Ég var einmitt að spá í þessu um daginn, hvað þyrfti að hlífa með plasti osfrv. og rakst á þennan þráð á E46Fanatics:
http://forum.e46fanatics.com/showthread ... genumber=1
Þarna er einn búinn að teikna inn á mynd hvað hann hylur.

Sumir nota álpappír þar sem auðveldara er að móta hann utan um það sem þarf að hlífa. Flestir tala um einhver vélahreinsiefni sem ku fara betur með gúmmí, plast og slíkt. Hvernig er með tjöruhreinsi og plast og gúmmí? Og margir þarna tala um að þeir úði WD-40 yfir allt saman til að ná þessu new-looki. Sé mig ekki alveg í anda að úða WD-40 yfir allt saman.
Á reyndar eftir að prófa þetta sjálfur að taka vélina í gegn.
