á Íslandi :
var ég einu sinni á leið í Borgarfjörðinn og setti Mustanginn minn í tæplega 200 undir Hafnarfjallinu. Hann var enn að bæta aðeins við sig en ég held að hann hefði ekki farið mikið yfir 200, 210 max
En ég vil hvetja menn til að sleppa því að prófa hámarkshraðann á bílnum sínum hérna á Íslandi. Í alvöru talað, þá eru vegirnir hérna ekki gerðir fyrir hámarkshraða á neinum bíl (nema kannski Yogo Zastavasta

) og margt er lagt í stórhættu við þetta !
erlendis:
var ég einu sinni á leið frá Danmörku til Kiel í Þýskalandi á Pontiac pramma. Hraðamælirinn í honum var þannig að það var enginn pinni sem nálin settist á í kyrrstöðu, heldur hékk hún bara á núllinu hjálparlaust.
Nema hvað, á hraðbrautinni var ákveðið að sleppa honum aðeins lausum. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnnir að snúa mælinum í heilhring og 90 gráður í viðbót (vísirinn var svona á rúmlega kl 9) að hann toppaði

Ef ég man rétt, þá endaði kvarðinn á milli kl 4 og 5, svo enn sé miðað við klukkuna, og þar stóð 180.
En það er svo sem engin leið að vita hver hraðinn var, mælirinn kominn töluvert út fyrir kvarðann.
Annars verð ég að segja að ég læknaðist svolítið af hraðaakstri meðan ég bjó úti og keyrði alltaf annað slagið á hraðbrautunum. Núna er ég mest að skjótast þetta í 120 - 130 við framúrakstur eða laumast yfir þennan óopinbera hámarkshraða úti á landi (100 - 110) þegar engin sér til ...
Það er svo sjálfsagt efni í annað þráð, eða heila bók, hvað hægt væri að gera hérna á Íslandi fyrir bílaáhugamenn sem vilja prófa hámarkshraðann, upptakið, bremsur, slalom ......
Koma upp góðri aðstöðu, braut þar sem hægt væri að mæla þetta allt saman, halda mót, námskeið, kennslu fyrir bílpróf .... endalausir möguleikar. T.d. var haldið svona mót í Dk til styrktar einhverju góðu málefni, þar mætti F3 ökumaðurinn John Nielsen mætti á staðinn á Ferrari F40. Maður gat fengið einn hring á brautinni með honum sem farþegi ef maður borgaði 10.000 íslenskar ... hver væri ekki til í það !
Það vantar náttúrulega pening í þetta, en ég held að ríkið sé að innheimta ríkulega í formi bifreiðagjalda, og við allir að borga. Þeir ættu bara að kosta svona aðstöðu, það er nú eytt í aðra verri vitleysu ....