bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=64846 |
Page 1 of 2 |
Author: | Fatandre [ Fri 24. Jan 2014 14:30 ] |
Post subject: | CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Jæja. Það vill svo til að ég á að greiða bifreiðagjöld fyrir Mini sem eru 18 þús. Það fannst mér nú frekar lágt og þar að auki eftir að athuga hver co2 talan sé uppgefin samkvæmt þessum útreikningum þá stendur á greiðsluseðlinum að þeir þekki hana ekki. Þetta finnst mér fremur fyndir að þeir séu að rukka mig fyrir eithvað sem þeir vita ekkert um og geta ekki byggt á. Ég ákveð þá að fara inn á hið svokallaða internet og finn þá tölu samkvæmt framleiðanda og hún er 163 co2/km. Eftir að fara á rsk og reikna út gjöldin samkvæmt þeirra reiknivél fá ég út að gjöldin eiga að vera 9 þús. Eins og hver önnur venjulega manneskja vil ég fremur eyða þessum pening í bensín heldur að vera borga þessu blessaða ríki fyrir að vera reyna stela af mér. Ég fer niðri RSK til að leiðrétta þetta og fæ þau svör að þeir sjái ekki um þetta að ég verði að tala við nýherja. Ég fer niðri nýherja og þeir segja mér að þeir verið að fá staðfestingu frá umboðinu. Ég fer niðri umboð og þar getur enginn gefið mér neinar upplýsingar varðandi þetta. Segja bara að þetta sé nýlegt frá 2010 og þeir sjái ekki um þetta. Hvernig á ég að snúa mér í þessu? Hefur einhver leiðrétt þetta. Þeir eru að reyna snuða mig á 3 bílum á heimilinu og ég er ekki tilbúinn að láta þeim takast það. |
Author: | Eggert [ Fri 24. Jan 2014 15:03 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Góð spurning! Þegar ég slæ inn sjöunni minni þá sé ég að það er verið að ofrukka mig um 4-5 þúsund samkvæmt reiknivélinni. ![]() |
Author: | BuB [ Fri 24. Jan 2014 16:38 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Fann þetta: http://www.co2skraning.is/ Kostar 20.000 Er að "græða" 2000 kall á 545 en tapa 1500 kalli á 325. Borgar sig ekki fyrir mig nema maður geti gert þetta sjálfur. |
Author: | Hjalti123 [ Fri 24. Jan 2014 17:42 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Samkvæmt mínu þá er ég að græða ca. 1000 kall, miðað við upplýsingar sem ég fann á netinu og setti í reiknivélina amk. |
Author: | Eggert [ Fri 24. Jan 2014 19:16 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
BuB wrote: Fann þetta: http://www.co2skraning.is/ Kostar 20.000 Er að "græða" 2000 kall á 545 en tapa 1500 kalli á 325. Borgar sig ekki fyrir mig nema maður geti gert þetta sjálfur. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta sjálfur. Ég trúi því ekki að maður verði að fara í gegn um eitthvað fyrirtæki að fá leiðréttingu á skattinum sínum! |
Author: | sh4rk [ Fri 24. Jan 2014 21:00 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Fatandre wrote: Jæja. Það vill svo til að ég á að greiða bifreiðagjöld fyrir Mini sem eru 18 þús. Það fannst mér nú frekar lágt og þar að auki eftir að athuga hver co2 talan sé uppgefin samkvæmt þessum útreikningum þá stendur á greiðsluseðlinum að þeir þekki hana ekki. Þetta finnst mér fremur fyndir að þeir séu að rukka mig fyrir eithvað sem þeir vita ekkert um og geta ekki byggt á. Ég ákveð þá að fara inn á hið svokallaða internet og finn þá tölu samkvæmt framleiðanda og hún er 163 co2/km. Eftir að fara á rsk og reikna út gjöldin samkvæmt þeirra reiknivél fá ég út að gjöldin eiga að vera 9 þús. Eins og hver önnur venjulega manneskja vil ég fremur eyða þessum pening í bensín heldur að vera borga þessu blessaða ríki fyrir að vera reyna stela af mér. Ég fer niðri RSK til að leiðrétta þetta og fæ þau svör að þeir sjái ekki um þetta að ég verði að tala við nýherja. Ég fer niðri nýherja og þeir segja mér að þeir verið að fá staðfestingu frá umboðinu. Ég fer niðri umboð og þar getur enginn gefið mér neinar upplýsingar varðandi þetta. Segja bara að þetta sé nýlegt frá 2010 og þeir sjái ekki um þetta. Hvernig á ég að snúa mér í þessu? Hefur einhver leiðrétt þetta. Þeir eru að reyna snuða mig á 3 bílum á heimilinu og ég er ekki tilbúinn að láta þeim takast það. Þú veist að ef þeir hafa ekki co2 töluna þá notast þeir við x mikla krónu tölu per/kg upp að 1000kg og svo hækkar krónu talan eftir það eitthvað, eins og minn 740i er 1700kg og er með 23000 kall per tímabil |
Author: | Raggi M5 [ Sat 25. Jan 2014 11:23 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Ég lennti í svona stríði með 525d hjá mér, talaði við mann hjá Umferðastofu. Sem var mjög almennilegur, hjálpaði mér helling og lagaði þetta fyrir mig. |
Author: | Xavant [ Sat 25. Jan 2014 16:43 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Er ad spara 8000kr a 540 midad vid hvad reyknivelin segir, svo eg er sattur ![]() |
Author: | Eggert [ Tue 18. Mar 2014 10:19 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Ég ákvað að athuga þetta mál nánar þar sem samkvæmt þeim tölum sem ég finn á netinu þá ætti ég að geta fengið leiðréttingu upp á ca. 10 þúsund á ári miðað við hver bifreiðagjöldin eru hjá mér núna. Hafði samband við Umferðarstofu og bað um að þetta yrði leiðrétt en fékk þetta svar til baka: Umferðarstofa wrote: Til að fá CO2 gildi ökutækis skráð þurfum við að fá það staðfest frá framleiðanda eða viðurkenndri tækniþjónustu. Þau gögn þurfa að berast okkur í frumriti. Fékk uppgefna eina þjónustu í Þýskalandi sem getur gefið út svona vottorð og kostnaðurinn við þetta er €178,50 eða 28.613,- á gengi dagsins. Semsagt, það er ekki fyrr en eftir um þrjú ár sem það mun borga sig að hafa farið í þessa leiðréttingu. Attitudið sem ég mætti þarna hjá UST er þvíumlíkt að ég fékk ekki svör við einföldum spurningum, þetta er svo innilega ekki þeirra vandamál að það sé verið að ranglega skattleggja bílana okkar. Það er með ólíkindum að það sé hægt að senda út bifreiðagjaldareikning sem miðast við Co2 g/km tölu, þegar sú tala er ekki einu sinni í skráningu bílsins. Og þetta rugl skal standa nema þú getir staðið í kostnaði og veseni til að sanna annað! |
Author: | srr [ Tue 18. Mar 2014 12:18 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Eggert wrote: Það er með ólíkindum að það sé hægt að senda út bifreiðagjaldareikning sem miðast við Co2 g/km tölu, þegar sú tala er ekki einu sinni í skráningu bílsins. Og þetta rugl skal standa nema þú getir staðið í kostnaði og veseni til að sanna annað! Það er ekkert verið að því. Það er verið að nota gamla kr per kg kerfið þegar Co2 gildið er ekki vitað. Alveg eins og Siggi sh4rk útskýrði hér að ofan. |
Author: | Eggert [ Tue 18. Mar 2014 14:14 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
srr wrote: Eggert wrote: Það er með ólíkindum að það sé hægt að senda út bifreiðagjaldareikning sem miðast við Co2 g/km tölu, þegar sú tala er ekki einu sinni í skráningu bílsins. Og þetta rugl skal standa nema þú getir staðið í kostnaði og veseni til að sanna annað! Það er ekkert verið að því. Það er verið að nota gamla kr per kg kerfið þegar Co2 gildið er ekki vitað. Alveg eins og Siggi sh4rk útskýrði hér að ofan. ..og finnst þér eðlilegt að það sé á ábyrgð bíleigenda að kaupa pappíra erlendis frá til að fá þetta rétt reiknað eins og lög segja til um? Það er allavega ekki verið að fara eftir því sem þeir sjálfir setja upp. |
Author: | srr [ Tue 18. Mar 2014 14:18 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Eggert wrote: srr wrote: Eggert wrote: Það er með ólíkindum að það sé hægt að senda út bifreiðagjaldareikning sem miðast við Co2 g/km tölu, þegar sú tala er ekki einu sinni í skráningu bílsins. Og þetta rugl skal standa nema þú getir staðið í kostnaði og veseni til að sanna annað! Það er ekkert verið að því. Það er verið að nota gamla kr per kg kerfið þegar Co2 gildið er ekki vitað. Alveg eins og Siggi sh4rk útskýrði hér að ofan. ..og finnst þér eðlilegt að það sé á ábyrgð bíleigenda að kaupa pappíra erlendis frá til að fá þetta rétt reiknað eins og lög segja til um? Það er allavega ekki verið að fara eftir því sem þeir sjálfir setja upp. Þetta er á öllum nýjum bílum eftir að kerfið var tekið í gegn. Svo þetta er engin breyting á gjöldum á eldri bílunum, þar sem það hefur alltaf verið sama reiknikerfið á þeim bílum. |
Author: | Eggert [ Tue 18. Mar 2014 14:36 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
![]() |
Author: | IceDev [ Thu 20. Mar 2014 01:21 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Hringdu eða meilaðu bara beint á Mini.de og fáðu uppgefið Co2 gildið frá þeim. Þeir ættu að hafa allar tölur á hreinu ef að þú gefur þeim VIN númerið. Biður þá svo að senda þér afrit af þessu via email eða venjulegum pósti(líklegast betra svoleiðis þar sem að það er meira official að hafa þetta kvittað og klárt). Þær tölur ættu að vera nógu legit þar sem að þær koma beint frá framleiðanda. |
Author: | Logi [ Thu 20. Mar 2014 13:49 ] |
Post subject: | Re: CO2 og bifreiðagjöld. Fyrirspurn |
Ég var búinn að skoða þetta aðeins, og þetta er í rauninni mjög einfalt! Til þess að umferðarstofa taki til greina uppgefna tölu framleiðanda, þá þarf hún að vera mæld samkvæmt einhverri Euro 4 reglugerð (frá árinu 2005). Þannig að flestir bílar framleiddir eftir það ættu að vera með CO2 tölu sem US tekur mark á. Bílar framleiddir fyrir 2005 eru flestir með áætlaða CO2 tölu sem framleiðandi reiknar út miðað við þyngd, vélarstærð ofl. (ef framleiðandi gefur þá upp einhverja CO2 tölu yfir höfuð). Ég ætlaði að fá samþykkta CO2 tölu sem gefin er upp í owners manual í Benzanum hjá mér ('99 árg) og þá fékk ég þessar upplýsingar! |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |