bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tollurinn...............
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6475
Page 1 of 1

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 14:06 ]
Post subject:  Tollurinn...............

Eftir að bíll kemur frá föðurlandinu (Þýskalandi :lol: ), hvað hefur maður langann tíma til að borga hann út, áður en einhverjir refsivextir og dótarí bætist við......sem sé, ef maður á 6-800þús núna og langar að panta sér eitthvað, hvað hefur maður langann tíma til að ná draslinu út eftir að hann kemur til landsins?

Author:  nonnihj [ Tue 22. Jun 2004 16:24 ]
Post subject: 

Þegar að varan kemur til landisins, þá fara upplýsingar um hana beint til ríkisstofnana sem að reikna toll og vask ofan á það sem þú ert að panta þér. Þetta getur tekið allt frá einum degi upp í eitthvað lengri tíma (nokkra daga). Þegar að þú hefur greitt opinber gjöld af hlutnum þá fær innflutningsaðilinn (Eimskip, Samskip, Atlantsskip, Icelandair...) leyfi til að afhenda vöruna frá tollinum.

Eftir að afhendingaheimild frá tolli berst, þá hefuru ca. 7 daga til að leysa vöruna út frá skipafélaginu (getur verið mismunandi eftir skipafélögum, en eru allavegana 7 dagar hjá Samskip). Eftir það þá þarftu að greiða svokallaða pakkhúsleigu sem eru einhverjir hundraðkallar á dag, fer allt eftir umfangi vörunnar. Ég held að gámaleiga (pakkhúsgjald) af 40 feta gámi sé um 800 krónur á dag.

Svona eru reglurnar held ég...

Author:  hlynurst [ Tue 22. Jun 2004 16:47 ]
Post subject: 

Og ef þú ert svo heppinn að tollurinn segir nei við þig þá tekur þetta llllaaaaannnnngggggaaaannnnn tíma!!! :evil: :evil: :evil:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/