bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

mótmælum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6070
Page 1 of 3

Author:  Davíð St. [ Mon 17. May 2004 20:35 ]
Post subject:  mótmælum

Jæja ég hef fresta nógu lengi þessu.
Quote:
Mótmælum háu bensín verði !! allir að mæta í mjóddina 21 maí sem eru á bíl! láttu alla sem þú þekkir á bílum vita ! lokum götum og gaman.
Kl 19:30


ég er aðeins milliaðili sem ákvað að dreifa þessu á netið.

Author:  Einsii [ Mon 17. May 2004 20:45 ]
Post subject: 

það er svona líka meiriháttar mikið kominn tími á að íslendingar sýni samstöðu og taki málin í sínar hendur einsog þessar þjóðir í kringum okkur sem við erum altaf að bera okkur við gera... hvaða rugler það að hækka bensínið vekna hækkun dollars ÞAÐ LÆKKAÐI EKKI NEITT ÞEGAR DOLLARINN VAR Í SÖGULEGA LÁGMARKI FYRIR 2 VIKUM !!!!! þetta eru gaurar sem virðast líta á alla íslendinga sem hreina hálfvita og við látum þá komast upp með það!!

Author:  Jss [ Mon 17. May 2004 21:43 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
það er svona líka meiriháttar mikið kominn tími á að íslendingar sýni samstöðu og taki málin í sínar hendur einsog þessar þjóðir í kringum okkur sem við erum altaf að bera okkur við gera... hvaða rugler það að hækka bensínið vekna hækkun dollars ÞAÐ LÆKKAÐI EKKI NEITT ÞEGAR DOLLARINN VAR Í SÖGULEGA LÁGMARKI FYRIR 2 VIKUM !!!!! þetta eru gaurar sem virðast líta á alla íslendinga sem hreina hálfvita og við látum þá komast upp með það!!


Að vísu er heimsmarkaðsverð á olíu í sögulegu hámarki, hefur ekki verið svona hátt í langan tíma. (vildi bara benda á þetta áður en þetta fer í vitleysu ;) ).

Að sjálfsögðu er ég ekki hrifinn af svona hækkunum en "shit happens."

Author:  jonthor [ Mon 17. May 2004 21:45 ]
Post subject: 

Því miður er þetta eins og margt annað. Þetta kemur minnst dollaranum við. Í dag náðu futures með tunnur af olíu hámarki. Olíuverð hefur sem sagt aldrei verið hærra. Þetta er annars vegar afleiðing af "stríðinu" í Írak og hins vegar því að OPEC olíufursataríkin ákváðu að minnka olíuframleiðsluna og þetta tvennt hefur haft þessi áhrif.

Eftirfarandi er því ekkert persónulegt en þetta eru eins og mörg önnur mótmæli gjörsamlega byggð á röngum forsendum. Nema kannski þeim að ríkið tekur 70% af hverjum keyptum lítra. Því væri ég til í að mótmæla hvenær sem er.

Því tek ég engan þátt í slíkum mótmælum. Mótmælum frekar einhverju sem er á forsendum byggt!

Author:  bebecar [ Mon 17. May 2004 23:23 ]
Post subject: 

Hæsta heimsmarkaðsverð síðan núverandi kerfi var tekið upp - 1986...

Dálítið kjánalegt að fara að mótmæla niðrí bæ með því að loka götum :roll:

Munið bara eftir því að drepa á bílunum rétt á meðan þið lokið :lol:

Author:  Haffi [ Mon 17. May 2004 23:25 ]
Post subject: 

iss piss

Author:  BMW3 [ Tue 18. May 2004 00:00 ]
Post subject: 

ég er til í að mótmæla er þetta alveg 100% ?

Author:  Benzari [ Tue 18. May 2004 00:47 ]
Post subject: 

Gengishækkun og/eða hækkun á heimsmarkaðsverði ===== HÆKKUN med det samme hérna heima.


