bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hraði :) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=584 |
Page 1 of 4 |
Author: | arnib [ Sat 18. Jan 2003 02:48 ] |
Post subject: | Hraði :) |
Jæja Smá pæling svona Hvað er það hraðasta sem þið hafið farið á bíl: Endilega lýsið aðstæðum og tilefni (ef eitthvað var) og hvort þið voruð bílstjórar eða farþegar og svona ![]() Held þetta gæti orðið fræðandi umræða. Ég held að það hraðasta sem ég hef farið hafi verið sirka 190 km/klst. Gæti hafa verið 195, ekki alveg viss, en hraðamælar eru varla ÞAÐ nákvæmir hvort sem er. Ég var bílstjóri og var að prófa Honda Civic 1.6VTi. Ef ég man tilfinninguna rétt þá átti bíllinn alllls ekki mikið eftir. Aftur á móti var það ég sem hætti að þora að ýta á bensíngjöfina, ekki hann sem gafst upp. |
Author: | sh4rk [ Sat 18. Jan 2003 07:49 ] |
Post subject: | |
Hummmm , ætti maður nokkuð að vera srgja það á netinu hvað maður hefur fariða hraðast á bíl ![]() Æi hvað um það ég læt það bara flakka það hraðasta sem ég hef sett bíl uppí er 210km á fyrsta bimmanum sem ég átti. |
Author: | bebecar [ Sat 18. Jan 2003 10:51 ] |
Post subject: | |
ÉG hef farið hraðast 190 kmh og það var við að taka frammúr vörubíl með trailer.... var á sirka 100-110 áður en ég skellti í þriðja... (þetta var auðvitað erlendis ![]() |
Author: | Svezel [ Sat 18. Jan 2003 10:56 ] |
Post subject: | |
Ég hef sett minn bimma í c.a. 210, segi ekki hvar og hvenær ![]() |
Author: | oskard [ Sat 18. Jan 2003 11:14 ] |
Post subject: | |
Ég held að hafi farið hraðast sem bílstjóri á 165 á litla swiftinum mínum... hann komst ekki hraðar ![]() annars fór ég á bimmanum uppí 160 um daginn og hann átti fullt fullt eftir ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Sat 18. Jan 2003 12:15 ] |
Post subject: | |
'Eg hef farið í eikkað um 265 km/klst það er það hraðasta sem ég hef farið sem farþegi og ökumaður á BMW M5 (mínum ![]() |
Author: | GHR [ Sat 18. Jan 2003 12:27 ] |
Post subject: | |
Raggi M5 : er ekki speed limiter á bílnum þínum ??? Jæja, en annars það hraðasta sem ég hef farið á BMW er 165 km (ekkert svakalegt en ég var líka bara á 520IA og á Íslandi ) |
Author: | Raggi M5 [ Sat 18. Jan 2003 12:29 ] |
Post subject: | |
Neibb farinn útaf kubb ![]() |
Author: | saemi [ Sat 18. Jan 2003 12:45 ] |
Post subject: | |
Humm... hraðasta er á autobahn rétt við Munchen, að nóttu/kvöldi til. Var þá á spánnýjum 523i bílaleigubíl (var með hann í 2 vikur) og varð að prufa hvað dýrið gat. Hann var svona rétt að auka við sig þegar ég þorði þessu ekki lengur og sló af. Þá var ég kominn í 240... Annars væri ég alveg til í að prufa aftur, núna er maður búinn að keyra soldið meira á "autoböhnunum" og er ekki alveg eins hræddur .. ![]() Á íslandi hef ég hraðast farið þegar ég var rétt að prufa sexuna, svona til að sjá hvað hann gerir. Það var á beinum vegi með enga umferð. Kaflinn rétt eftir Blönduós áður en maður fer upp Öxnadalsheiðina. Þá skellti ég honum í eitthvað um 180-190. Hann átti alveg eitthvað eftir, bara vantaði lengri veg og vindgnauðið var orðið hrikalega pirrandi. Þessir karmalausu gluggar eru ekki það skemmtilegasta varðandi vindgnauð ![]() Sæmi |
Author: | Kull [ Sat 18. Jan 2003 13:18 ] |
Post subject: | |
Ég hef farið eins hratt og bíllinn komst ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Sat 18. Jan 2003 13:20 ] |
Post subject: | |
250 km/klst?? ![]() |
Author: | Gunni [ Sat 18. Jan 2003 13:41 ] |
Post subject: | |
