bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hver á E39 Alpina B10 V8? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=59052 |
Page 1 of 2 |
Author: | DanielSkals [ Wed 28. Nov 2012 15:41 ] |
Post subject: | Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Ég er með skiptingu í svona bíl sem mig langar að losna við. Datt í hug að fyrir mann sem á svona bíl væri þetta fjandi góður varahlutur til að eiga. Það eru væntanlega ekki nema 1-2 svona bílar í umferð. Veit einhver hver á svona? |
Author: | olinn [ Wed 28. Nov 2012 16:24 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Ekki mjög fróður um alpina bíla á íslandi. en er nokkuð viss um að það sé bara einn e39 alpina IL-861 right...? |
Author: | Eggert [ Wed 28. Nov 2012 17:11 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Það var einn annar líka.. svartur að mig minnir. |
Author: | DanielSkals [ Wed 28. Nov 2012 18:15 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Eggert wrote: Það var einn annar líka.. svartur að mig minnir. Væntanlega bíllinn sem ég er með skiptinguna úr. |
Author: | srr [ Wed 28. Nov 2012 19:52 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Er skiptingin endilega Alpina specific ? Passar hún ekki í fleiri V8 bíla? |
Author: | DanielSkals [ Wed 28. Nov 2012 22:01 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Ég er svosem ekki sérfræðingur í þessu en ég fann þessa grein hérna sem heldur þessu fram... (http://paultan.org/2008/10/26/e39-alpin ... ternative/) Quote: Instead of a manual transmission the Alpina B10 V8S uses a 5-speed transmission derived from the ZF unit in the 540i. Alpina calls it the Switch-Tronic transmission and its transmission ratios, shift patterns, internals and electronics are customised according to Alpina specifications. Þess vegna þori ég ekki að staðhæfa að hún virki í venjulegan 540 þó hún passi auðvitað. |
Author: | ömmudriver [ Wed 28. Nov 2012 22:36 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
DanielSkals wrote: Ég er svosem ekki sérfræðingur í þessu en ég fann þessa grein hérna sem heldur þessu fram... (http://paultan.org/2008/10/26/e39-alpin ... ternative/) Quote: Instead of a manual transmission the Alpina B10 V8S uses a 5-speed transmission derived from the ZF unit in the 540i. Alpina calls it the Switch-Tronic transmission and its transmission ratios, shift patterns, internals and electronics are customised according to Alpina specifications. Þess vegna þori ég ekki að staðhæfa að hún virki í venjulegan 540 þó hún passi auðvitað. Og hvers vegna ert þú með skiptinguna úr þessu bíl? ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Wed 28. Nov 2012 23:38 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Ætli lánafyrirtækið sem á bílinn vilji ekki fá hana bara ![]() |
Author: | srr [ Wed 28. Nov 2012 23:39 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
///MR HUNG wrote: Ætli lánafyrirtækið sem á bílinn vilji ekki fá hana bara ![]() ![]() |
Author: | Danni [ Thu 29. Nov 2012 06:05 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Það stemmir. Það er bara einn svona bíll í umferð í dag og það er ljósblái IL-861. Hinn, PU-572, var rifinn og tómri skel af honum fargað. Sá skelina á partasölu fyrir nokkrum árum, algjörlega heilt body, vantaði allt saman í skelina nema fram og afturrúðu. Væri fróðlegt að vita hvað varð um allt kramið og innréttinguna úr bílnum. Var t.d. með spes stýri fyrir þessa switchtronic skiptingu, með tökkum til að gíra upp og niður í stýrinu. Mjög leiðinlegt þegar sjaldgæfir bílar enda svona ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 29. Nov 2012 10:49 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
danni verslaði nú bara skiptingu í 540 bílin sinn og tengist hvarfi bílsins ekki neitt, já synd að hún hafi verið rifin |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 29. Nov 2012 11:36 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Danni wrote: Það stemmir. Það er bara einn svona bíll í umferð í dag og það er ljósblái IL-861. Hinn, PU-572, var rifinn og tómri skel af honum fargað. Sá skelina á partasölu fyrir nokkrum árum, algjörlega heilt body, vantaði allt saman í skelina nema fram og afturrúðu. Væri fróðlegt að vita hvað varð um allt kramið og innréttinguna úr bílnum. Var t.d. með spes stýri fyrir þessa switchtronic skiptingu, með tökkum til að gíra upp og niður í stýrinu. Mjög leiðinlegt þegar sjaldgæfir bílar enda svona ![]() Einhver blár M5 með þetta kram núna ef ég man rétt ![]() |
Author: | DanielSkals [ Thu 29. Nov 2012 13:33 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Ástæðan fyrir að ég er með þessa skiptingu er að mig vantaði stöðurofa á skiptinguna í 540 bílnum mínun og bauðst þessi skipting í heilu lagi á góðu verði. Ég er búinn að færa rofann yfir í minn bíl og datt í hug að hver sá sem ætti hinn B10 bílinn gæti viljað skiptinguna ódýrt. Ef einhvern annan langar að eiga þetta, t.d. ef ske kynni að þetta virki í 540 eða 740 er ég alveg opinn fyrir tilboðum. Hvað varðar ástæðu þess að þessi bíll var rifinn eða hvað varð um hlutina úr honum þá má sá sem reif hann halda því fyrir sjálfan sig mín vegna þó auðvitað sé synd að sjá eftir svona bíl fara í parta. |
Author: | IvanAnders [ Thu 29. Nov 2012 20:01 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
Mótorinn fór alveg í steik í þessum bíl, og varahlutakostnaður frá umboði var á þriðju milljón árið 2007 ![]() |
Author: | ömmudriver [ Thu 29. Nov 2012 20:04 ] |
Post subject: | Re: Hver á E39 Alpina B10 V8? |
IvanAnders wrote: Mótorinn fór alveg í steik í þessum bíl, og varahlutakostnaður frá umboði var á þriðju milljón árið 2007 ![]() Já það er ekki skrítð að það komi sprunga í blokkina þegar eigandinn stóð bílinn átján bláa í nánast hvert skipti þegar hann var settur í gang og það á köldum mótor ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |