bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6204
Page 1 of 1

Author:  BMW3 [ Thu 27. May 2004 08:17 ]
Post subject:  BMW?

Hvað þýðir BMW er þetta skammstöfun eða hvað???

Author:  bebecar [ Thu 27. May 2004 08:20 ]
Post subject:  Re: BMW?

BMW3 wrote:
Hvað þýðir BMW er þetta skammstöfun eða hvað???


google.com - leit - BMW abbreviation - svarið - Bayerische Motoren Werke - á ensku - Bavarian motor works

BMW, abbreviation of Bayerische Motoren Werke (Bavarian motor works), is a German company and manufacturer of automobiles and motorcycles. In the original German the acronym is pronounced "beh-em-veh". In America, BMW cars have been nicknamed "bimmers" while BMW motorcycles are called "beemers," although the terms are often used interchangeably (and incorrectly, according to some BMW fans). The BMW logo is a circle divided into four quadrants of alternating white and light blue colour. This is a stylised representation of an aircraft propeller. The colors of the logo are those of the flag of Bavaria.


Þú hefðir nú getað leitað sjálfur er það ekki :wink:

Author:  BMW3 [ Thu 27. May 2004 08:34 ]
Post subject: 

ég er ömurlega leiðnlegur í ensku ég kann ekkert í enskunni því miður :(

Author:  Twincam [ Thu 27. May 2004 08:35 ]
Post subject: 

hvað þýðir Bavarian sem maður hefur séð aftan á nokkrum E30 bimmum t.d. ?

Er það bara önnur merking yfir BMW eða er það eitthvað spes útgáfur? :shock:

Author:  iar [ Thu 27. May 2004 08:40 ]
Post subject:  Re: BMW?

bebecar wrote:
The BMW logo is a circle divided into four quadrants of alternating white and light blue colour. This is a stylised representation of an aircraft propeller. The colors of the logo are those of the flag of Bavaria.


Og smá useless knowledge til viðbótar. Ef þið munið ekki hvernig lógóið er litað þá er það Blue Middle White. :biggrin:

Author:  gunnar [ Thu 27. May 2004 19:00 ]
Post subject: 

hehe kúl :)

Author:  Bjarkih [ Thu 27. May 2004 20:25 ]
Post subject: 

Twincam wrote:
hvað þýðir Bavarian sem maður hefur séð aftan á nokkrum E30 bimmum t.d. ?

Er það bara önnur merking yfir BMW eða er það eitthvað spes útgáfur? :shock:


Bavaria er hérað í Þýskalandi, held ég allveg örugglega.

Author:  Þórður Helgason [ Thu 27. May 2004 23:43 ]
Post subject:  BMW

Í gamla daga á Jamaica þýddi það:

Bob Marley and the Wailers.

Hann Bob sagðist ekki aka öðrum bílum en þeim sem væru merktir honum. semsagt BMW. Og hann var góður.

Author:  Chrome [ Fri 28. May 2004 00:22 ]
Post subject:  Re: BMW

Þórður Helgason wrote:
Í gamla daga á Jamaica þýddi það:

Bob Marley and the Wailers.

Hann Bob sagðist ekki aka öðrum bílum en þeim sem væru merktir honum. semsagt BMW. Og hann var góður.

...snilld :biggrin:

Author:  Nökkvi [ Fri 28. May 2004 08:39 ]
Post subject: 

Bavaria er enska fyrir Bayern sem á íslenskur nefnist Bæjaraland. Þetta er stærsta og ríkasta Bundeslandið (héraðið) í Þýskalandi og München er höfuðborgin þar. Í München er BMW með höfuðstöðvar sínar og þar er 4ra dyra þristurinn og Compact bílarnir framleiddir auk þess allar vélar sem eru 6 cyl. eða meira. Í München fer fram mest öll rannsóknar- og þróunarvinna. BMW er síðan með verksmiðjur í Dingolfing, Regensburg og Landshut sem eru ekki langt frá München. BMW Motorsport (BMW M) eru með höfðustöðvar í Garching sem er úthverfi München. Nýlega er búið að opna verksmiðju í Leipzig sem er í gamla Austur-Þýskalandi. Síðan er verksmiðja í Spartanburg í Norður-Karólínu í USA, þar sem X5 og Z4 eru framleiddir ef mig misminnir ekki. Eflaust eru fleiri verksmiðjur til sem ég veit ekki um.

BMW byrjaði sem flugvélahreyflaframleiðandi. Í heimsstyrjöldunum var mikil framleiðsla hjá BMW og er þetta fyrirtæki eitt af þeim sem notuðu gyðinga sem vinnukraft í seinni heimsstyrjöldinni (þrælahald!!!). Eftir seinni heimstyrjöld þá máttu Þjóðverjar ekki framleiða flugvélar þannig að BMW snéri sér eingöngu að bílaframleiðslu. Þeir hafa haldið sig við það síðan og eru bara helv. góðir í því! :D

Author:  Kristjan [ Fri 28. May 2004 13:24 ]
Post subject: 

Nökkvi wrote:
Bavaria er enska fyrir Bayern sem á íslenskur nefnist Bæjaraland. Þetta er stærsta og ríkasta Bundeslandið (héraðið) í Þýskalandi og München er höfuðborgin þar. Í München er BMW með höfuðstöðvar sínar og þar er 4ra dyra þristurinn og Compact bílarnir framleiddir auk þess allar vélar sem eru 6 cyl. eða meira. Í München fer fram mest öll rannsóknar- og þróunarvinna. BMW er síðan með verksmiðjur í Dingolfing, Regensburg og Landshut sem eru ekki langt frá München. BMW Motorsport (BMW M) eru með höfðustöðvar í Garching sem er úthverfi München. Nýlega er búið að opna verksmiðju í Leipzig sem er í gamla Austur-Þýskalandi. Síðan er verksmiðja í Spartanburg í Norður-Karólínu í USA, þar sem X5 og Z4 eru framleiddir ef mig misminnir ekki. Eflaust eru fleiri verksmiðjur til sem ég veit ekki um.

BMW byrjaði sem flugvélahreyflaframleiðandi. Í heimsstyrjöldunum var mikil framleiðsla hjá BMW og er þetta fyrirtæki eitt af þeim sem notuðu gyðinga sem vinnukraft í seinni heimsstyrjöldinni (þrælahald!!!). Eftir seinni heimstyrjöld þá máttu Þjóðverjar ekki framleiða flugvélar þannig að BMW snéri sér eingöngu að bílaframleiðslu. Þeir hafa haldið sig við það síðan og eru bara helv. góðir í því! :D


Má ég byrja á því að hæla þér fyrir hvað þú ert fróður. =D>

Það sem ég undirstrikaði má túlka heldur jákvæðara að mínu mati, var það ekki í Schindlers List þegar fjölmörgum gyðingum var bjargað frá vissum dauða með því að láta þá vinna í verksmiðjum?

Author:  gunnar [ Fri 28. May 2004 18:29 ]
Post subject: 

rosalega gott innlegg hjá þér Nökkvi, BRAVÓ! :)

Author:  Þórður Helgason [ Sat 29. May 2004 23:44 ]
Post subject:  ABC of BMW

Twincam wrote:
hvað þýðir Bavarian sem maður hefur séð aftan á nokkrum E30 bimmum t.d. ?

Er það bara önnur merking yfir BMW eða er það eitthvað spes útgáfur? :shock:


Þeir eru væntanlega fluttir inn notaðir frá USA hreppi.

Þar var Bavaria merkið dálítið notað um tíma og er kannski enn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/