfskiptan bíl þá ætti ekki að þurfa neitt nema vélina til að swappa? Væri meira vesen ef þú ætlaðir yfir í beinskipt.

Author:  Kerulf [ Sat 01. Mar 2014 21:46 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

Jamm er með sjálfskiptann. Get fengið vél frá beinskiptum til að smella í. En í sumum tilvikum getur það verið vesen.
En einsog ég er að sjá það, þarf ekki bara að færa startkransinn á milli og startarann ásamt leiðslum?
Bý í Noregi og skelfilegt að fá rétta vél. Fann eina frá Englandi sem er beinskipt keyrð lítið double vanus einsog mig vantar.
Og kostar ekki hálfann annann handlegg. + hef verulega góða og ódýrann flutningsmáta á svona hlutum :)
En ég þarf að vera viss um að ég komi vélinni í án mikils tilstands

Author:  Bandit79 [ Sat 01. Mar 2014 21:49 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

þetta er ekkert mál .. þú ert með allt til staðar í þínum bíl.. rétt loom og allann pakkann. Þetta er bara vélin.. auðvitað vesen ef þú ætlar að breyta yfir í beinskiptan annars ekki.

Author:  Danni [ Sun 02. Mar 2014 11:27 ]
Post subject:  Re: Færa vél frá beinskiptum yfir til sjálfsk.??

Þú þarft að setja rafkerfið af orginal vélinni á nýju vélina. Vélarrafkerfið fyrir ssk bíla er öðruvísi þar sem það er með plögg fyrir sjálfskiptitölvuna og líka plöggið sem fer í skiptinguna sjálfa.

En þar sem þú ert með E39 og allar vélarnar sem þú ert að finna eru líklegast úr E36, þá þarftu hvort sem er að skipta um rafkerfi.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/