bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ef ég fer með felgur út til útlanda..... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=56905 |
Page 1 of 1 |
Author: | Fatandre [ Tue 05. Jun 2012 00:01 ] |
Post subject: | Ef ég fer með felgur út til útlanda..... |
Ef ég fer með felgur út til útlanda til að laga þarf ég að borga toll aftur heim? Hvernig get ég snúið mér að þessu? |
Author: | Bandit79 [ Tue 05. Jun 2012 02:33 ] |
Post subject: | Re: Ef ég fer með felgur út til útlanda..... |
Efast um það ef þú ert með kvittun fyrir viðgerðinni eða álíka. |
Author: | Danni [ Tue 05. Jun 2012 06:04 ] |
Post subject: | Re: Ef ég fer með felgur út til útlanda..... |
Ef þú vilt vera öruggur verður að láta tollinn vita að þú sért að fara með þær í viðgerð. Ég hef að vísu aldrei farið með hlutina sjálfur en ég hef sent bilaða/skemmda hluti út í viðgerð og hef þurft að fylla út eitthvað af pappírum og þá borga ég engin gjöld eða neitt þannig þegar þetta kemur til baka. |
Author: | Subbi [ Tue 05. Jun 2012 13:07 ] |
Post subject: | Re: Ef ég fer með felgur út til útlanda..... |
stend mikið í svona útflutningi vegna veiðiferða er að fá bættar stangir og veiðihjól ofl ,,og hvort sem sent er eða þú ferð með þetta sjálfur bara gera útflutningskýrslu áður en farið er afhenda hana þegar hluturinn fer og fá svokallaða claim nótu hjá aðilanum sem er að laga þetta eða endurbæta með nýju fyrir skemmt,,, claim er nóta fyrir ábyrgðarviðgerð eða endurnýjun hlutar og þá fellur tollur niður þar sem búið er að greiða hann af hinu eldra hvort sem það er bætt með nýjum hlut eða viðgerð |
Author: | Zeus [ Tue 05. Jun 2012 20:32 ] |
Post subject: | Re: Ef ég fer með felgur út til útlanda..... |
Þú þarft að fylla út E-14 skýrslu og fá tollinn til þess að stimpla. Þú þarft einnig að geta skráð serial númer eða álíka auðkenni til þess að bera saman þegar varan kemur aftur til landsins ![]() http://www.tollur.is/upload/files/E-14.pdf |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |