bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Test á Kvartmílubrautinni???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=618
Page 1 of 3

Author:  Propane [ Tue 21. Jan 2003 16:46 ]
Post subject:  Test á Kvartmílubrautinni???

Væri ekki hægt að plögga einhvern dag í sumar upp á Kvartmílubraut, og taka tímann og svoleiðis á bimmunum. Ábyggilega margir sem að væru til í að gera það,

Annars verður einhver að gjöra svo vel að keppa í sumar. :lol:

Author:  bebecar [ Tue 21. Jan 2003 16:48 ]
Post subject: 

Það verður að fá leyfir hjá Kvartmíluklúbbnum og þá er þetta ekkert vandamál (og kannski hjá löggunni líka)....

Ég hef farið þarna (með leyfi) og fengið útrás! Mjög gaman.

Author:  gstuning [ Tue 21. Jan 2003 16:58 ]
Post subject: 

Jú það er sko alveg bókað,

við höldum bara svona BMW spyrnudag,
allir að leika sér það væri geðveikt gaman,

bara að það væri hægt að keyra til baka, það er alveg ómögulegt á lækkuðum bíl, hvað þá að komast þarna,

Svo er Kvartmíluklúbburinn með æfingar að mér skilst á laugardögum þannig að við gætum fengið að kíkja á þeim tíma, sjá þá og þeir sjá okkur

Author:  GHR [ Tue 21. Jan 2003 17:43 ]
Post subject: 

Ég er til!!!
Ég held meira að segja að þeir séu byrjaðir að slétta tilbaka-brautina, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál :)

Verðum við samt ekki að raða bílunum rétt þ.e.a.s. svo M5 sé ekki að keppa við 318 o.s.frv

Author:  sh4rk [ Tue 21. Jan 2003 18:45 ]
Post subject: 

Ég er til!! Langar að vita hvað nýji biminn minn getur :twisted:

Author:  bjahja [ Tue 21. Jan 2003 19:30 ]
Post subject: 

Væri alveg til í þetta

Author:  Djofullinn [ Tue 21. Jan 2003 19:31 ]
Post subject: 

Þetta verður örugglega svakalega gaman!! Ég mæti :)

Author:  hlynurst [ Tue 21. Jan 2003 19:52 ]
Post subject: 

Ég mæti alveg pottþétt! Mig langar helst að sjá hvort að það sé einhver marktækur munur á 325 og 328... auglýsi hér með eftir sjálfboðaliða. :)

Author:  Alpina [ Tue 21. Jan 2003 19:55 ]
Post subject: 

+ 1 og +35 nm

Author:  bjahja [ Tue 21. Jan 2003 20:00 ]
Post subject: 

Mig langar líka til að sjá munin á mínum og 325

Author:  Alpina [ Tue 21. Jan 2003 20:03 ]
Post subject: 

M-50 vs M-52
192/245 170/245


Sv.H.

Author:  Svezel [ Tue 21. Jan 2003 20:31 ]
Post subject: 

Í raun er munurin á X23 og X25 ekki svo mikill, dyno mælingar hafa sýnt að X23 vélarnar eru í raun 182hö með 245Nm tog en X25 er 188hö með 245Nm tog. Munurinn liggur víst aðallega í hámarkshraða, 227kmh móti 233 kmh. Munurinn á X28 og X25 er meiri en 2.8l vélin er 193hö og togar 268Nm, því er 328 að ná 100 kmh á 7.3s en 325 og 323 á 8.0s. Einnig er hámarkshraði 328 236kmh.

Author:  Alpina [ Tue 21. Jan 2003 21:25 ]
Post subject: 

M-52 2.8 togar 280 nm

Author:  Guest [ Tue 21. Jan 2003 21:49 ]
Post subject: 

Mig langar að spyrna við Bebecar eða Kull :twisted: :twisted:

Author:  Raggi M5 [ Tue 21. Jan 2003 21:50 ]
Post subject: 

Gleymdi að loka mig inn þetta var ég :D

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/