bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=64089 |
Page 1 of 1 |
Author: | Eggert [ Mon 18. Nov 2013 13:48 ] |
Post subject: | Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Ég er búinn að finna vöru/varahlut á þýska eBay en seljandi neitar að senda út fyrir Þýskaland. Kann einhver lausn á þessu án þess að það kosti handlegg? |
Author: | rockstone [ Mon 18. Nov 2013 13:52 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
er ekki lausnin einhvað svona? http://www.addressgermany.com/ |
Author: | Eggert [ Mon 18. Nov 2013 14:48 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Heyrðu þetta lúkkar vel.. skoða þetta. Takk ![]() |
Author: | gardara [ Mon 18. Nov 2013 15:34 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Ég hef notað addressgermany oft, fín þjónusta ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Wed 20. Nov 2013 10:59 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Það versta við að búa á Íslandi er sendingarkostnaður ![]() |
Author: | auðun [ Wed 20. Nov 2013 16:34 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Ef það væri nu það versta |
Author: | ta [ Wed 20. Nov 2013 16:59 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
fatta ekki þessa tregðu, að vilja bara senda innan .de, ef kaupandi borgar flutningskostnað. hvað er málið? |
Author: | fart [ Wed 20. Nov 2013 17:07 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
ta wrote: fatta ekki þessa tregðu, að vilja bara senda innan .de, ef kaupandi borgar flutningskostnað. hvað er málið? Snýst aðallega um það að finna sendingaraðila sem sendir til Íslands. Þessir venjulegu/algengustu (DPD, GLS og slíkir) senda bara innan "evrópu". Það getur jafnvel verið snúið að finna aðila til að senda til UK. |
Author: | Eggert [ Wed 20. Nov 2013 21:29 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
DHL er út um allt... trúi ekki að þetta sé raunverulegt vandamál í jafn þróuðu landi og Þýskalandi. Svo loksins þegar ég var búinn að skrá mig og fá verification á AddressGermany, þá kemur bara villa þegar ég vel Sofort-Kaufen: Quote: Leider akzeptiert der Verkäufer derzeit keine Gebote oder Preisvorschläge von Ihnen. Dies kann verschiedene Gründe haben. Es kann beispielsweise sein, dass der Verkäufer ein Limit für die Anzahl von Artikeln festgelegt hat, die innerhalb eines bestimmten Zeitraums gekauft werden können.Mehr zum Thema ...og þegar ég bað um útskýringar þá fékk ég til baka: Quote: At the moment I'm insolvency and can not deliver. Please buy elsewhere. Thank you for your inquiry. ..right ![]() |
Author: | gardara [ Wed 20. Nov 2013 21:37 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Þú þarft líklegast að skrá addressgermany heimilisfangið inn á ebay aðganginn þinn og setja það sem default. Oft sem maður nær ekki að versla ef defaul addressan er skráð í landi sem seljandinn sendir ekki til |
Author: | rockstone [ Wed 20. Nov 2013 23:40 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
gardara wrote: Þú þarft líklegast að skrá addressgermany heimilisfangið inn á ebay aðganginn þinn og setja það sem default. Oft sem maður nær ekki að versla ef defaul addressan er skráð í landi sem seljandinn sendir ekki til Þetta |
Author: | fart [ Thu 21. Nov 2013 07:41 ] |
Post subject: | Re: Seljandi af eBay.DE neitar að senda úr landi |
Eggert wrote: DHL er út um allt... trúi ekki að þetta sé raunverulegt vandamál í jafn þróuðu landi og Þýskalandi. Það er alveg rétt, en það kostar hinsvegar handlegg að senda eitthvað með DHL til Íslands. Þetta er bara því miður þannig að margir þjóðverjar neita að senda til Lúx, jafnvel þó að þetta séu bara t.d. 200-300 km leið. Ástæðan er oft á tíðum vanþekking og/eða að þeirra local spedition aðili vinnur bara "innanlands" |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |