bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E90
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=60143
Page 1 of 5

Author:  Oddur P [ Wed 20. Feb 2013 21:02 ]
Post subject:  BMW E90

Góða kvöldið

Hvað geta BMW menn sagt mér um E90 bílinn, þá sérstaklega 320? Eitthvað sem þarf að varast eða eitthvað sem klikkar gjarnan í þeim

Kv Oddur

Author:  Jón Ragnar [ Wed 20. Feb 2013 21:07 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Sleppir að spá í þessu

320i eru afar vondir bílar

Davíð í Eðalbílum hefur pottþétt input á þetta :thup:

Author:  Oddur P [ Wed 20. Feb 2013 21:10 ]
Post subject:  Re: BMW E90

kann að meta hreinskilnina. Hvað er það einna helst sem er svona slæmt?

Author:  SteiniDJ [ Wed 20. Feb 2013 21:15 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Okkar 320i var til friðs allan þann tíma sem við áttum hann (örugglega ~2 ár). Reyndar fór miðstöðvarmótor, en það var allt og sumt og lítil viðgerð í okkar tilfelli.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 20. Feb 2013 21:25 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Oddur P wrote:
kann að meta hreinskilnina. Hvað er það einna helst sem er svona slæmt?



Mótorar eiga víst að vera slæmir

Author:  Alpina [ Wed 20. Feb 2013 21:31 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Jón Ragnar wrote:
Oddur P wrote:
kann að meta hreinskilnina. Hvað er það einna helst sem er svona slæmt?



Mótorar eiga víst að vera slæmir


320 bensin er BARA SLÆMT


taktu 6 cyl,, eða diesel

Author:  Oddur P [ Wed 20. Feb 2013 21:36 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Gildir það sama um E46 320i?

Author:  Alpina [ Wed 20. Feb 2013 21:44 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Oddur P wrote:
Gildir það sama um E46 320i?


Já facelift N44 4cyl

Author:  íbbi_ [ Wed 20. Feb 2013 21:49 ]
Post subject:  Re: BMW E90

blessaður ekki hika við a fá þér svona bíl.


mótorarnir í þessu eru ekki gallalausir, en það eru alveg tl verri mótorar líka, ég myndi ekki hika við að fá mér 320, og er það eiginlega sá bmw sem mig langar raunhæft mest í

Author:  Alpina [ Wed 20. Feb 2013 21:53 ]
Post subject:  Re: BMW E90

íbbi_ wrote:
blessaður ekki hika við a fá þér svona bíl.


mótorarnir í þessu eru ekki gallalausir, en það eru alveg tl verri mótorar líka, ég myndi ekki hika við að fá mér 320, og er það eiginlega sá bmw sem mig langar raunhæft mest í


Hefurðu kynnt þér bilanasöguna :shock: :shock: :shock:

Author:  Oddur P [ Wed 20. Feb 2013 21:53 ]
Post subject:  Re: BMW E90

hverjir eru þessir helstu gallar? Ég geri mér grein fyrir að þetta eru ekki öflugir mótorar en er þetta með vesen?

Author:  Alpina [ Wed 20. Feb 2013 22:05 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Oddur P wrote:
hverjir eru þessir helstu gallar? Ég geri mér grein fyrir að þetta eru ekki öflugir mótorar en er þetta með vesen?



Talaðu við Eðalbíla,, þeir eru búnir að vera MIKIÐ með svona bíla,, það stendur einn E46 inni á gólfi hjá þeim núna,, kapútt,, getur séð þetta með eigin augum

Author:  íbbi_ [ Wed 20. Feb 2013 22:12 ]
Post subject:  Re: BMW E90

valvetronic. olíuleki og flr.

ég á sjálfur 318 sem er með n42b20, sem er að mér skylst ansi líkur mótor. ég var allavega varaður við honum eins og ég hef heyrt með E90 bílana,

ég hafði heyrt að valvetronic væri alltaf með ves, það dæmi bara hreinlega þekki ég ekki, ég heyrði að þeir migu olíu, minn lekur, en alls ekki miklu, og hefur aldrei skilið eftir sig poll neinstaðar, en það er smit til staðar. afskaplega hvimleitt á ekki eldri bíl.

ég hafði heyrt að O hringir í vacumdælu færu og þá færi að koma olíulykt inn um miðstöðina, ég hélt að ég væri að lenda í þessu, en sá svo að það var ventlalokspakning,

ég er nú þannig að ég ég sé bara lítinn 4cyl garm ekki sem mikið ógnvald, þó hann geti svo sannarlega verið það fyrir mann sem þarf að kaupa alla þjónustu, en ég verð reyndar að viðurkenna að eftir að ég hafði orðið haldbæra eigin reynslu af 320D þá sá ég að lítill 4cyl banger getur alveg verið dauðinn sjálfur að eiga, ég á einmitt 4cyl bensín af því að ég er orðinn afhuga diesel bílunum eftir vægast sagt ömurlega reynslu af þeim, eins skemmtilegir og þeir eru


en ég hef hiklaust keypt mér 7 línu bíla í gegnum tíðina þrátt fyrir að hafa eflaust aldrie heyrt jafn slæmt umtal um neina bíla. vá hvað minn bílaferill hefði verið fátækari ef ég hefði nú hlustað á þær ráðleggingar.

ég hef ekki átt E90 320 bíl sjálfur, en ég hafði svoleðis til afnota í smá tíma. það var svona bíll í "famelíuni" og vinir og félagi minn átti svona bíl. og enginn af þeim var með neitt vesen,

ég er samt ekki að segja að þessar sögur séu ekki sannar, alls ekki, en ég veit að ég er búinn að gera upp við mig að ég er til í að taka áhættuna, langar gríðarlega í svona bíl

Author:  SteiniDJ [ Wed 20. Feb 2013 22:22 ]
Post subject:  Re: BMW E90

Held einmitt að E90 sé nokkuð meinlaust m.v. margt annað úr BMW flórunni. :lol:

Author:  Alpina [ Wed 20. Feb 2013 22:24 ]
Post subject:  Re: BMW E90

SteiniDJ wrote:
Held einmitt að E90 sé nokkuð meinlaust m.v. margt annað úr BMW flórunni. :lol:


E90 320bensin,, er bara einn E90 möguleiki,,,

hinir eru eflaust stórfínir

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/