bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hver keyrir??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=5806
Page 1 of 3

Author:  Leikmaður [ Mon 03. May 2004 19:01 ]
Post subject:  Hver keyrir??

Sælir

Ég var svona að velta því fyrir mér, hversu erfiðir eru þið þegar kemur að því að leyfa öðrum að prófa bílinn ykkar??

Ég er nefnilega rosalega skrítinn þegar kemur að þessu, ég hef átt bílinn minn í tæp þrjú ár og ekki besti vinur minn hefur fengið að taka í hann, þó svo að ég hafi prufað hans bíla. Sá eini sem hefur prófað bílinn minn er pabbi minn og það var í hálfgerðri nauðsyn.....svo að ég tali ekki um það hversu erfitt það er að leyfa ókunnugum þegar maður er að selja :?
Mér finnst nánast enginn annar kunna að keyra bílinn minn og aðrir fari ekki jafn vel með hann eins og ég og blablablabla.....

Eruð þið líka svona ???? :shock:

Author:  BMW3 [ Mon 03. May 2004 19:12 ]
Post subject: 

ég er alveg nákvæmlega eins og þú með bílinn minn sá eins og þú það fær enginn að keyra bílinn minn nema í allra fyrstu nauðsyn sem er mjög sjaldan ég treysti engum fyrir bílnum og ekki einu sinni ættingjum. Ok segjum sem svo að ég leyfi einhvetrjum að keyra bílinn og han lendir í tjóni og hann getur borgað viðgerðina og þar sem bíllinn minn er alveg tjónlaus þá er bíllinn eftir það orðin tjónaður þar er kominn stór mínus á bílinn í endursölu.

Author:  Chrome [ Mon 03. May 2004 19:18 ]
Post subject: 

Sama hér það fær sko enginn að snerta bílinn minn... :D

Author:  oskard [ Mon 03. May 2004 19:20 ]
Post subject: 

þeir sem kunna að keyra fá nú allveg að keyra minn :)

Author:  Svezel [ Mon 03. May 2004 19:24 ]
Post subject: 

Ég er nú ekki sérstaklega strangur og leyfi mönnum sem ég treysti að prófa, sérstaklega ef þeir hafa leyft mér að prófa sína bíla :)

Author:  BMWmania [ Mon 03. May 2004 19:29 ]
Post subject: 

Ég er segi sama og fyrsti ræðumaður, enginn nema ég og svo pabbi fær að setjast undir stýrið :D Auk þess er ég ekki með bílinn í kaskó ENNÞÁ, svo að ef eitthvað kemur upp á þá ætla ég að eiga ábyrgð á því sjálf, nenni ekki öðru.

Sem minnir mig á það, þarf að fara að kaskótryggja bílinn minn, ég á víst voða lítið í honum ennþá :oops:

Author:  Heizzi [ Mon 03. May 2004 19:31 ]
Post subject: 

Nákvæmlega, menn sem kunna að keyra. Þetta eru nú bara dauðir hlutir...

Author:  Jón Ragnar [ Mon 03. May 2004 19:47 ]
Post subject: 

Treysti stelpum sem ég sef hjá *karlremb* og einum vini mínum, that´s it :D


:lol:

Author:  Heizzi [ Mon 03. May 2004 19:58 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
Treysti stelpum sem ég sef hjá *karlremb* og einum vini mínum, that´s it :D


:lol:



jeeeebbbb, þú "treystir" þeim...

Author:  Haffi [ Mon 03. May 2004 20:15 ]
Post subject: 

Haffmeiztarinn og Kærastan... that's it :)

En Núverandi fær hvaða sauður sem er að keyra svo framalega sem hann sé borgunarmaður fyrir honum :lol:

Author:  gunnar [ Mon 03. May 2004 20:21 ]
Post subject: 

Ég leyfi engum að aka bílnum mínum nema í allra nánustu nauðsyn. Pabbi hefur ekki einu sinni keyrt hann :)

Author:  fart [ Mon 03. May 2004 20:29 ]
Post subject: 

búinn að eiga grilljón bíla og það fá nánast allir að prufa sem ég þekki.

Guys.. þetta eru tæki.. og í flestum tilvikum eru margir aðrir búnir að keyra þau aður en þið kaupið.

Enginn af þessum bílum sem við eigum er það "spes" að öðrum sé ekki treystandi til að keyra þá.

Author:  Haffi [ Mon 03. May 2004 20:32 ]
Post subject: 

hehe ég hugsa um tryggingarnar :oops:

Author:  Twincam [ Mon 03. May 2004 20:32 ]
Post subject: 

Heizzi wrote:
Jón Ragnar wrote:
Treysti stelpum sem ég sef hjá *karlremb* og einum vini mínum, that´s it :D


:lol:



jeeeebbbb, þú "treystir" þeim...


hva.. segja að hann treysti mér ekki í alvöru? :(

En já... ég leyfi oftast engum að prófa mína bíla, nema ég sé eitthvað góðhjartaður, þá fær fólk stundum að testa. En ekki mikið! :P

Author:  íbbi_ [ Mon 03. May 2004 20:36 ]
Post subject: 

það eru áhveðnir menn sem fá að prufa mína bíla, annars er ég ekki mikið fyrir það. samt er ég voðalega oft á bílum vina minna,

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/