bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

coilovers í E38
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=61349
Page 1 of 2

Author:  Dannii [ Sun 05. May 2013 01:41 ]
Post subject:  coilovers í E38

Get ég verslað þetta á íslandi ? ef svo er þá hvar? hvaða tegund er best, meigið endilega fræða mig um þetta

Author:  LEAR [ Sun 05. May 2013 09:05 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Talaðu við AB varahluti

Author:  Eggert [ Sun 05. May 2013 14:00 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Farðu bara á bimmerforums og sjáðu hvað menn eru að kaupa þar undir sjöurnar sínar... ég myndi seint labba upp að búðarborði hjá AB varahlutum og reikna með að fá flotta lækkun undir sjöuna :lol: maður þarf soldið að rannsaka hvað maður raunverulega vill.

Author:  Dannii [ Sun 05. May 2013 17:25 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Er búinn að vera að rannsaka þetta svolitið og þetta virðist vera að kosta 1500-2800 usd á ebay.
Er ekki eitthver expert hérna sem getur sagt mér hvaða kerfi er best ? hef ekkert vit á þessu :roll:

Author:  Eggert [ Sun 05. May 2013 18:19 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Ég held að ég muni nú seint versla mér kerfi fyrir þetta mikinn pening undir bílinn, en ég hef spáð í því að kaupa mér gormasett til að lækka hann, mun ódýrara... og nú ef demparar fara að leka fljótlega eftir install (sem getur gerst), þá er bara að endurnýja það par (fram- eða aftur.)

Author:  Eggert [ Sun 05. May 2013 18:20 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Image

Þessi er með þetta tiltekna gormasett. Ættum við kannski að splæsa í tvö sett og spara okkur aðeins í shipping?

Author:  Dannii [ Sun 05. May 2013 18:44 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Búinn að vera að skoða það líka eitthvað og það er alls ekkert svo dýrt 250 dollarar og uppúr.
http://www.ebay.com/itm/H-R-95-01-BMW-7 ... ca&vxp=mtr

Væri allveg til í að kaupa 2 svona til að spara kostnað við flutning, en er ekki hægt að kaupa þetta með mismiklum lækkunum ?

Author:  Eggert [ Sun 05. May 2013 18:59 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Jú, það er einmitt mismunandi milli gormasetta hvað þeir lækka mikið. 50mm að framan og 30mm að aftan er ca. það sem ég er að leitast eftir sjálfur. Þetta sem þú linkaðir á af eBay gefur upp 1.3 tommu í lækkun að framan og 0.6 að aftan, eða 33/15, sem mér finnst allt of lítið. Það er ekki óalgengt að menn kaupi sér gorma og svo þegar þeir sjá að bíllinn sest ekki nóg þá er annað gormasett keypt fljótlega til að leiðrétta setuna... = tvöfaldur kostnaður og situr uppi með gorma sem enginn vill. Bara skoða myndir og sjá hvað maður fílar til að finna meðalveginn.
:thup:

Author:  Tasken [ Mon 06. May 2013 18:35 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

ég keypti gorma og dempara saman í setti frá lowtec undir E38 sem ég átti var ódýrt en fínt að keyra á því veit svosem ekki með endingu þar sem ég seldi bílin fljótlega eftir að ég lækkaði hann

Author:  íbbi_ [ Mon 06. May 2013 18:49 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

maður þarf að vanda valið þegar maður stífar þessa bíla,

ekkert coiloverhatur í gangi og ekkert bull, en þessir bílar höndla ekki mjög vel að vera of lágir/stífir í akstri hérna, botnflöturinn á þessu er svo mikill að maður getur lent í furðulegustu aðstæðum með þá sitjandi á maganum, verða svo frekar leiðinlegir mjög stífir,

ég persónulega færi í gorma/dempara heldur en coilovera, gætir jú farið bara beint í rándýra fully adjustable coilovera og stillt þá perfect, en mig grunar að það hafi ekki verið planið, þá eru gormarnir mikið ódýrari til að prufa sig áfram eða skipta um skoðun eftir á

Author:  Dannii [ Mon 06. May 2013 19:01 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

íbbi_ wrote:
maður þarf að vanda valið þegar maður stífar þessa bíla,

ekkert coiloverhatur í gangi og ekkert bull, en þessir bílar höndla ekki mjög vel að vera of lágir/stífir í akstri hérna, botnflöturinn á þessu er svo mikill að maður getur lent í furðulegustu aðstæðum með þá sitjandi á maganum, verða svo frekar leiðinlegir mjög stífir,

ég persónulega færi í gorma/dempara heldur en coilovera, gætir jú farið bara beint í rándýra fully adjustable coilovera og stillt þá perfect, en mig grunar að það hafi ekki verið planið, þá eru gormarnir mikið ódýrari til að prufa sig áfram eða skipta um skoðun eftir á



Já ég hugsa að gormar verði nú fyrir valinu, er að pæla að fá mér 50/30, eða 40/40 er að skoða þetta :thup:

Author:  Vilmar [ Tue 07. May 2013 18:42 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Þegar ég keypti lækkunargorma í minn, þá var sagt big nono við gormum að aftan, nema að taka selfleveling draslið úr sambandi, fer eitthvað rosa illa með demparana eða eitthvað þannig, þannig að ég lækkaði hann bara að framan, og það var big mistake, ég endaði með að leggja honum yfir veturinn og keypti mér annann bíl til að druslast á því þetta var eins og snjóplógur, rakst allstaðar niður og var bara eintóm óhamingja

Author:  Dannii [ Tue 07. May 2013 19:40 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Vilmar wrote:
Þegar ég keypti lækkunargorma í minn, þá var sagt big nono við gormum að aftan, nema að taka selfleveling draslið úr sambandi, fer eitthvað rosa illa með demparana eða eitthvað þannig, þannig að ég lækkaði hann bara að framan, og það var big mistake, ég endaði með að leggja honum yfir veturinn og keypti mér annann bíl til að druslast á því þetta var eins og snjóplógur, rakst allstaðar niður og var bara eintóm óhamingja


Þetta selfleveling er ekki í 740 held ég , það var í 750 hjá mér og mér var eimitt bent á að lækka hann bara að framan en það varð aldrei neitt úr þvi, en planið er að leggja bílnum yfir veturinn hvort sem er.

Author:  Eggert [ Wed 08. May 2013 10:17 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

Dannii wrote:
Vilmar wrote:
Þegar ég keypti lækkunargorma í minn, þá var sagt big nono við gormum að aftan, nema að taka selfleveling draslið úr sambandi, fer eitthvað rosa illa með demparana eða eitthvað þannig, þannig að ég lækkaði hann bara að framan, og það var big mistake, ég endaði með að leggja honum yfir veturinn og keypti mér annann bíl til að druslast á því þetta var eins og snjóplógur, rakst allstaðar niður og var bara eintóm óhamingja


Þetta selfleveling er ekki í 740 held ég , það var í 750 hjá mér og mér var eimitt bent á að lækka hann bara að framan en það varð aldrei neitt úr þvi, en planið er að leggja bílnum yfir veturinn hvort sem er.


SLS fjöðrun var alveg fáanleg í 740i, bara spurning hvort sá aukabúnaður hafi verið valinn á bílinn eða ekki. Minn E38 er sem betur fer laus við það :thup:

Author:  íbbi_ [ Wed 08. May 2013 10:36 ]
Post subject:  Re: coilovers í E38

hún er samt mun sjaldgæfari í 6 og 8 cyl bílunum

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/