bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eyðsla...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6393
Page 1 of 2

Author:  Gulag [ Fri 11. Jun 2004 11:27 ]
Post subject:  Eyðsla...

Mér datt í hug að athuga hérna hvað hinar og þessar týpur af BMW séu að eyða per 100km.. þá bæði í innanbæjarsnatti og langkeyrslu..

ég hef heyrt að menn hafi náð t.d. 318i niður í 6~7 á langkeyrslu..

hvað með alla hina?

Author:  Jss [ Fri 11. Jun 2004 11:28 ]
Post subject: 

Minn 328iA bíll er að eyða 14,1 L/100km að meðaltali frá því ég fékk bílinn 22.08.2003. En í skemmtilegri langkeyrslu með smotterís-innanbæjarkeyrslu er hann að eyða eitthvað undir 9 L/100km. :D

Author:  fart [ Fri 11. Jun 2004 11:29 ]
Post subject: 

E39 523i var að eyða 12-13 innanbæjar síðasta vetur.

Author:  bebecar [ Fri 11. Jun 2004 11:42 ]
Post subject: 

minn gamli 323i er að eyða 13.5 innanbæjar og fer í 10 sirka utanbæjar.

Author:  jonthor [ Fri 11. Jun 2004 11:47 ]
Post subject: 

Minn 323 '96 var að eyða 12 sléttum heima á fróni og 8 utanbæjar. Hérna í frakklandi er keyrslan alltaf þannig hjá mér að ég hef ekki séð hann fara yfir 9 í marga mánuði (enda keyri ég 2x30km í vinnuna á hverjum degi). Síðasti tankur var 8,4. Á 1200km akstri frá Rotterdam til Grenoble (fyrir hálfu ári) eyddi hann 7.9 :D og hraðinn sem ég var að halda þá var 140km/klst. Þvílíkt sáttur við eyðsluna í þessum bíl.

*edit* Það skal þó tekið fram að ég hef ekki þungan bensínfót, það er auðvitað ekkert mál að ná eyðslunni hærra!

Author:  iar [ Fri 11. Jun 2004 12:18 ]
Post subject: 

Á E36 328i '96 er ég að eyða á 12-13 innanbæjar (og jafnvel rétt undir 12 ef þannig stendur á mér en það er sjaldan). Efast ekki um að það sé auðvelt að ná honum vel yfir þetta með þyngri fæti en tek fram að ég er almennt frekar rólegur í umferðinni. Hef ekki farið neitt að ráði út fyrir stór-Hafnafjarðarsvæðið til að mæla langkeyrslueyðsluna. Kem með update á langkeyrsluna eftir Bíladaga.

En varðandi 318i í 6-7 utanbæjar þá get ég alveg staðfest það, fór undir 7 í langkeyrslu á E46 318i '01 (1.9L vélin). Og var svo í kringum 10 (9-11) innanbæjar.

Author:  Nökkvi [ Fri 11. Jun 2004 12:25 ]
Post subject: 

Tölvan hjá mér segir 13,0 l núna. Hún var reyndar núllstillt í maí í minni óþökk :evil: Fyrir það stóð 14,5 l á henni. Núllstillti hana sjálfur þegar ég kom með bílinn heim í janúar.

Author:  hlynurst [ Fri 11. Jun 2004 12:29 ]
Post subject: 

Smári sagði að meðalhraðinn hjá honum hafi verið 115km/klst í þýskalandi og bíllinn var að eyða 9,8L ef ég man rétt.

Author:  Svezel [ Fri 11. Jun 2004 14:56 ]
Post subject: 

E39 520iA var að eyða svona 12-14l/100km í innanbæjarakstri en almennt í rúmum 13l.

Z3 Coupe er að eyða svona

Author:  Jss [ Fri 11. Jun 2004 15:01 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
E39 520iA var að eyða svona 12-14l/100km í innanbæjarakstri en almennt í rúmum 13l.

Z3 Coupe er að eyða svona


10,7 :shock: Það hefur ekki verið mikið um inngjöf á þessum tank, eða var þetta kannski svolítið í langkeyrslu?

Author:  fart [ Fri 11. Jun 2004 15:03 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
E39 520iA var að eyða svona 12-14l/100km í innanbæjarakstri en almennt í rúmum 13l.

Z3 Coupe er að eyða svona


Ertu í verkfræði? :roll:

Author:  Svezel [ Fri 11. Jun 2004 15:05 ]
Post subject: 

Það er nefnilega undarlegt að ég keyrði upp á Keflavíkurflugvöll og til baka en utan þess var bensínfóturinn frekar þungur í innabæjarakstri :shock:

Hlakka til að mæla hann leiðinni norður á miðvikudag

fart wrote:
Svezel wrote:
E39 520iA var að eyða svona 12-14l/100km í innanbæjarakstri en almennt í rúmum 13l.

Z3 Coupe er að eyða svona


Ertu í verkfræði? :roll:


Er það svona augljóst :lol:

Author:  gstuning [ Fri 11. Jun 2004 15:09 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Smári sagði að meðalhraðinn hjá honum hafi verið 115km/klst í þýskalandi og bíllinn var að eyða 9,8L ef ég man rétt.


Ég fyllti á tankinn í þýskalandi og keyrði svo 450km og átti þá 20lítra eftir á tanknum sem ætti að vera um 10L/100km sem er nokkuð gott, keyrðum á 110 mestalla leiðina

Ég er búinn að vera með 15L/100km síðan á mánudag :oops:
Allaveganna keyrði fullann 65lítra tank og komst 400km með innanbæjar snatti, inngjöfum og eina tvær ferðir í rvk

Sem er um 35% meira en M vélin þegar best á lét, þannig að maður verður að fara setja hana í til að ná eyðslunni niður :)

hann fór mest niður í 9.2 þegar ég keyrði bara utanbæjar en athugið að það var einnig með alltof stuttu drifi, var á svona 3500-3600rpm allan tímann á 100-115kmh, en mest í 17 þegar hann gékk illa og var kraftlaus

Þannig að ég ætla sko að fá power og minni eyðslu, meiri hámarkshraða og betri 0-100kmh tíma allt í einum pakka :)

Author:  gunnar [ Fri 11. Jun 2004 18:53 ]
Post subject: 

Minn er að eyða svona 12-13 innanbæjar :x

Author:  force` [ Fri 11. Jun 2004 18:57 ]
Post subject: 

minn er með svona ca 12-14 innanbæjar vanalega,
svo er hann með kanski svona 9 utanbæjar ef ég er rosalega passasöm,
en vanalega svona 10-11

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/