bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=59660
Page 1 of 1

Author:  DanielSkals [ Fri 18. Jan 2013 23:54 ]
Post subject:  Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

Sælt veri fólkið.

Ég ákvað nýlega að það væri löngu kominn tími á að prófa að eiga bmw og keypti mér '99 árgerð af 540. Ég er ekki frá því að mér líki bara mjög vel við þennan bíl enda hef ég alltaf verið með svolítið hrifinn af bmw. Bíllinn er þó aðeins að stríða mér og er ég því með nokkrar spurningar sem mér gengur erfiðlega að googla mig út úr.

1. Er hægt að bilanagreina þessa bíla án tölvu?

2. Ég á obd2 bluetooth kubb sem ég hef notað fyrir aðra bíla. Ég keypti millistykki svo ég get tengt hann í 20 pinna tengið frammi í húddi en það kemur ekki einu sinni ljós á kubbinn. Inni í bíl er annað tengi, hvorki staðlað obd2 né 20 pinna en ég hef ekki fundið millistykki í það. Hefur einhver reynslu af þessu? Hvað er það besta í stöðunni?

3. Passar skipting úr B10 V8 í 540 af sömu árgerð? Mig vantaði stöðurofa á skiptinguna í bílnum mínum og bauðst heil skipting á góðu verði. Stöðurofinn er kominn í bílinn en nú velti ég fyrir mér hvort ég eigi að geyma skiptinguna sem backup. Ég hef lítið sem ekkert vit á sjálfskiptingum.

Ég veit að TB og Eðalbílar eru frægir fyrir að vera liðlegir við að redda mönnum með tölvulestur en mig langar bara að geta gert þetta sjálfur.

Author:  íbbi_ [ Sat 19. Jan 2013 01:42 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

marborgar sig að láta lesa hann í proper bmw tölvu, hef alveg rekið mig á það nokkrum sinnum

skiptingin ætti að passa vandræðalaust í bílin,held að það sé annað ventlaboddy,converter og önnur hlutföll
en ég veit ekki hvernig það er með rafkerfið í kringum hana, veit ekki hvort breytingarnar eru eingöngu hugbúnaðarlegar eða hvort það er einhver breyting á loominu sjálfu og flr, alpinan er svo með skiptihnappa í stýrinu,

Author:  x5power [ Sat 19. Jan 2013 02:26 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

skiptingin verður að vera af sömu tegund og er í bílnum!
það er plata á hliðinni á henni sem segir til um tegund!

Author:  íbbi_ [ Sat 19. Jan 2013 21:46 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

þetta er breyttur ZF 24

Author:  Alpina [ Sat 19. Jan 2013 21:48 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

íbbi_ wrote:
þetta er breyttur ZF 24


Ég er ekki alveg kunnugur þessum skiptingum,, en er það ekki bara software sem er breytt,, þeas B10

Author:  íbbi_ [ Sat 19. Jan 2013 22:51 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

ég las að það væru ventlaboddy/converter/hlutföll +rafmagnið

það eru sömu svör og ég fæ um mína skiptingu(19)

Author:  Eggert [ Sun 20. Jan 2013 01:12 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

íbbi_ wrote:
ég las að það væru ventlaboddy/converter/hlutföll +rafmagnið

það eru sömu svör og ég fæ um mína skiptingu(19)


er þetta ekki bara reverse drum sem er farin hjá þér Ívar?

Author:  íbbi_ [ Sun 20. Jan 2013 11:48 ]
Post subject:  Re: Nýr bmw eigandi. Nokkrar spurningar.

nokkrir hlutir sem koma til greina, þarf alltaf að opna hana til að komast af því

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/