bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tíma inn vél
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=65167
Page 1 of 1

Author:  hjalmargauti [ Wed 19. Feb 2014 11:11 ]
Post subject:  Tíma inn vél

Er að reyna finna upplysingar á netinu um að tíma vélina rétt inn (vorum að skipta um heddpakningu) eina sem ég finn er að það þurfi eitthvað sér verkfæri til þess, á þetta eitthver til og getur lánað það, er ekki að tima að kaupa þetta fyrir 300 dollara
Þetta er N46B20

Author:  Angelic0- [ Wed 19. Feb 2014 11:28 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

held að það séu fáir búnir að vesenast eitthvað í N46 og efast um að það eigi þetta neinn nema B|L eða Eðalbílar..

Author:  hjalmargauti [ Wed 19. Feb 2014 12:58 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Angelic0- wrote:
held að það séu fáir búnir að vesenast eitthvað í N46 og efast um að það eigi þetta neinn nema B|L eða Eðalbílar..


Skiljanlega þetta eru alveg rugl leiðinlegar vélar

Author:  rockstone [ Wed 19. Feb 2014 13:08 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Ég er búinn að vinna helling í þessum vélum, aðallega í sambandi við tímakeðjur, knastása ofl. Helling af sérverkfærum fyrir þessar aðgerðir. ekkert sem þú færð lánað held ég. BL er með svona en þeir eru ekkert að lána þetta. Og ef þetta er ekki gert rétt frá byrjun þá geturu þurft aðtaka olíupönnuna af, líka tímastilling þar.

Author:  Lindemann [ Wed 19. Feb 2014 21:15 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

http://www.ebay.co.uk/bhp/bmw-n42-timing-tool

Er ekki bara málið að kaupa þetta? :)

Author:  Dóri- [ Wed 19. Feb 2014 22:13 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

rockstone wrote:
Ég er búinn að vinna helling í þessum vélum, aðallega í sambandi við tímakeðjur, knastása ofl. Helling af sérverkfærum fyrir þessar aðgerðir. ekkert sem þú færð lánað held ég. BL er með svona en þeir eru ekkert að lána þetta. Og ef þetta er ekki gert rétt frá byrjun þá geturu þurft aðtaka olíupönnuna af, líka tímastilling þar.


Er ekki sama sett fyrir N42 ?

Author:  rockstone [ Wed 19. Feb 2014 22:22 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Dóri- wrote:
rockstone wrote:
Ég er búinn að vinna helling í þessum vélum, aðallega í sambandi við tímakeðjur, knastása ofl. Helling af sérverkfærum fyrir þessar aðgerðir. ekkert sem þú færð lánað held ég. BL er með svona en þeir eru ekkert að lána þetta. Og ef þetta er ekki gert rétt frá byrjun þá geturu þurft aðtaka olíupönnuna af, líka tímastilling þar.


Er ekki sama sett fyrir N42 ?


man það ekki nkl, ár síðan ég var í þessu seinast.

Author:  hjalmargauti [ Sat 22. Feb 2014 11:34 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

lét draga hann niðrí B&L í gær, voru búnir að seigja við mig að þetta yrðu svona 3 tímar max að klára þetta og þeir rukka 13 þús ca á tímann, bíllinn var kominn þangað um hálf 9 í fyrramálið ég hringi kl 10 og þeir ekki enþá byrjaðir á honum þannig ég hringi aftur kl 12 en þeir ekki enþá byrjaðir á honum. svo hringja þeir í mig kl 2 og seigja mér að þetta séu allavega 8 klukkutimar (111 þús) alveg frábært hvernig þetta virkar hjá þeim þarna niðrí B&L

Author:  D.Árna [ Sat 22. Feb 2014 11:43 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

hjalmargauti wrote:
lét draga hann niðrí B&L í gær, voru búnir að seigja við mig að þetta yrðu svona 3 tímar max að klára þetta og þeir rukka 13 þús ca á tímann, bíllinn var kominn þangað um hálf 9 í fyrramálið ég hringi kl 10 og þeir ekki enþá byrjaðir á honum þannig ég hringi aftur kl 12 en þeir ekki enþá byrjaðir á honum. svo hringja þeir í mig kl 2 og seigja mér að þetta séu allavega 8 klukkutimar (111 þús) alveg frábært hvernig þetta virkar hjá þeim þarna niðrí B&L



Þetta gæti nú verið eitthvað tilfallandi :)

Var ekki miðað við 3 tíma miðað við þínar lýsingar hvað væri að?

Svo kannski skoða þeir þetta nánar og þá þarf að gera eitthvað meira sem þú vissir t.d. ekki að þyrfti að gera

Author:  Bandit79 [ Sat 22. Feb 2014 12:28 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Þetta hefðu verið 3 tímar ef knastarnir væru komnir í og tilbúnir og það eina sem þyrfti að gera væri að henda keðjunni á, vanos hjólunum ,stilla hann inn og dúndra ventlalokinu á.

En þetta var bara tómt hedd með ventlum sem þú skilar til okkar. Þá tekur þetta skiljanlega mun meiri tíma + að pústgreinin var ekki komin á. Svo þarf að taka pönnuna undan honum til að stilla inn balanshjólin þar sem við vitum ekkert í hvaða stöðu þau eru.

En þetta verður gert fagmannlega og bíllinn er í góðum höndum :D

Og þetta er mjög smekklegur E46 hjá þér :thup: Þessar felgur koma virkilega vel út á honum.

Author:  hjalmargauti [ Sat 22. Feb 2014 14:43 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Bandit79 wrote:
Þetta hefðu verið 3 tímar ef knastarnir væru komnir í og tilbúnir og það eina sem þyrfti að gera væri að henda keðjunni á, vanos hjólunum ,stilla hann inn og dúndra ventlalokinu á.

En þetta var bara tómt hedd með ventlum sem þú skilar til okkar. Þá tekur þetta skiljanlega mun meiri tíma + að pústgreinin var ekki komin á. Svo þarf að taka pönnuna undan honum til að stilla inn balanshjólin þar sem við vitum ekkert í hvaða stöðu þau eru.

En þetta verður gert fagmannlega og bíllinn er í góðum höndum :D

Og þetta er mjög smekklegur E46 hjá þér :thup: Þessar felgur koma virkilega vel út á honum.


okei ég skil þig, en já takk fyrir vantar bara minni dekk á hann þá er þetta solid

Author:  Dóri- [ Sat 22. Feb 2014 17:06 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Er BL ekki til í að leigja þessi verkfæri ?

Author:  rockstone [ Sat 22. Feb 2014 18:06 ]
Post subject:  Re: Tíma inn vél

Dóri- wrote:
Er BL ekki til í að leigja þessi verkfæri ?


Nei, það var gert nokkrum sinnum, kom alltaf skemmt til baka, þannig ekki lengur.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/