bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=61067 |
Page 1 of 1 |
Author: | Zed III [ Fri 19. Apr 2013 09:52 ] |
Post subject: | Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
daginn, hafa menn verið að fara til að láta bæta í svampin í sætunum hjá sér ? Ég er með sportsæti í e39 og sessan bílstjórameginn er farinn að tapa miklum stuðning (bakið er fínt) sem ég væri til í að fá til baka. |
Author: | gardara [ Fri 19. Apr 2013 09:56 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
Já, það ætti að vera lítið mál fyrir vanan bólstrara að bæta í eða skipta svampinum út. |
Author: | Zed III [ Fri 19. Apr 2013 10:35 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
testa þetta, er á leið með sætin í lagfæringu þar sem skipt verður um bút í leðrinu og þau máluð. Það væri upplagt að græja þetta í leiðinni. |
Author: | Joibs [ Fri 19. Apr 2013 14:55 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
það ætti að vera ekkert mál fyrir þá að taka þetta með, því þeir taka hvortið er áklæðið af sætinu til að laga það ![]() |
Author: | Zed III [ Fri 19. Apr 2013 15:03 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
Áklæðið sem þarf að laga er reyndar á bakinu og svampurinn er slappur á sessunni. Anyhow, þá læt ég Dr. Leður um þetta fyrir mig. Hann hefur víst verið að eiga við svampinn líka. ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Fri 19. Apr 2013 17:16 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
Endilega láttu vita hvernig þetta fer. Er í svipuðum pælingum með Z4. |
Author: | Zed III [ Sat 20. Apr 2013 10:09 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
SteiniDJ wrote: Endilega láttu vita hvernig þetta fer. Er í svipuðum pælingum með Z4. Ég á tíma 6 maí. Er sessan í z4 að gefa sig ? Hvað er hún ekin ? |
Author: | Garðar Rafns [ Sat 20. Apr 2013 19:52 ] |
Post subject: | Re: Bólstrun á sessu - endurnýjun á svampinum |
Lét gera þetta hjá mér, setan í bílstjórasætinu var orðin svolítið slöpp hurðarmegin. Hann reddaði þessu hann Óli eða öðru orði Dr LEÐUR, fín vinna og verðlagningin var ásættanleg. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |