bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Titringur eftir að 17" voru settar á..?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=61121
Page 1 of 2

Author:  Softly [ Sun 21. Apr 2013 21:31 ]
Post subject:  Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Vantar smá aðstoð ef einhver vildi vera svo vænn..
Ég var með 15" orginal felgur undir bílnum hjá mér (e36 325i) og ég fór í dekkjahöllina á akureyri og lét ballansera og henda undir bílinn 17" style 24.
Síðan þá hefur bíllin byrjað að hristast þegar ég fer yfir 60km hraða og það frekar mikið (stýrið fer alveg á milljón) þangað til ég bremsa mig niður fyrir 60, þá er allt í góðu, mér finnst þetta koma frá afturdekkjunum.
Ef það skiptir máli þá eru felgurnar breiðari að aftan en framan.
Hann lét aldrei svona á 15" og var bara hrikalega fínn í akstri... þarf að hjólastilla bílinn bara?
Getur þetta orsakast útaf frekar ljótri skemd á einni felguni?

Author:  olinn [ Sun 21. Apr 2013 21:54 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Getur verið að þessi felga sem er með skemmd sé skökk

Author:  srr [ Sun 21. Apr 2013 21:57 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Venjulega sést það í ballansvél þegar felgur eru skakkar,,,,,ættu að hoppa etc.
Gæti líka verið vírslitið dekk eða hopp í dekki.

Author:  Softly [ Sun 21. Apr 2013 22:00 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Þeir allavega minntust ekkert á það við mig að hún væri skökk.
En skemdin var það mikil að dekkið hélt ekki lofti, setti kítti meðfram innaná til að það myndi halda lofti sem það gerir enn og hefur gert alla helgina, eftir helgi verður tjékkað á því hvort það sé hægt að gera við skemdina.
Þannig að öllum líkindum er þetta að orsakast útaf þessari skemmd? því þeir hefðu væntanlega séð ef það hefði verið vírslit eða hopp? :argh:

Author:  Energy [ Mon 22. Apr 2013 01:30 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Ath með hvort hafi myndast "kúla" á dekkið eða bunga, þetta kom hjá mér sérð það greinilega eða finnur

Author:  Ásgeir [ Mon 22. Apr 2013 21:01 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Ef stýrið fer á milljón er eitthvað að gerast að framan að öllum líkindum.

Author:  AronT1 [ Tue 23. Apr 2013 04:55 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Hjólastilling? spindilkúlur? dekkin?

Author:  Angelic0- [ Tue 23. Apr 2013 12:04 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Stýrisendar, wishbone fóðringar....

Kemur ALLT til greina... og þó að það sjáist ekki á fóðringunum, þá geta þær verið orðnar way mjúkar..

Þessvegna á allt að vera POLY :)

Author:  fart [ Tue 23. Apr 2013 15:10 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Ég lenti í því með nýjar E60M5 felgur og glæný Continental dekk að það hristist allt og skalf (aukagangurinn minn)

Þá kom í ljós að eitt dekkið hafði ekki farið 100% rétt á. Þetta var mjög furðulegt því að þeir gátu ekki ballancerað þetta út.. tóku dekkið af og skoðuðu og ekkert var að því, settu felguna í tækið og hún var 100%.

Author:  Raggi M5 [ Tue 23. Apr 2013 15:24 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

þetta er mjög líklegast felgurnar og/eða dekkin, fyrst að hann var fínn á hinum....
Myndi bara láta þá kíkja aftur á felgurnar, þeir hafa kannski ekkert verið að spá í því þá

Author:  Angelic0- [ Tue 23. Apr 2013 17:27 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Yfirleitt er þetta þannig að þú finnur ekkert fyrir svona fóðringasliti með 16" og mjó dekk... svo setur maður 17 eða 18" á breiðum dekkjum (kannski þyngra líka) og þá fer allt til helvítis...

Author:  Vlad [ Thu 25. Apr 2013 21:17 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Gæti ekki verið að það sé búið að renna úr miðjunni á felgunni og þá vantar þig bara plastmiðjuhring til að fylla upp í?

Author:  fart [ Fri 26. Apr 2013 04:31 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Vlad wrote:
Gæti ekki verið að það sé búið að renna úr miðjunni á felgunni og þá vantar þig bara plastmiðjuhring til að fylla upp í?

Góður punktur.

Voru þessar felgur kanski undir E39 síðast?

Author:  Angelic0- [ Fri 26. Apr 2013 23:26 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Ekkert bull Reynir... þetta er bara ónýtt... verður að selja mér þennan E36 billegt...

Author:  Softly [ Sat 27. Apr 2013 14:59 ]
Post subject:  Re: Titringur eftir að 17" voru settar á..?

Angelic0- wrote:
Ekkert bull Reynir... þetta er bara ónýtt... verður að selja mér þennan E36 billegt...


Reddaðu mér pikkup í skiptum :thup:

Og ég veit ekki hvort að felgurnar voru undir e39 seinast og það er engin leið fyrir mig að komast aðþví þar sem fyrv. eigandi er búsettur í öðru landi..
Ég tók skemdu felguna undan (v/m að aftan) og einnig hina afturfelguna og skipti út fyrir aðrar, titringurin minkaði helling en hann er samt ennþá til staðar, Ætli þetta séu þá ekki slitnar fóðringar sem maður fann ekki fyrir þegar bíllin var á 15".
Annars fer felgan í viðgerð á mánudaginn og ég skoða þetta betur þá.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/