bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Myndagetraun nr. 1 - Rétt svör og úrslit!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=592
Page 1 of 1

Author:  iar [ Sun 19. Jan 2003 13:54 ]
Post subject:  Myndagetraun nr. 1 - Rétt svör og úrslit!

Sælir félagar.

Jæja. Þá er komið að stóru stundinni! ;-)

Nú koma rétt svör við myndagetraun nr. 1. Innsend svör koma svo neðst.

Sigurverari í þetta skiptið verður að teljast Daníel/Djofullinn sem kom með rétt svör aðeins nokkrum mínútum eftir að ég póstaði getrauninni.

Mynd 1:
Image
BMW sjöa E65, árgerð 2002

Mynd 2:
Image
BMW Isetta árgerð 1955

Mynd 3:
Image
BMW M5 E34 (nánar tiltekið bíllinn hans Bebecars) :lol:

Mynd 4:
Image
BMW Z4

Og svörin sem bárust voru eftirfarandi í þeirri röð sem þau bárust:

Daníel/Djöfullinn (12.01.2003 22:43)
1. 745i E65
2. Isetta
3. M5 E34
4. Z4


Bebecar (12.01.2003 22:59)
1. X5
2. Isetta
3. M5 E34
4. Z4


Sæmi (13.01.2003 00:57)
1. miðstokkurinn E65 (nýju 7-línunni)
2. BMW Isetta
3. E34 M5
4. Z4


Gstuning (13.01.2003 02:15)
1. 7 series nýjasti
2. Isetta
3. M5 E34
4. Z4


Gunni (15.01.2003 14:46)
1. er af mælaborðinu í nýju 7-línunni
2. bmw isetta, ansi hressu fyrirbæri
3. bmw m5 e34
4. bmw z4


Þórður Helgason (15.01.2003 22:23)
1. Miðstöðvarstilling fyrir aftursæti í einhverjum BMW 700 límmanum
2. BMW Isetta 300 árg 1957, FRAMhurðin
3. Vinstri afturhurð á 735 árg 1996
4. Vinstri púströr á BMW turbo project bíl á Bílasýningunni í Frankfurt 1972


Svezel (16.01.2003 09:24)
1. Nýja sjöan, E65
2. BMW Isetta smábíllinn
3. E34 M5
4. BMW Z4


Þá er það komið. Ég er að verða tilbúinn með næstu getraun og kem með hana fljótlega. Nokkrir af ykkur sem sendu inn nefndu að getraunin mætti vera erfiðari og það er aldrei að vita nema hún verði það. :twisted: Annars er það alltaf afstætt svosem...

Takk kærlega fyrir þáttökuna!

Author:  saemi [ Sun 19. Jan 2003 14:40 ]
Post subject: 

Frábært... hlakka til að senda inn í næstu :)

Sæmi

Author:  Gunni [ Sun 19. Jan 2003 16:59 ]
Post subject: 

jám mig líka. þetta er magnað :)

Author:  gstuning [ Sun 19. Jan 2003 17:52 ]
Post subject: 

Fínt að hafa rétt fyrir sér, þótt ég hafi ekki alveg sagt 745i E65, eða ´55 Isetta,

Ég leitaði ekki eftir svörunum , hugsaði mig bara um og fannst þetta veru réttustu svörin,

Isettan var augljós, E65 bíllinn var svona annað hvort það eða E39, en var nokkuð viss um að það væri E65,

M5 inn var líka augljós,

Svo Z4, það var annaðhvort það eða Z9 Diesel spotarinn, mér datt frekar að iar myndi velja Z4 yfir Z9 í myndina,

Author:  bebecar [ Sun 19. Jan 2003 18:11 ]
Post subject: 

Mér fannst M5 - inn nokkuð augljós líka, en þótt furðulegt megi vera þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri mynd af mínum (fannst felgan eitthvað voðaleg fín á myndinni)

Maður ætti nú að þekkja eigin bíl!!! :lol:

Author:  iar [ Sun 19. Jan 2003 19:04 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Fínt að hafa rétt fyrir sér, þótt ég hafi ekki alveg sagt 745i E65, eða ´55 Isetta,

Ég leitaði ekki eftir svörunum , hugsaði mig bara um og fannst þetta veru réttustu svörin,


Það er ekki alveg málið að hafa þetta 100% rétt upp á árgerð eða nákvæma týpu. Til dæmis ku myndin af E65 bílnum vera af 735iL en ég geri ráð fyrir að þetta sé svipað í flestöllum E65 bílum. :-)

Það voru flestir með allt rétt svo ég lét bara tímann ráða, þ.e. sá fyrsti sem sendi inn rétt svör.

gstuning wrote:
Svo Z4, það var annaðhvort það eða Z9 Diesel spotarinn, mér datt frekar að iar myndi velja Z4 yfir Z9 í myndina,


Áhugavert. Og hárrétt hjá þér! :-)

Author:  iar [ Sun 19. Jan 2003 19:07 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Mér fannst M5 - inn nokkuð augljós líka, en þótt furðulegt megi vera þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri mynd af mínum (fannst felgan eitthvað voðaleg fín á myndinni)

Maður ætti nú að þekkja eigin bíl!!! :lol:


Ég beið einmitt spenntur hvort þú myndir þekkja hann. ;-) Annars var það grái hlutinn neðst sem átti að gera þetta nokkuð augljóst, lét sjást í felgurnar ef einhver skyldi þekkja bílinn. :-D

Author:  bebecar [ Sun 19. Jan 2003 19:41 ]
Post subject: 

Mér fannst hann nefnilega líta út eins og nýr og var að velta fyrir mér hvort þetta væri gömul mynd af bíl sam var nýr! Ég hef nefnilega bara séð einn annan E34 M5 með svona felgur á netinu og þessvegna var ég að velta því fyrir mér hvort þetta væri ekki minn.

Author:  iar [ Sun 19. Jan 2003 20:06 ]
Post subject: 

Þið getið hvenær sem er búist við myndum af bílum meðlima! :twisted:

Gerir þetta bara skemmtilegra.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/