bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Týndur lykill? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=64359 |
Page 1 of 1 |
Author: | srr [ Mon 09. Dec 2013 14:48 ] |
Post subject: | Týndur lykill? |
Það var verið að gera áhugaverða könnun á verði á nýjum lyklum. http://www.mbl.is/bill/frettir/2013/12/ ... billyklum/ Í mörgum tilfellum er hægt að fá kóðaða lykla hjá öðrum lásasmiðum en umboðinu. Munar í mörgum tilfellum tugi þúsunda kr. Mæli með að menn kanni hjá lásasmiðunum áður en ráðist er í að panta nýtt hjá umboðunum. |
Author: | bErio [ Tue 10. Dec 2013 08:00 ] |
Post subject: | Re: Týndur lykill? |
Ég mæli ekki með því þarsem það er erfitt og í mörgum tilvikum ógerlegt Þeir hafa verið að setja bíla í deadlock í nokkra daga með sínum ævintýrum BMW eru einu lyklarnir t.d. frá BL sem koma forkóðaðir frá framleiðanda og þurfa því ekki kóðun við bílinn í gegnum tölvu. Þú getur labbað útur BL og sett bílinn þinn strax í gang á neins tölvuvesens. IMO myndi ég ekki taka áhættuna. |
Author: | Angelic0- [ Tue 10. Dec 2013 14:48 ] |
Post subject: | Re: Týndur lykill? |
bErio wrote: Ég mæli ekki með því þarsem það er erfitt og í mörgum tilvikum ógerlegt Þeir hafa verið að setja bíla í deadlock í nokkra daga með sínum ævintýrum BMW eru einu lyklarnir t.d. frá BL sem koma forkóðaðir frá framleiðanda og þurfa því ekki kóðun við bílinn í gegnum tölvu. Þú getur labbað útur BL og sett bílinn þinn strax í gang á neins tölvuvesens. IMO myndi ég ekki taka áhættuna. Neyðarþjónustan færði einfaldlega kóða úr einum lykli í annan hjá mér fyrir mörgum árum síðan, þá var ekkert mál að fá skurðarnúmer fyrir UU-454... En í dag er ógerlegt að fá skurðarnúmer fyrir BMW bíla með kóðaða lykla... skvt, Sævari amk |
Author: | slapi [ Thu 12. Dec 2013 12:29 ] |
Post subject: | Re: Týndur lykill? |
Mér finnst þetta ekki borga sig þar sem þetta eru bara einhverjir kína lyklar , forljótir og spurning með endingunar. Tíglalyklarnir munar þetta bara einhverjum 10.000 kalli sem mér finnst bara of lítið , þetta þyrfti að vera hræódýrt svo maður myndi fara í þetta. |
Author: | Angelic0- [ Thu 12. Dec 2013 18:40 ] |
Post subject: | Re: Týndur lykill? |
Ég er með tíglalykil sem að kostaði 3.700kr og hann virkar fínt... hehe en hann er reyndar á bíl sem að þurfti ekki að kóða ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |