bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bmw og snjór
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=63490
Page 1 of 2

Author:  -SKG- [ Thu 10. Oct 2013 23:53 ]
Post subject:  Bmw og snjór

Sælir drengir
Ég er búinn að vera með smá dellu síðustu dagana að fara kaupa mér fyrsta Bimmann, já svona rétt fyrir veturinn haha. enn talandi um vetur, ég bý útá landi þar sem snjóar eitthvað að viti og ég hef lengið verið með sú hugsun að það þýtti lítið að vera á afturhjóladrifnum bíl í hálkunni, enn mig langar að fá að heyra reynslusögur af þeim sem hafa puðast gegnum veturinn á Bmw útá landi, þar sem er virkilega ófærð. Er samt ekkert að tala um að bera þá saman við einhvern jeppa, þeir geta ekki verið svo slæmir ef þeir eru vel dekkjaðir og maður keyrir eins og maður.

Author:  rockstone [ Thu 10. Oct 2013 23:55 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

í bænum er þetta allavega ekkert mál ef þú ert góðum dekkjum, hef samt aldrei búið útá landi.

Author:  reynirdavids [ Fri 11. Oct 2013 00:27 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Hef átt nokkrar tegundir af BMW á Akureyri, þar snjóar nú slatta.
Mín reynsla af þessu er að það fínt að keyra þetta í ef þú ert á þokkalegum dekkjum, spólvörnin er snilld á veturnar og réttir bílinn alltaf af sem er mjög þægilegt í beyjum.
Ekki verra en sumir framhjóladrifs bílar að mínu mati. Drífur svipað..

Author:  Danni [ Fri 11. Oct 2013 01:50 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Læst drif gerir líka slatta í snjó. Ég man að ég keyrði á GoKart dag BMW-Krafts í þokkalega miklum snjó árið 2010 eða 2011, á E34 535i lækkuðum en á mjög góðum ónegldum vetrardekkjum og með læst drif. Hann dreif alveg slatta, festist ekki einu sinni. En var heldur ekkert að gönna í massífa skafla, keyrði bara eins og maður.

Author:  eiddz [ Fri 11. Oct 2013 02:14 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Hefur aldrei verið neitt vesen fyrir mig á lækkuðum e30..
Þarf bara að vera með góð dekk og kunna að keyra í snjó/hálku

Author:  Alpina [ Fri 11. Oct 2013 07:36 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

BMW á góðum snjódekkjum,, negld eður ei og LSD ... er ansi drjúgur í snjó,, og vel það

Author:  Zed III [ Fri 11. Oct 2013 09:31 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

fáðu þér bara x5 og þá ertu góður

Author:  BirkirB [ Fri 11. Oct 2013 12:32 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Fer svolítið eftir því hvort bæjarfélagið tími að moka göturnar þegar það kemur einhver snjór. Annars er þetta ekkert öðruvísi en að vera á fwd bíl, góð dekk eru aðalmálið og þá helst nagladekk.

Author:  IvanAnders [ Fri 11. Oct 2013 13:45 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Hvernig BMW ertu að spá í? Margir þeirra eru til 4x4, t.d. E34, E60, E30, E46 og E90

Ef þú færð þér RWD að þá þurfa vetrardekkin að vera GÓÐ!!!! Ekki ágæt.

LSD hjálpar við að drífa í snjó, en getur verið varasamt í hálku!

Author:  thorsteinarg [ Fri 11. Oct 2013 14:20 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Ef LSD hjálpar til, hvernig er þá að vera með soðið ? :alien:

Author:  GunniT [ Fri 11. Oct 2013 18:28 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

hræðilegt

Author:  Steewen [ Sat 12. Oct 2013 09:16 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

thorsteinarg wrote:
Ef LSD hjálpar til, hvernig er þá að vera með soðið ? :alien:


Það er með öllu vonlaust.

Annars hef ég keyrt e38 heilan vetur. Það er í lagi eftir að götur hafa verið mokaðar.

Author:  Angelic0- [ Sat 12. Oct 2013 12:05 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

ASC+T = massive goodshit...

Power transfer yfir í hjólið sem að hefur grip...

ekkert grip = ekkert momentum

Author:  thetta [ Sat 12. Oct 2013 14:31 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

,

Author:  thorsteinarg [ Sat 12. Oct 2013 15:22 ]
Post subject:  Re: Bmw og snjór

Óska eftir dekkjum til sölu ? Kaupa notuð ? Kaupa ný ? Tilhvers að hafa svona lágan prófíl í vetur, efast um að þú fáir vetrardekk í þessum prófíl, og ef þú finnur þá kosta þau FEITT.
http://www.dekkjahollin.is/is/moya/sear ... B%5D=store fann bara 245 stærðina, enn ekki 265.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/