bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 19:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 66 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
 Post subject: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 18:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Sælir,

Ég hef verið á höttunum eftir nýjum bíl síðustu daga og er ég búinn að eyða ófáum klukkustundum á bílasölum að sjá hvað er í boði. Eins og margir hérna inni þá er ég á höttunum eftir BMW og væri ekki verra ef það væri díselbíll, m.v. hvernig olíu- og bensínverð er að fjúka upp og niður í dag.

Ég hef rekið augun í að dísel BMW eru oft milljón dýrari þegar þeir eru bornir saman við sambærilega bensín BMW og er þetta sérstaklega áberandi á E90 og E60. Mörgum finnst þetta kannski eðlilegt við fyrstu sýn, enda sækjast menn í díselbíla í dag og hafa þeir, rétt eins og bensínbílarnir, sína kosti og galla. En hvað réttlætir það að kaupa E90 320d, ekinn 100.000, á 1.1m meira en sambærilegur E90 320i (hvað akstur, útbúnað og ástand varðar)?

Fyrir þá sem nenna að pæla í svona, þá langar mig að skoða dæmið nánar:

Image

Image

Image


Ég fæ eyðslutölurnar mínar á netinu. Finnst 17,8 L/100 á X5 3.0i heldur mikið, okkar E70 hefur verið að eyða um 13 - 15 L/100 innanbæjar en ég held mig við tölurnar af netinu.

Auðvitað má ekki benda á einn bíl og bera hann saman við annan bara útfrá tölum, og ef þetta væri einsdæmi þá væru þessir útreikningar óþarfir.

En finnst ykkur þetta alveg eðlilegt? Er eitthvað annað sem réttlætir þennan mismun í verði, þar sem að eyðslan gerir það klárlega ekki? Meira tog? Meiri hávaði? Og er ég að bulla þegar ég segi að viðhald á dísel BMW verði oft á köflum meira juicy en viðhald á bensínbílum?

Væri gaman að fá smá umræðu um þetta.

Kv, Steini

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 19:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Hver keyrir bara 12.000 km á ári í dag? :O

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 19:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Mar 2005 16:35
Posts: 2042
nákvæmlega 12000 km er ekki neitt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 19:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Mér finnst 12.000 á ári bara alveg nóg, en það breytir ekki neinu. Segjum 20.000 km:

E90: 9 ár
E60: 6 ár
E53: 3 ár

E90 t.d. borgar sig ekki upp fyrr en þú ert farinn að keyra um 180.000 á ári.

Svo finnst mér þetta fyndið, sérstaklega þegar menn eru að versla nýja díselbíla einfaldlega útaf því að þeir eru mikið ódýrari. :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 19:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég keyri sennilega um 30 þús km og flestir sem ég þekki eru á milli 25 og 30 þús km.

Þetta lítur töluvert betur út þegar þú reiknar með 30 þús km :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 21:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 15. Nov 2006 21:58
Posts: 148
Location: Hafnarfjörður
Djofullinn wrote:
Ég keyri sennilega um 30 þús km og flestir sem ég þekki eru á milli 25 og 30 þús km.

Þetta lítur töluvert betur út þegar þú reiknar með 30 þús km :)


Alveg rétt hjá þér. Ég er með 2 heimilisbíla, X5 og 530xi, báðir bensín og ek þeim að jafnaði 13.000km á ári hvorum um sig. 30þús km ári eins og þú nefnir er nú ekki lýsandi fyrir íslenska heimilismeðaljóninn hvað akstur varðar. Sjaldgæft t.d að íslenskir BMW (sem hafa verið hér alla tíð) séu eknir 300.000km á 10 árum. Mikill akstur algengari í Evrópu á hraðbrautum. Held að útreikningar Steina eigi fullan rétt á sér og séu gott innleg og það tekur langan tíma að ná inn fyrir þessum mikla verðmun. En líklega átt þú að vera á díselbíl miðað við mikinn akstur. Menn eru enn smitaðir af því þegar olían var svo ódýr og díselbílar eru jú sparneytnari, það efast enginn um. Það verður hver að reikna dæmið fyrir sig og sinn akstur.

_________________
Image
BMW X1, 18d, 2014 (E84)
BMW X5, 4,8i, 2007 (E70)
BMW 635CSi,1986 (E24)
BMW 316,1987 (E30)
BMW 530Xi Touring, 2006 (E61), seldur
BMW X5, 2007, (E70), seldur
BMW X5 4,4i, 2004 Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 22:23 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 09. Jun 2003 16:50
Posts: 1154
Location: Reykjavík
Það þýðir samt ekki að segja að maður sé að tapa þessum mismun sem þú talar um þar sem að þú færð þá á móti meira fyrir díselbílinn þegar þú selur hann heldur en bensínbílinn. Þar að auki finnst mér mun skemmtilegri vinnslan í díselbílum heldur en sambærilegum bensínbílum vegna mikils togs á lágum snúning.

Eini gallinn sem ég sé díselbílunum er að það getur orðið hærri viðhaldskostnaður. Ég held samt að ég tæki díselinn fram yfir bensín any day ef verið er að tala um fjölskyldu/daily driver :)

_________________
BMW e53 X5
Honda CRV
Gas Gas 450 FSE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 23:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 15. Nov 2006 21:58
Posts: 148
Location: Hafnarfjörður
98.OKT wrote:
Það þýðir samt ekki að segja að maður sé að tapa þessum mismun sem þú talar um þar sem að þú færð þá á móti meira fyrir díselbílinn þegar þú selur hann heldur en bensínbílinn. Þar að auki finnst mér mun skemmtilegri vinnslan í díselbílum heldur en sambærilegum bensínbílum vegna mikils togs á lágum snúning.

Eini gallinn sem ég sé díselbílunum er að það getur orðið hærri viðhaldskostnaður. Ég held samt að ég tæki díselinn fram yfir bensín any day ef verið er að tala um fjölskyldu/daily driver :)


Hárrétt, líklega nýtur maður þess í endursölu að bíllinn sé dísel, það sem ég á við er það að ég skil ekki alveg afhverju díselinn er svona mikið dýrari þar sem sparnaðurinn er svona hverfandi lítill og tekur mörg ár að vinna upp hærra kaupverð. Dísel er afsakaplega sprækur, torkar vel og díselvélar eru í dag háþróaðar - ekki síst hjá BMW. Menn hafa réttlætt verðmuninn með sparnaði í rekstri. Ef það tekur áraraðir að vinna það upp þá sé ég bara ekki sparnað - heldur aukinn kostnað að eiga dísel. Nema maður eigi bílinn í áratug eða lengur. Fátítt er að menn eigi bíla svo lengi-ekki satt.

_________________
Image
BMW X1, 18d, 2014 (E84)
BMW X5, 4,8i, 2007 (E70)
BMW 635CSi,1986 (E24)
BMW 316,1987 (E30)
BMW 530Xi Touring, 2006 (E61), seldur
BMW X5, 2007, (E70), seldur
BMW X5 4,4i, 2004 Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 23:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 07. Dec 2006 16:53
Posts: 2389
Location: keflavik
Kaupiru þá ekki bara bensín bíl og ert sáttur ?

_________________
BMW 525D E61 07 Facelift


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sat 12. May 2012 23:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 15. Nov 2006 21:58
Posts: 148
Location: Hafnarfjörður
Aron M5 wrote:
Kaupiru þá ekki bara bensín bíl og ert sáttur ?


Jú, það geri ég og mínar pælingar hér snúast ekki um annað en að sýna fram á að menn eru að spara aurinn en henda krónunni. BMW díselvélin er einstaklega skemmtileg en ekkert réttlætir verðmun á bensín - díselbílum í endursölu. Var bara að benda á það. Tel verið að plata menn til díselkaupa í krafti hærra verðs þar sem menn spari svo mikið á því :|

_________________
Image
BMW X1, 18d, 2014 (E84)
BMW X5, 4,8i, 2007 (E70)
BMW 635CSi,1986 (E24)
BMW 316,1987 (E30)
BMW 530Xi Touring, 2006 (E61), seldur
BMW X5, 2007, (E70), seldur
BMW X5 4,4i, 2004 Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sun 13. May 2012 00:38 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Well, við getum búist við því að díselbílar verða ódýrari á næstu árum en bensínbílar, þökk sé útblásturtollflokkun í stað vélarstærðar.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sun 13. May 2012 01:21 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 09. May 2007 20:41
Posts: 1332
Munurinn diesel á og bensínbílum er að eyðslukúrvan hækkar jafnt á við erfiðið á þeim síðarnefndu
Á meðan eyðsan er mikið jafnari á diesel bílnum.
Það þarf engin að segja mér að þessir bensín Bmw bílar séu alla daga í sömu eyðslu töluni keyrandi í Reykjavíkur traffíkini.
Hinsvegar trúi ég að eyðslan haldist nokkuð stabíl á diesel bílnum sama hvað þú bíður honum.

_________________
00' E38 750i


Last edited by -Hjalti- on Sun 13. May 2012 01:24, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sun 13. May 2012 01:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Nákvæmlega IceDev, þessi kúrva á eftir að snúast við og það kæmi mér ekki á óvart ef að það myndi gerast fyrr en margan manninn grunar.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sun 13. May 2012 01:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ef maður skoðar t.d. verðmuninn á 320i og 320d erlendis þá eru bensín bílarnir dýrari en dísel bílarnir, að minnsta kosti miðað við hvað ég sé á mobile.de.

Þannig þessi íslenska verðlagning er sérstök. Staðan er bara sú á Íslandi í dag að nýjir BMW-ar eru ennþá dýrir og þess vegna leita flestir í notaða bíla í staðin og þar er eftirspurnin bara meiri eftir dísel bílum. Þess vegna eru þeir dýrari.

Þegar að nýju dísel bílarnir sem eru að seljast ódýrari fara að detta inn á notaða bílamarkaðinn, þá fer verðlagningin að breytast.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Díselbíla bull?
PostPosted: Sun 13. May 2012 08:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Danni wrote:
Ef maður skoðar t.d. verðmuninn á 320i og 320d erlendis þá eru bensín bílarnir dýrari en dísel bílarnir, að minnsta kosti miðað við hvað ég sé á mobile.de.

Þannig þessi íslenska verðlagning er sérstök. Staðan er bara sú á Íslandi í dag að nýjir BMW-ar eru ennþá dýrir og þess vegna leita flestir í notaða bíla í staðin og þar er eftirspurnin bara meiri eftir dísel bílum. Þess vegna eru þeir dýrari.

Þegar að nýju dísel bílarnir sem eru að seljast ódýrari fara að detta inn á notaða bílamarkaðinn, þá fer verðlagningin að breytast.


sem er önnur ástæða fyrir því að kaupa ekki diesel núna.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 66 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group