bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ljósstilliskrúfur og lykill https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=642 |
Page 1 of 1 |
Author: | GHR [ Sat 25. Jan 2003 13:22 ] |
Post subject: | Ljósstilliskrúfur og lykill |
Ég var að kaupa ljósstilliskrúfurnar í bílinn minn hjá B&L og ætlaði að fara setja þær í og ljósstilla en ég er nokkuð viss um að þeir hafi ekki selt mér réttu hlutina eða allavega ekki allt sem ég þurfti ![]() Það sem ég fékk voru skrúfurnar sjálfar (þær eru örugglega réttar), plasthúfuna ofan á þær (örugglega líka rétt) en síðan eitthvað plastdrasl (í laginu eins og ''chubby'' skrúfa???? En allavega þá þegar maður er búinn að setja skrúfurnar og plasthetturnar á þá hlýtur eitthvað að vanta ,því ljósin geta færst alltaf niður - ekkert sem heldur þeim í réttri stöðu ![]() Var að vona að eitthver ætti mynd af svona (þarf ekkert að vera endilega úr sjöu, bara að hún sé með svipað ljósasystem og ég) eða bara eitthverjar ganglegar upplýsingar. Ein spurning í viðbót : Er hægt að láta smíða nýjan lykil (í sviss) hjá bara t.d. lyklasmið eða sendir lykillinn eitthvað sérstakt code þegar maður startar eins og í mörgum nýjum bílum??? ps. loksins búinn að setja megnið af frampartinum saman og viti menn, maður er loksins byrjaður að sjá BMW ''andlit'' -vantar reyndar grillið hægra megin en það er á leiðinni Kveðja |
Author: | GHR [ Sat 25. Jan 2003 13:34 ] |
Post subject: | |
Sá ágætis mynd, en næ ekki alveg að sjá þetta (vantar aðeins betri mynd - helst líka að aftan) ![]() |
Author: | Haffi [ Sat 25. Jan 2003 14:47 ] |
Post subject: | |
verður að pantann ![]() |
Author: | Bjarki [ Sat 25. Jan 2003 14:50 ] |
Post subject: | |
Ég ætlaði að láta smíða svona lykil fyrir mig þar sem það fylgdi bara einn lykill og B&L gat pantað þetta eftir númeri, held það hafi kostað eitthvað um 7þ fyrir orginal lykil með ljósi jafnvel 9þ man það ekki alveg allavega nógu mikið. En það er einn lyklasmiður sem ég veit um hér á landi sem getur smíðað svona lykil og það er lyklasmiðurinn í næsta húsi við Heklu ég var búinn að hringja þangað og fá það staðfest að hann gat gert það og það kostaði miklu minna þegar ég fékk sendan orginal varalykil frá fyrri eiganda einhver sem átti bílinn fyrir löngu löngu síðan þannig að mér vantar ekki lykil núna ![]() Á mínum bíl er ekki svona ræsivörn í lyklinum. |
Author: | Haffi [ Sat 25. Jan 2003 14:51 ] |
Post subject: | |
en það er ræsivörn hjá honum ![]() |
Author: | GHR [ Sat 25. Jan 2003 15:26 ] |
Post subject: | |
Þannig að ef ég týni lykilinum (fékk bara einn sem getur startað honum - hinn er bara fjarstýring og lykill að hurðunum) get ég þá pantað nýjan eða þurfa þeir að fá code-ið á honum fyrst????? Allavega hef ég ekki séð neitt númer á neinum af lyklunum, hafa þeir (B&L) þetta kannski inn í tölvunni hjá sér??? Þarf allavega annars að redda mér nýjum lykli - heyrt margar slæmar þ.e. DÝRAR sögur af fólki sem hefur týnt lyklinum og þá er víst lítið hægt að redda því nema skipta um alla cylindra og held jafnvel eitthverri tölvu til að nýja copde-ið virki. Þetta er bara svona precaution hjá mér ef ég skildi týna lyklinum ![]() annað eins hefur nú gerst - og oftar en einu sinni |
Author: | Svezel [ Sat 25. Jan 2003 17:41 ] |
Post subject: | |
Frændi minn átti einu sinni '96 módel af 320 og fékk bara einn lykil með bílnum. Síðan þegar hann fór upp í B&L til að panta nýjan lykil þá sögðu þeir að þeir gætu ekki pantað nýjan lykil því bíllinn hans væri skráður stolinn í Þýskalandi ![]() |
Author: | Bjarki [ Sat 25. Jan 2003 17:56 ] |
Post subject: | |
Þetta er náttúrlega dýrara hjá þér útaf fjarstýrðu samlæsingunum ég er ekki með neitt svoleiðis. BMW geymir örugglega númerið á lyklinum og þú þarft bara að gefa VIN númerið á bílnum hjá þér. Hef aldrei lesið um ræsivörn (code) í lyklinum á E32, getur alveg verið vitlaust hjá mér. Oft lesið um þessar tvær týpur af sendum í sambandi við fjarstýrðu samlæsingarnar sbr. umræðan sem skapaðist á thee32register.co.uk í framhaldi af fyrirspurn þinni þar. Man eftir því þegar ég flutti inn BMW frá Þýskalandi þá þurfti ég að skrá það til höfuðstöðva BMW!! Þeir hljóta að vera með einhverja skrá yfir þetta þar. Það er mjög slæmt mál að týna lykli og þurft að skipta um allar skrár, tvö hanskahólf tvær hurðir og skott!! |
Author: | bjahja [ Sun 26. Jan 2003 00:05 ] |
Post subject: | |
Ég fékk eimitt bara einn lykil og fór uppí B&L, gaurinn þar sagði mér að fara til lyklasmiðsins í húsinu rétt hjá Heklu en hann sagðist ekki getað smíðað af því að það væri kubbur í honum. |
Author: | Dr. E31 [ Sun 26. Jan 2003 01:41 ] |
Post subject: | |
Ég ætlaði einmitt að kaupa mér annann lykil í fyrrahaust, frá B&L, ég bað hann um að athuga verðið fyrir mig fyrst, og mér brá, 20.000kr takk fyrir einn lykil með fjarstýringu. |
Author: | Gunni [ Sun 26. Jan 2003 12:22 ] |
Post subject: | |
ég var að athuga þetta um daginn, lykill með fjarstýringu var á eikkvað um 20 þús og án hennar á 10 eða 15 þús. ég fór í svona lyklabúð uppá höfða sem ég man ekki hvað heitir en er á bíldshöfðanum. þar kostaði heilar 1500 krónur að láta smíða, en ég er bara með venjulegan lykil. ég mæli allavega með þessum köllum. ég held það sé bara 1 eða 2 sem eru með svona skerigræju til að gera BMW lykla. |
Author: | gstuning [ Sun 26. Jan 2003 23:25 ] |
Post subject: | |
Ég veit nátturulega ekki hvernig nýjir lyklar eru enn ég kaupa stykkið á 300kr í Byko, ![]() |
Author: | GHR [ Fri 14. Feb 2003 23:08 ] |
Post subject: | |
Ég var að spyrjast fyrir í B&L í sambandi við lyklana. Þeir sögðust bara geta pantað nýjan lykil eftir chassis númeri og það væri enginn vandi. Maður gæti samt þurft að bíða í 4-5 daga eftir lyklunum. Þeir þarna í Germany eru með alla code en gefa engum þá upp þannig að þeir og aðeins þeir geta reddað manni réttan lykil. Gott samt að vita að þetta væri svona auðvelt ef maður skyldi týna lyklinum ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |