bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hver getur sótt bíl fyrir pening ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=63793
Page 1 of 2

Author:  Aron123 [ Wed 30. Oct 2013 16:03 ]
Post subject:  hver getur sótt bíl fyrir pening ?

er einhver sem getur sótt 3línu bmw fyrir mig til neskaupstað á flutningarbíl ? þarf að koma honum i rvk sem fyrst

er með 50þ i pening

pm

Author:  Angelic0- [ Wed 30. Oct 2013 17:56 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Þetta eru ~880km...

50.000kr, það gerir ~55kr á kílómeter...

það er alveg út úr kortinu lágt, olíukostnaður fyrir mig er um 70kr á kílómeter...

Myndi standa í þessu fyrir 120kr á kílómeter, og það er alveg vel undirboðið...

Menn eru almennt að rukka 180-220kr á kílómeter + vsk fyrir svona...

Author:  Omar_ingi [ Wed 30. Oct 2013 18:34 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Flytjandi myndi flytja þetta fyrir þig held ég allveg fyrir þessar 50þús krónur :/ held að það sé bara standart verð á bílafluttningi hjá þeim :? án þess að ég sé full viss á því,

Tékkaði einhvertímann hvað myndi kosta fyrir mig að flytja bíl frá skagaströnd til ak og það var 50 þús og tékkaði svo á hvað það kostaði að flytja bíl fyrir mig frá RVK til skagastrandar og það var 50 þús, ekki sami kílómeterinn þar á milli

Author:  Angelic0- [ Wed 30. Oct 2013 18:38 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Omar_ingi wrote:
Flytjandi myndi flytja þetta fyrir þig held ég allveg fyrir þessar 50þús krónur :/ held að það sé bara standart verð á bílafluttningi hjá þeim :? án þess að ég sé full viss á því,

Tékkaði einhvertímann hvað myndi kosta fyrir mig að flytja bíl frá skagaströnd til ak og það var 50 þús og tékkaði svo á hvað það kostaði að flytja bíl fyrir mig frá RVK til skagastrandar og það var 50 þús, ekki sami kílómeterinn þar á milli


Finnst það verulega ólíklegt...

Flytjandi vildi flytja vélarlausan Civic frá Akureyri fyrir mig fyrir 165.000kr...

En sakar auðvitað ekki að reyna..

Author:  srr [ Wed 30. Oct 2013 19:45 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Fékk tilboð í flutning á bíl frá Djúpavogi til Reykjavíkur, frá Nesfrakt, fyrr á þessu ári.
Það var 70-75 þúsund kr.

Author:  Angelic0- [ Wed 30. Oct 2013 19:54 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Gleymdi meira að segja að reikna fjarlægðina báðar leiðir :lol:

Annars þá finnst mér 70þ í þínu tilfelli mjög vel sloppið Skúli...

Það eru 600km... 1200km báðar leiðir...

Author:  Aron123 [ Wed 30. Oct 2013 20:26 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

er búinn að finna einn sem vill gera þetta fyrir 50þ eftir helgi.

ég bara þarf bílinn helst í gær, þannig ég ættla skjótast og sækja hann sjálfur á morgun.

er bara engan vegin að nenna keyra þetta á einum degi :argh:

Author:  srr [ Wed 30. Oct 2013 20:31 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Ef þú sækir hann sjálfur frá RVK-Neskaupsstaður-RVK, þá mun það eitt kosta meira í eldsneyti en 50.000 kr.

Author:  rockstone [ Wed 30. Oct 2013 21:16 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

srr wrote:
Ef þú sækir hann sjálfur frá RVK-Neskaupsstaður-RVK, þá mun það eitt kosta meira í eldsneyti en 50.000 kr.


á díesel?

Author:  srr [ Wed 30. Oct 2013 21:48 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

rockstone wrote:
srr wrote:
Ef þú sækir hann sjálfur frá RVK-Neskaupsstaður-RVK, þá mun það eitt kosta meira í eldsneyti en 50.000 kr.


á díesel?

Á bíl sem er að draga bílakerru með bíl ofan á ? Já,,,,

Author:  Dóri- [ Wed 30. Oct 2013 22:58 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

ef bíll eyðir ca 15 á 100km með þetta í eftirdragi og þetta eru 1200km
þá er þetta mjög einfalt 1200x(15/100)= 180lítrar. olían kostar ca 240-250kr þá eru þetta í kring um 45þ kall bara í eldsneyti

Author:  Angelic0- [ Thu 31. Oct 2013 00:55 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Dóri- wrote:
ef bíll eyðir ca 15 á 100km með þetta í eftirdragi og þetta eru 1200km
þá er þetta mjög einfalt 1200x(15/100)= 180lítrar. olían kostar ca 240-250kr þá eru þetta í kring um 45þ kall bara í eldsneyti


Ég geri ráð fyrir 22l/100km í eyðslu, svo hefði maður viljað hafa eitthvað í vasann fyrir vesenið...

Author:  srr [ Thu 31. Oct 2013 03:42 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Dóri- wrote:
ef bíll eyðir ca 15 á 100km með þetta í eftirdragi og þetta eru 1200km
þá er þetta mjög einfalt 1200x(15/100)= 180lítrar. olían kostar ca 240-250kr þá eru þetta í kring um 45þ kall bara í eldsneyti

Neskaupsstaður - Reykjavík er 715 km aðra leið skv vegagerðinni. Það eru 1430 km báðar leiðir.

Author:  Angelic0- [ Thu 31. Oct 2013 03:48 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Eldsneytisverð, 43,blabla% ríkjandi factor þegar að kemur að vísitölu neysluverðs...

Wonder why :?:

Hugsa sér hvað það myndi auðvelda öllum... allt... ef að eldsneytisverð... eða bara álögur á eldsneyti myndi lækka...

Steikt staðreynd ???

Sem dæmi um beinar afleiður af vísitölu neysluverðs, eru afborganirnar af húsinu þínu, bílnum þínum.... leiguverð... o.m.fl. :!:

Author:  Jökull94 [ Thu 31. Oct 2013 22:19 ]
Post subject:  Re: hver getur sótt bíl fyrir pening ?

Voðalega reikniði út háar tölur.. keyra á neskaupstað og til baka á bíl sem eyðir 5,5 á 100km kostar 16.500 kr. (tæplega, bíllinn sem hann er að fara á eyðir minna en 5,5 og bensínlítrinn ódýrari en 250kr)
Svo olía á bimmann til baka, kostar svona 25 þús. þessi keyrsla fyrir hann.


Edit: Miðað við að þetta séu 1200km fram og til baka eins og þið talið um :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/