Gengislækkun og/eða lægra verð hjá framleiðanda ===== "Sjáið til við erum enn að selja birgðir sem keyptum fyrir nokkru síðan" blah blah blah


Þetta er það sem pirrar mig mest hjá þessum okrurum :!:

Author:  jonthor [ Tue 18. May 2004 07:32 ]
Post subject: 

Hvað er líterinn kominn í heima. Benzín er ekkert ódýrt t.d. hér í frakklandi, líterinn af 95 er að ganga á svona 1,12-1,25€ eða frá svona 100kr-110kr.

Author:  bebecar [ Tue 18. May 2004 08:24 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Hvað er líterinn kominn í heima. Benzín er ekkert ódýrt t.d. hér í frakklandi, líterinn af 95 er að ganga á svona 1,12-1,25€ eða frá svona 100kr-110kr.


108 krónur með fullri þjónustu (dýrast) 102,5 (án þjónustu, hjá Orkunni)... svo eru einsstaka staðir með 96.80.

Ég held einmitt að bensínverð sé í góðu lagi hér heima miðað við annarsstaðar í evrópu, þó auðvitað sé þetta of hátt.

Author:  Einsii [ Tue 18. May 2004 08:34 ]
Post subject: 

Quote:
...Nema kannski þeim að ríkið tekur 70% af hverjum keyptum lítra. Því væri ég til í að mótmæla hvenær sem er.

Þetta er náttúrulega rugla að skattleggja svona rosalega nauðsinjavöru einsog bensín er fyrir bílaþjóðina íslendinga þeir ættu frekar að reina að kreista þessa peninga útur einhverju sem fólk getur mikið frekar verið án einsog t.d tópaki. það myndi þá kannski lika minnka þennan óþverra og kannski fækka því sem ekki er metið til fjár sem eru dauðsföll vegna þeirra. svo er líka búð að reikna út hvað reikingar íslendinga kosta ríkissjóð og það eru víst einhverjir milljarðar á ári :!:

Author:  bebecar [ Tue 18. May 2004 08:39 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
Quote:
...Nema kannski þeim að ríkið tekur 70% af hverjum keyptum lítra. Því væri ég til í að mótmæla hvenær sem er.

Þetta er náttúrulega rugla að skattleggja svona rosalega nauðsinjavöru einsog bensín er fyrir bílaþjóðina íslendinga þeir ættu frekar að reina að kreista þessa peninga útur einhverju sem fólk getur mikið frekar verið án einsog t.d tópaki. það myndi þá kannski lika minnka þennan óþverra og kannski fækka því sem ekki er metið til fjár sem eru dauðsföll vegna þeirra. svo er líka búð að reikna út hvað reikingar íslendinga kosta ríkissjóð og það eru víst einhverjir milljarðar :!:


Ég skal styðja það - lækka skattheimtuna á bensíninu í 30% og hækka tóBakið um rúm 40%, þá fer pakkinn í 7-800 kall sirka 8)

Author:  gstuning [ Tue 18. May 2004 11:06 ]
Post subject: 

Ódýrrar bensín myndi þíða að bæjarfélög úti á landi myndu ekki eiga svona erfitt uppdráttar með að lifa af,

Ef allt er tekið samann þá borga Bretar mest til að eiga bíl,
Kanar borga fullt í trygginar á ári en ódýrt bensín
Íslendingar borga miðlungs tryggingar með afslættinum en dýrt bensín

Author:  A.H. [ Tue 18. May 2004 17:21 ]
Post subject: 

Þið minnist á tryggingar.
Það var verðsamráð hjá þessum tryggingafélögum í mörg ár og þjóðin blóðmjólkuð!
Samkeppnisstofnun eyddi circa 7 árum í að rannsaka þessi samráð og komst að því að tryggingafélögin væru sek. Málið er að þá voru þessi brot fyrnd :!:
Skattpeningar borguðu 7 ára rannsókn Samkeppnisstofnunar bara til þess að svo sé sagt að allar sakir séu fyrndar. Mér ofbýður þetta :evil:

Author:  BMW3 [ Tue 18. May 2004 17:46 ]
Post subject: 

sko bensínið á íslandi er búið að era dýrast í heiminum í mörg ár og það er komið að því að lækka bensínið niður fyrir 80 kr

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/