Ég er ekki búin að gleyma því þegar ég átti M5 bílinn þá lofaði ég mér að eignast einhvern daginn Alpina B10 E34 (þá horfði ég reyndar á Biturbo, en ég sagði samt "bara" B10).
Nú hef ég í nokkur ár fylgst með verðum á þessum bílum og spurning er sú.
Finnst ykkur verðmunurinn yfir í Alpina vera peninganna virði, fær maður mikið betra performance (er bara að tala um B10, ekki Biturbo), maður fær Alpina gæðin, lúkkið og hefðina en má svona bíll vera tvisvar sinnum dýrari en E34 535?
Hér eru nokkur dæmi, en auðvitað er ekki vitað hvert ástand þessara bifreiða er.
1988, ekinn 191 þúsund, 254 hestöfl og vollaussattung.
387 þús í íslenskum
1991, ekinn 161 þúsund, 254 hestöfl og vel búin OG MEÐ ábyrgð!
687 þús í íslenskum
Þeir eru flestir mikið ódýrari, þessi var í hærra meðallagi á
339 þús íslenskar, 1992, módel, ekinn 192 þúsund, 5 gíra og mjög vel búin.
Hvað finnst ykkur - hve heitur er ekta Alpina?