bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gumball - Á ofsahraða um Evrópu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=5952 |
Page 1 of 2 |
Author: | Jss [ Mon 10. May 2004 23:55 ] |
Post subject: | Gumball - Á ofsahraða um Evrópu |
Frétt á mbl.is mbl.is wrote: Lögregla á Spáni gómaði um helgina fimm milljarðamæringa þegar þeir óku sportbílum sínum á yfir 200 km hraða á þjóðvegum Katalóníu. Mennirnir voru að taka þátt í svonefndum Gum Ball 3000, árlegum ólöglegum kappakstri ríkra bílaáhugamanna.
Meðal þátttakenda í ár eru bandaríski leikarinn Adrien Brody, breska fyrirsætan Jodie Kidd, söngvarinn Jamiroquai og frændi kóngsins í Sádi-Arabíu. Ökumennirnir fimm, sem voru handteknir vegna ofsaakstursins eru sagðir vera frá Bretlandi, Kanada og Belgíu og á aldrinum 30 til 50 ára. Lögregla segir að einn þeirra hafi ekið á milli bæjanna Sagunto og Cambrils, 210 km leið, á 50 mínútum, sem þýðir að meðalhraðinn hefur verið 252 km á klukkustund. Lögregla í Frakklandi hafði varað kollega sína á Spáni við því að yfir 160 aflmiklir sportbílar væru á leiðinni til landsins en keppnin hófst 5. maí í París. Lögregla í Bordeaux héraði í Frakklandi sektaði nokkra ökumenn fyrir ofsaakstur á laugardag. Algengustu bílategundirnar í keppninni eru Lamborghini, Ferrari, Bentley, Mercedes, Ford Mustang, Porsche, Chevrolet Camaro, Maserati og BMW. Að sögn spænska blaðsins La Vanguardia fóru ökumennirnir frá París til Madrídar til að heilsa upp á knattspyrnumanninn David Beckham, brenndu síðan til Costa del Sol og skruppu þaðan yfir til Casablanca og Marrakech þar sem þeir nutu gestrisni Mohammeds VI Marokkókonungs. Í bakaleiðinni ætla þeir að koma við í Cannes þar sem kvikmyndahátíðin er að hefjast en keppninni lýkur á föstudag. Á síðasta ári fór Gum Ball 3000 fram í Bandaríkjunum. Þá var áætlað að samanlagðar sektir sem þátttakendur þurftu að greiða, hafi numið jafnvirði tæpra tveggja milljóna króna. |
Author: | Ibzen [ Tue 11. May 2004 00:11 ] |
Post subject: | |
Hehe... afhverju er ég ekki milli... ![]() Snilldarkeppni... vona bara að enginn slasist ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 11. May 2004 00:15 ] |
Post subject: | |
Myndi nú ekki kalla þetta snilldar keppni, þeir væru í feiiiiitum vandræðum ef þeir myndi tjóna eitthvað líð ![]() |
Author: | Ibzen [ Tue 11. May 2004 00:24 ] |
Post subject: | |
Reyndar... en ef að ekkert kemur fyrir þá er þetta eflaust mjög gaman. En eins og ég sagði vona bara að enginn slasist eða skemmi flotta bílinn sinn... |
Author: | Heizzi [ Tue 11. May 2004 00:55 ] |
Post subject: | |
það er bara töff að geta leyft sér þetta |
Author: | bjahja [ Tue 11. May 2004 02:47 ] |
Post subject: | |
Sjiiii......... Jay kay, söngvari Jamiroquai var einmitt að fá sér svartann Enzo. Hann á geðveika bíla ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 11. May 2004 08:17 ] |
Post subject: | |
Mér hefur alltaf litist vel á þessa keppni - "stóri bróðir" fær koss beint á "linsuna" og það er bara svalt. Sá einmitt þessa Jodie Kidd í gær í Top Gear videó, ansi töff gella og hún kann að keyra ![]() Þetta lið er að vinna mikið verk fyrir okkur bílaáhugamenn þar sem allstaðar er þjarmað að akstursáhugamönnum, í öllum löndun með lækkandi hraða, fleiri hraðamyndavélum, hraðahindrunum. Munið, við erum vakandi ökumennirnir ![]() ![]() Fyrir 50 árum var kappakstur haldin á lokuðum götum og hver sem gat borgað innritunargjaldið gat tekið þátt á eigin ábyrgð, í dag eru allir svo hræddir. NO guts NO glory! |
Author: | gstuning [ Tue 11. May 2004 08:18 ] |
Post subject: | |
Hvað haldiði að við séum að fara gera á bílunum okkar á næsta ári,, Allir að skipta um drif til að geta cruisað á 200kmh í 4000rpm ![]() |
Author: | benzboy [ Tue 11. May 2004 10:08 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: Hvað haldiði að við séum að fara gera á bílunum okkar á næsta ári,,
Allir að skipta um drif til að geta cruisað á 200kmh í 4000rpm ![]() Hva geturðu það ekki núna ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 11. May 2004 12:11 ] |
Post subject: | |
benzboy wrote: gstuning wrote: Hvað haldiði að við séum að fara gera á bílunum okkar á næsta ári,, Allir að skipta um drif til að geta cruisað á 200kmh í 4000rpm ![]() Hva geturðu það ekki núna ![]() Hmm, slær út í 7200 á 210kmh eftir um 22sek getur einhvern hér sagt það ![]() |
Author: | Kristjan [ Tue 11. May 2004 13:55 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Mér hefur alltaf litist vel á þessa keppni - "stóri bróðir" fær koss beint á "linsuna" og það er bara svalt.
Sá einmitt þessa Jodie Kidd í gær í Top Gear videó, ansi töff gella og hún kann að keyra ![]() Þetta lið er að vinna mikið verk fyrir okkur bílaáhugamenn þar sem allstaðar er þjarmað að akstursáhugamönnum, í öllum löndun með lækkandi hraða, fleiri hraðamyndavélum, hraðahindrunum. Munið, við erum vakandi ökumennirnir ![]() ![]() Fyrir 50 árum var kappakstur haldin á lokuðum götum og hver sem gat borgað innritunargjaldið gat tekið þátt á eigin ábyrgð, í dag eru allir svo hræddir. NO guts NO glory! bebecar: ég tek svo sannarlega undir þetta með þér. Hér á Íslandi er lítið rúm fyrir hraðakstur nema ömurlegar aðstæður. Ég er ennþá bíðandi eftir að tryggingafélögin taki sig til og láti byggja keppnisbraut sem verður nýtileg fyrir ökunema. Gumball 3000: The Movie verður sýnd á bíladögum 2004 í nýjabíó. Þeir í bmwkrafti sem fara norður eru kvattir til að mæta. Frítt inn. |
Author: | bebecar [ Tue 11. May 2004 14:04 ] |
Post subject: | |
Það hlýtur að vera hægt að fá þessa mynd sýnda hér í bænum líka - yrði örugglega vel mætt. |
Author: | Jss [ Tue 11. May 2004 14:14 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Það hlýtur að vera hægt að fá þessa mynd sýnda hér í bænum líka - yrði örugglega vel mætt.
Ég var einmitt að horfa á hana í gærkveldi, mjöög gaman. ![]() |
Author: | Leikmaður [ Tue 11. May 2004 16:48 ] |
Post subject: | |
..Enn fleiri myndir af Gumball bílunum í ár ------} http://membres.lycos.fr/kleescbastia/gumball3000/ |
Author: | HelgiPalli [ Tue 11. May 2004 17:26 ] |
Post subject: | |
Einn þeirra sem var tekinn þarna á Spáni keyrir m.a. breyttan 996 GT2, var handtekinn 12 sinnum í fyrra fyrir hraðakstur og er að fara að fá í hendurnar nýjan Carrera GT ![]() Og menn segja að þótt þeir hafi verið teknir á 250km/h, þá hafi sú tala bara verið það hæsta sem radarinn komst í. Ég á video frá gaurnum á GT2inum frá því í fyrra, og þar fer hann oftar en einusinni í 330km/h+ á mæli. Keppnin í ár fór samt í algeran skít - Enzo klesstur, 360 Spyder klesstur, 650hp Escort Cosworth í hakki, Viper klesstur, Murcielago keyrði aftan á traktor, o.fl. Og mörg af þessum slysum má víst rekja til þess að lögreglan í Marokkó fékk fyrirmæli um að skipta sér ekkert af mönnum vegna hraðaksturs = fullt af fólki sem á meira af peningum en viti að keyra eins og fávitar á 200-300km/h innan um venjulega umferð.. Og hér er 75mb vídjó - ekki mikið aksjon, en fullt af bílum samt: http://www.passion-gt.com/video/GumBall ... sionGT.mpg Óbeislaður hedónismi af bestu gerð ![]() Hér er svo smá before&after síðan um helgina: ![]() ![]() Ljótt að sjá þetta. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |