bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e46 330 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=64859 |
Page 1 of 1 |
Author: | bjarkibje [ Sun 26. Jan 2014 02:10 ] |
Post subject: | e46 330 |
Sælir. Veit að þetta er dálítið langsótt en sakar ekki Þekkir einhver til mannsins eða númerið á 330 bensín bíl man ekki númerið alveg en það er 'z' í því. Minnir eitthvað svipað sz065 en getur verið að ég sé alveg langt frá. Og nei er ekki með neinar fleiri upplýsingar haha er bara vonast að sumir snillingar hér inni gætu mögulega kveikt á því hvaða bíll þetta er |
Author: | PeturW [ Sun 26. Jan 2014 02:39 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
Fór að skoða sz-650, grár coupe. Það er komið ryð neðst hjá hurðum og í kringum hurðahúna. Skipting heggur, gengur truntulega og drepur stundum á sér þegar maður slær af eða er stopp á ljósum. Feitur titringur í stýri þegar maður er kominn á ákveðinn hraða. Rúðurnar fara ekki niður þegar maður tekur í hurðarnar, útvarpið er illa tregt, olíusmit á vél og á drifi, hjólalegur orðnar slappar og síðan einhvað fleira sem ég man ekki. Vildi ekki einu sinni móðga bílasalann með því að bjóða í hann. |
Author: | bjarkibje [ Sun 26. Jan 2014 02:42 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
Já okei takk. Semsagt frekar mikil drusla hehe? Hvaða bílasölu stendur hann á ? |
Author: | halli7 [ Sun 26. Jan 2014 23:57 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1 |
Author: | Zed III [ Mon 27. Jan 2014 12:17 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
halli7 wrote: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=80&cid=43603&sid=357363&schid=6e04854e-5474-4bdc-a7a7-256b0b7245c4&schpage=1 Mér líst vel á þetta rétta verð sem sést fyrir neðan ásetta verðið. |
Author: | bjarkibje [ Mon 27. Jan 2014 14:11 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
Miðað við ástand Já Hann vildi 1.1 fyrir bílinn stgr |
Author: | GunniClaessen [ Fri 21. Feb 2014 15:06 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
Ég átti þennan bíl sumarið 2012. Lét hann frá mér í góðu standi. Eðalbílar skiptu um olíu og síu á skiptingunni og hann var ekkert að höggva þá. Hér er söluþráðurinn minn gamli: viewtopic.php?f=10&t=57602 og meðlimaþráðurinn: viewtopic.php?f=5&t=57203 Það voru komnar smá ryðdoppur á skottlokinu og hjá sílsum. Vona að þetta svali einhverri forvitni. Kv. |
Author: | Angelic0- [ Sun 23. Feb 2014 11:38 ] |
Post subject: | Re: e46 330 |
GunniClaessen wrote: xxx blabla bull xxx Þetta stemmir nú ekki alveg við það ástand sem að var á bílnum þegar að Ingvar fær hann hjá þér... Bremsurör að aftan ónýt, stýrislinkur ónýtur, subframe fóðringar að aftan í steik, spyrnufóðringar að framan ónýtar, drifskaptsupphengja slöpp... það var eflaust fleira en þetta er það sem að þurfti að laga um leið og hann kom frá þér... þetta eru nýjir hlutir í bílnum síðan 2012... |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |