bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hr. X - 2013 - farinn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=61733
Page 1 of 2

Author:  bimmer [ Wed 29. May 2013 06:18 ]
Post subject:  Hr. X - 2013 - farinn

Jæja þá er komið að þessu árlega. Ef það er nægur áhugi þá er planið
að Hr. X komi í júlí.

Hann semsagt mætir til að mappa, delimita og hvaðeina sem menn vilja
láta krukka í mótortölvunni. Gríðarlega vinsælt að láta kreista meira
úr dísilbílum :wink:

Dæmi:

- eldsneytis og kveikjumöppun eftir breytingar
- eldsneytis og kveikjumöppun á stock bíl til að auka afl
- hraðatakmarkari fjarlægður
- rev limit hækkað
- launch control (E39 M5)
- full throttle shifting (E39 M5)
- "sport" stilling helst inni þótt drepið sé á bílnum (E39 M5)

Verðið er 500 evrur (*) ef vinnan er undir 4 tímum en ef svo ólíklega vill
til að þetta taki meira þá er hver auka klukkutími á 100 evrur. Það
má geta þess að það er í algjörum undantekningartilfellum sem vinnan
fer yfir 4 tíma og ef það gerist er það venjulega út af því að einhver
bilun er fyrir í bílnum.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

1. Senda póst á rngtoy@rngtoy.com

2. Pósturinn þarf að innihalda nafn og símanúmer eiganda, upplýsingar um
bílinn (tegund, árgerð, vél, breytingar ef einhverjar eru).

3. Ég safna saman lista og sendi á kallinn og hann segir til um hvað er hægt að gera.

Þegar þetta er komið á hreint borga menn staðfestingargjald sem
er 100 evrur og fæst ekki endurgreitt nema að Hr. X mæti ekki.

Þegar menn eru búnir að borga staðfestingargjaldið er hægt að
fara að bóka flug og negla dagsetningar endanlega.

Þannig að ef menn hafa áhuga - sendið póst á rngtoy@rngtoy.com - EKKI EP.

Það hefur verið mikil ánægja með vinnuna hjá karlinum hingað til :wink:

Hér eru nokkrar myndir frá fyrri heimsóknum:

Image

Image

Image

Image


(*) Ath geta verið undantekningar með mjög nýlega & advanced bíla.

Author:  bimmer [ Tue 18. Jun 2013 22:35 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Búinn að senda fyrsta skammt af fyrirspurnum til karlsins, ættum að fá svör fljótlega.

Author:  bimmer [ Sun 30. Jun 2013 19:34 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Nú eiga allir að vera komnir með svör við sínum spurningum.

Ef einhver hefur gleymst, endilega hafið samband.

Author:  ///MR HUNG [ Fri 12. Jul 2013 01:21 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Er komið á hreint hvenar kappinn mætir?

Author:  bimmer [ Fri 12. Jul 2013 01:33 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

///MR HUNG wrote:
Er komið á hreint hvenar kappinn mætir?


Nei því miður, mikið að gera hjá honum þessa dagana!

Gæti dregist fram í ágúst.

Author:  ///MR HUNG [ Fri 12. Jul 2013 01:34 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Það er enn betra :thup:

Author:  bimmer [ Tue 20. Aug 2013 14:23 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Smá update - heimsóknin frestast aðeins, kallinn er rifbeinsbrotinn og þá
má maður víst ekki fljúga mikið :)

Kem með update um leið og ég heyri eitthvað meira frá honum.

Author:  bimmer [ Wed 28. Aug 2013 18:14 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013

Jæja þetta er loksins komið á hreint - kallinn kemur 6. september og verður
líklegast til 10. september. Hann verður aðeins lengur en gert var ráð fyrir í
upphafi þannig að það eru enn laus pláss :wink:

Author:  bimmer [ Thu 12. Sep 2013 18:16 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - Dagsetning komin!

Jæja þetta var góð ferð hjá kallinum - margir ánægðir með tjún :)

Eftirfarandi bílar voru teknir:

E60 545
E60 M5
Range Rover Supercharged
Audi A6 1.8 turbo
Cayenne Turbo
Subaru STI
E46 320D
E46 330xD
997 Turbo

Planið er að hann komi aftur næsta vor.

Author:  Yellow [ Thu 12. Sep 2013 19:03 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn

Hvaða E60 M5 tók hann?

Author:  bimmer [ Thu 12. Sep 2013 19:16 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn

Yellow wrote:
Hvaða E60 M5 tók hann?


Eigandinn segir frá ef hann vill.

Frískaðist vel við þetta :)

E60 545 tók líka mjög vel við tjúni :twisted:

Author:  Yellow [ Thu 12. Sep 2013 19:51 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn

bimmer wrote:
Yellow wrote:
Hvaða E60 M5 tók hann?


Eigandinn segir frá ef hann vill.

Frískaðist vel við þetta :)

E60 545 tók líka mjög vel við tjúni :twisted:



Hver er eigandinn ? :lol:

Author:  slapi [ Thu 12. Sep 2013 20:22 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn

Eigandinn er ekki á kraftinum svo ég viti til.

Author:  Alpina [ Thu 12. Sep 2013 20:25 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn




:lol:

Author:  Yellow [ Thu 12. Sep 2013 20:44 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2013 - farinn

Alpina wrote:
http://www.youtube.com/watch?v=31FYzT5dMxg


:lol:



:lol: :lol2: :rollinglaugh:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/