ég hef sett Lorenzinn í 230. það var helvíti gaman, var alls ekki lengi að ná þeim hraða. bíllinn réð mjög vel við þetta, ekkert vindhljóð (þótt hann sé með karmalausa glugga). Ég var allavega mjög sáttur við dýrið. ég veit reyndar ekki hvursu mikið hann átti eftir, var að einbeita mér svo mikið að horfa á götuna ![]() |
Author: | Ozeki [ Sat 18. Jan 2003 14:11 ] |
Post subject: | |
á Íslandi : var ég einu sinni á leið í Borgarfjörðinn og setti Mustanginn minn í tæplega 200 undir Hafnarfjallinu. Hann var enn að bæta aðeins við sig en ég held að hann hefði ekki farið mikið yfir 200, 210 max En ég vil hvetja menn til að sleppa því að prófa hámarkshraðann á bílnum sínum hérna á Íslandi. Í alvöru talað, þá eru vegirnir hérna ekki gerðir fyrir hámarkshraða á neinum bíl (nema kannski Yogo Zastavasta ![]() erlendis: var ég einu sinni á leið frá Danmörku til Kiel í Þýskalandi á Pontiac pramma. Hraðamælirinn í honum var þannig að það var enginn pinni sem nálin settist á í kyrrstöðu, heldur hékk hún bara á núllinu hjálparlaust. Nema hvað, á hraðbrautinni var ákveðið að sleppa honum aðeins lausum. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnnir að snúa mælinum í heilhring og 90 gráður í viðbót (vísirinn var svona á rúmlega kl 9) að hann toppaði ![]() En það er svo sem engin leið að vita hver hraðinn var, mælirinn kominn töluvert út fyrir kvarðann. Annars verð ég að segja að ég læknaðist svolítið af hraðaakstri meðan ég bjó úti og keyrði alltaf annað slagið á hraðbrautunum. Núna er ég mest að skjótast þetta í 120 - 130 við framúrakstur eða laumast yfir þennan óopinbera hámarkshraða úti á landi (100 - 110) þegar engin sér til ... Það er svo sjálfsagt efni í annað þráð, eða heila bók, hvað hægt væri að gera hérna á Íslandi fyrir bílaáhugamenn sem vilja prófa hámarkshraðann, upptakið, bremsur, slalom ...... Koma upp góðri aðstöðu, braut þar sem hægt væri að mæla þetta allt saman, halda mót, námskeið, kennslu fyrir bílpróf .... endalausir möguleikar. T.d. var haldið svona mót í Dk til styrktar einhverju góðu málefni, þar mætti F3 ökumaðurinn John Nielsen mætti á staðinn á Ferrari F40. Maður gat fengið einn hring á brautinni með honum sem farþegi ef maður borgaði 10.000 íslenskar ... hver væri ekki til í það ! Það vantar náttúrulega pening í þetta, en ég held að ríkið sé að innheimta ríkulega í formi bifreiðagjalda, og við allir að borga. Þeir ættu bara að kosta svona aðstöðu, það er nú eytt í aðra verri vitleysu .... |
Author: | gstuning [ Sat 18. Jan 2003 14:38 ] |
Post subject: | |
Ég hef mest sett blæju bílinn í 210kmh það var með gömlu vélinni, og niður smá halla ég þorði ekki hraðar, því að ég var á venjulegum max speed 150kmh dekkjum, með m3 vélinni þá hef ég leyft mér að skella mér í 200kmh@6500rpm í 5ta gír, og hef tekið nokkur 0-200kmh test, hann er alltaf í svona 19,5-21sek, hann var 23sek daginn eftir að við létum mæla bílanna okkar á dynoinu, ég hef ekki leyft mér hraðar á blæjubílnum vegna dekkjanna, ég bara ætla ekki að láta dekkin springa, við checkum þegar ég er búinn að kaupa felgurnar og verð á toyo proxes, já og þegar ég er búinn að skipta um vél og vonandi hlutfall, Var verið að mynda bílinn með cameru úr 100kmh í 5ta og setti hann í 190kmh upp brekku á nokkrum sekúndum, Annars er það 235kmh á bílnum hans stefáns, farþegi |
Author: | hlynurst [ Sat 18. Jan 2003 14:41 ] |
Post subject: | |
Lögreglunni þætti örugglega forvitnilegt að geta vitnaði í þetta... ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |