Sælir,
Ég hef verið á höttunum eftir nýjum bíl síðustu daga og er ég búinn að eyða ófáum klukkustundum á bílasölum að sjá hvað er í boði. Eins og margir hérna inni þá er ég á höttunum eftir BMW og væri ekki verra ef það væri díselbíll, m.v. hvernig olíu- og bensínverð er að fjúka upp og niður í dag.
Ég hef rekið augun í að dísel BMW eru oft milljón dýrari þegar þeir eru bornir saman við sambærilega bensín BMW og er þetta sérstaklega áberandi á E90 og E60. Mörgum finnst þetta kannski eðlilegt við fyrstu sýn, enda sækjast menn í díselbíla í dag og hafa þeir, rétt eins og bensínbílarnir, sína kosti og galla. En hvað réttlætir það að kaupa E90 320d, ekinn 100.000, á 1.1m meira en sambærilegur E90 320i (hvað akstur, útbúnað og ástand varðar)?
Fyrir þá sem nenna að pæla í svona, þá langar mig að skoða dæmið nánar:
Ég fæ eyðslutölurnar mínar á netinu. Finnst 17,8 L/100 á X5 3.0i heldur mikið, okkar E70 hefur verið að eyða um 13 - 15 L/100 innanbæjar en ég held mig við tölurnar af netinu.
Auðvitað má ekki benda á einn bíl og bera hann saman við annan bara útfrá tölum, og ef þetta væri einsdæmi þá væru þessir útreikningar óþarfir.
En finnst ykkur þetta alveg eðlilegt? Er eitthvað annað sem réttlætir þennan mismun í verði, þar sem að eyðslan gerir það klárlega ekki? Meira tog? Meiri hávaði? Og er ég að bulla þegar ég segi að viðhald á dísel BMW verði oft á köflum meira juicy en viðhald á bensínbílum?
Væri gaman að fá smá umræðu um þetta.
Kv, Steini