bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Fyrstu kynni BF Goodrich G-Force https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6000 |
Page 1 of 1 |
Author: | joipalli [ Thu 13. May 2004 03:21 ] |
Post subject: | Fyrstu kynni BF Goodrich G-Force |
Halló, kæru meðlimir Ég sló til og kíkti í dekkjalagerinn í dag, þar sem ég var orðinn leiður á dekkjunum að framan, sem voru komin niður í slitrákirnar. Ég verslaði mér einn gang af G-Force 205/50 16" sem kostuðu alls 45.000kr með umfelgun ![]() ![]() Dekkið var á 9.800 stykkið! Ég hugsaði fyrst með mér, hvaða drasl er ég nú að kaupa? Þessu var skellt undir Fiatinn sem mun rífa í sig framdekkin. ![]() Svo var haldið útí umferðina og ég er mjög ánægður með kaupin! Eins og venja er á Íslandi, þá gat ég prófað dekkin í öllum aðstæðum á einum degi. Grip í bleytu finnst mér vera betra en á P-Zero dekkjunum þegar tekið var á því í hringtorgi. Þau eru hljóðlát á 110 km/klst og bíllinn er mýkri í aksti en áður, sem ég er bara nokkuð sáttur við. Á morgun verður svo prófað í upptöku og bremsun á þurru malbiki. ![]() En ég er ekki búin að prófa þau útí yrstu æsar í öllum aðstæðum, einungis tekið "smá" á því. Yfir heildina litið: Þá er ég fyllilega sáttur, ódýr dekk en þó að skila sínu. Hljóðlát, mjúk, fínt grip í bleytu og þurru. Dekkin munu eflaust lifa stuttu en litríku lífi hjá mér! ![]() Hlakka til að fara keyra á morgun! ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 13. May 2004 08:22 ] |
Post subject: | |
Ég er búin að heyra að margir hafi gert verulega góð kaup í gegnum Tyrerack og Shop USA, þú hefur ekki athugað það? |
Author: | gstuning [ Thu 13. May 2004 08:31 ] |
Post subject: | |
9.800Krónur fyrir G-FORCE dekk??? Valin bestur dekk 2002 eða 2001, Þú hlýtur að vera að tala um G-profiler dekkin http://www.tirerack.com/tires/bfg/bfg.jsp Bentu mér hérna á hvaða dekk þú ert með |
Author: | Kull [ Thu 13. May 2004 08:59 ] |
Post subject: | |
Þessi dekk eru alveg ný lína og heita G-force Profiler. Heita sjálfsagt eitthvað annað í USA ef þau eru til sölu þar. |
Author: | joipalli [ Thu 13. May 2004 13:52 ] |
Post subject: | |
Quote: Bentu mér hérna á hvaða dekk þú ert með Dekkin sem ég keypti eru ekki á þessari síðu. ![]() Quote: Ég er búin að heyra að margir hafi gert verulega góð kaup í gegnum Tyrerack og Shop USA, þú hefur ekki athugað það? Ég er reyndar búinn að fylgjast með ebay í mjög langan tíma, sá ekkert sem ég vildi festa kaup á. Einnig var ég að spá að kaupa í gegnum Reifen.de, en í gær þá langaði mig bara í ný dekk. Með hjálp shopusa.is, þá hefðu sambærileg dekk verið komin hingað á um 50.000-60.000. Allt er reiknað útfrá 205-50 16" dekkjum. Dekkin sem mig langar í eru Pirelli PZero Nero en þau eru hingað komin á 75.000 kr. Budgetið var ekki að leyfa það í gær ![]() Quote: 9.800Krónur fyrir G-FORCE dekk???
Valin bestur dekk 2002 eða 2001, Þú hlýtur að vera að tala um G-profiler dekkin Gaurinn var reyndar líka undrandi á verðinu, því G-Force dekkin eru dýrari en Profiler G týpan sem þeir voru með í fyrra. Sambærileg dekk 16" dekk af G-Force (td. 225/50 16") voru öll nokkrum þúsundköllum dýrari. |
Author: | Bjarki [ Thu 13. May 2004 23:40 ] |
Post subject: | |
Ég verslaði mér gang af 235/45R17 fyrir 16.200 ISK í Þýskalandi í seinustu viku og innifalið í verðinu var sendingarkostnaður innan Þýskalands! Dekkin heita að sjálfsögðu eitthvað "NoName" en eru með öllum þeim stimplum sem lög gera ráð fyrir í Þýskalandi. Þetta var bara svo ódýrt að ég varð að prófa! |
Author: | ///Matti [ Fri 14. May 2004 18:44 ] |
Post subject: | |
Þú hefðir geta fengið stykkið á 8990 í Nesdekk.Það er næstum frí umfelgun ![]() |
Author: | joipalli [ Sat 15. May 2004 00:45 ] |
Post subject: | |
Ég veit það núna ![]() ![]() Ég get alveg mælt með þessum dekkjum, búinn að keyra meira á þeim og bara ánægður með kaupin. ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |