SteiniDJ wrote:
Sælir strákar,
Ég keypti einn brúsa af Nano-4-Life "bóni" og pre-cleaner fyrir vinnuna, og prófaði þetta á vinnubílnum, sem er svartur.
Fyrir það fyrsta þá langaði mig að nefna verðið, en 200ml brúsi (sem dugir uþb. á tvær bónferðir yfir bílinn skv. sölumanni) kostaði um 9200 krónur.
Eins og alvöru bónhommi, þá ákvað ég að besta leiðin til að prófa efnið væri að gera 50/50 próf. Á aðra hlið húddsins setti ég Nano4 og á hina Meguiars (sem kostaði 4200 kr eða svo). Málningalímband var sett í miðjuna til að mynda skilrúm.
Mér fannst ég sjá smá mun á því svæði sem að límbandið huldi og því svæði sem að Nano4 var sett á. Smá munur, ekki mikið meira en það. Munurinn á límbandssvæðinu og Meguiars svæðinu (eftir eina umferð) var svakalegur. Grátt vs. kolsvart.
Því næst prófaði ég að hella vatni á húddið til að sjá perlunaráhrifin og hvernig vatnið myndi haldast á lakkinu. Nano4 hliðin myndaði ekki fallegar perlur (beads), heldur voru þær grófar og misstórar. Meguiars hliðin myndaði fallegar perlur sem voru allar mjög svipaðar. Þar fyrir utan gat ég ekki séð mikinn mun á virkni efnanna á vatn. Það flaut burt jafn auðveldlega á báðum hliðum en var leiðinlegt á límbandssvæðinu.
Ég held að það sé rangt að kalla þetta efni bón, en mér sýnist það veita einhverja vörn. Það er erfitt að segja til um hversu mikil vörnin er, en til að byrja með virtist hún ekkert síðri en virkni Meguiars efnisins. Það stóð á Nano4 brúsanum að virkni efnisins myndi hámarkast eftir 24 tíma, og þegar ég prófaði þetta eftir ~48 tíma var perlunin sú sama og virkni efnisins mjög svipuð, en Meguiars var ekki alveg eins góður og hann var í byrjun (samt sem áður ekki slakur).
Leiðbeiningum var fylgt vel eftir, en hefði viljað leyfa Meguiars að þorna lengur áður en ég hreinsaði bónið af lakkinu. Hef oft leyft því að standa í 24 tíma og svo þurrkað það af með mjög góðum afleiðingum.
TL;DR: Nano4 virðist veita vörn, en engan bóngljáa. Borið saman við Meguiars bón sem var í raun nokkuð betra en Nano4 þegar á heildina er litið.
Setjið allt eins og þið viljið á sölumanninn, en hann var afskaplega almennilegur og fínn í samskiptum.
Snillingur
