bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

eyðsla ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=5973
Page 1 of 2

Author:  spandex [ Wed 12. May 2004 00:20 ]
Post subject:  eyðsla ?

Hef ekki mikið vit af bmw bílum en mig langaði að vita hvort 1991 BMW 318 eyði miklu ?

Author:  Wolf [ Wed 12. May 2004 00:27 ]
Post subject:  .

Ef hann er beinskiptur, og í þokkalegu lagi, myndi ég gera ráð fyrir ca 9-10/l á hundraðið innanbæjar, miðað við nokk eðlilegan akstur. Annars fer svona bíll með ca 7 l á 100km í langkeyrslu.

Author:  spandex [ Wed 12. May 2004 00:30 ]
Post subject: 

ok takk ;)

Author:  Benzari [ Wed 12. May 2004 00:33 ]
Post subject: 

Sé að Wolf breytti svarinu aðeins enda 9L innanbæjar frekar hæpið á 13.ára vel útúrnauðguðum bimma.

Segi 10-11 bara svona til að vera með (opið 24/7 í Lágmúla og nokkrum öðrum stöðum)

Author:  Haffi [ Wed 12. May 2004 00:36 ]
Post subject: 

á mínum E30 318 '89 með m40 mótornum er ég að fara með 10.1-11 lítra innanbæjar allt eftir akstri.

Author:  Heizzi [ Wed 12. May 2004 00:37 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
Sé að Wolf breytti svarinu aðeins enda 9L innanbæjar frekar hæpið á 13.ára vel útúrnauðguðum bimma.

Segi 10-11 bara svona til að vera með (opið 24/7 í Lágmúla og nokkrum öðrum stöðum)


bíddu bíddu, ég ætla að sækja trommusettið -- BARÚMTISSHHJJJ :!: :lol:

Author:  Wolf [ Wed 12. May 2004 00:40 ]
Post subject:  .

He he, já ég ákvað að gefa aðeins meira svigrúm í svari mínu, en ég sagði nú líka "í þokkalegu lagi" Annars eyddi minn 1990 318 ca 9 hjá mér, og vinur minn á mjög gott eintak af 318i "89 sem er að fara með ca 9 lítra/100km innanbæjar, þannig að ég tel þetta nú vera sæmilega raunhæft miðað við þokkalegan bíl :wink:

Author:  vallio [ Wed 12. May 2004 02:38 ]
Post subject: 

til að vera með.... *ATH, ég er þreyttur svo SORRY :D *


ég tek nú bara benzín þegar bíllinn minn er að verða bensínlaus...hehehe

annars er minn 318is árg ´94 að fara með svona 9 - 12 á hundraði.... svo náttlega ekkert mál að láta hann fara með meira :wink:

Author:  gstuning [ Wed 12. May 2004 08:05 ]
Post subject: 

E30 M3 mótor, lágt drif samt = 11-13 þegar vélin var góð, annars 14-15

Langkeyrsla fór eitt sinn best í 9,2
10 í blæjunni,
gæti náð niður í 8 eitthvað með öðru hlutfalli og stöðugum 100kmh akstri

Author:  arnib [ Wed 12. May 2004 11:08 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
E30 M3 mótor, lágt drif samt = 11-13 þegar vélin var góð, annars 14-15

Langkeyrsla fór eitt sinn best í 9,2
10 í blæjunni,
gæti náð niður í 8 eitthvað með öðru hlutfalli og stöðugum 100kmh akstri


Og þetta er auðvitað E36 M3 mótor :)

Author:  gstuning [ Wed 12. May 2004 12:10 ]
Post subject: 

arnib wrote:
gstuning wrote:
E30 M3 mótor, lágt drif samt = 11-13 þegar vélin var góð, annars 14-15

Langkeyrsla fór eitt sinn best í 9,2
10 í blæjunni,
gæti náð niður í 8 eitthvað með öðru hlutfalli og stöðugum 100kmh akstri


Og þetta er auðvitað E36 M3 mótor :)


Auðvitað nothing but the best
;)

Author:  gunnar [ Wed 12. May 2004 12:24 ]
Post subject: 

minn E36 320i er að fara með svona 11-12 innanbæjar

Author:  jonthor [ Wed 12. May 2004 12:36 ]
Post subject: 

Minn var steady 12 innanbæjar á íslandi. Núna tekst mér ekki einu sinni að koma honum í 10. Meðaltankur hjá mér er yfirleitt um 9

Author:  BMW3 [ Wed 12. May 2004 15:18 ]
Post subject: 

minn 320 e36 body 97 árgerð er að fara með í rólegri keyrslu um sirka 10 lítra á hundraðið en þegar maður er aðeins að flýta sér þá fer mað með sirka 12-13 á hundraðið en ég vaie ekki hvað hann er að eyða í langtímakeyrslu.

Author:  XenzeR [ Wed 12. May 2004 16:52 ]
Post subject: 

ég er með einn 318 1991 og það er mjög misjafnt hvað hann eiðir, ef ég keyri hann eins og kelling þá er hann að eiða svona 8/100 en svona meðal eiðslan er 10-13/100.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/