bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Talað um Bimma sem valt á Garðveginum á huga.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=564
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Tue 14. Jan 2003 11:28 ]
Post subject:  Talað um Bimma sem valt á Garðveginum á huga.is

Sælir.

Það var verið að tala um einhvern bimma sem valt á Garðveginum (held það sé þarna á Reykjanesinu ;)) en hinsvegar veit ég ekki hver þetta var. Þetta á að hafa gerst vegna hálku en það hlýtur nú að hafa þurft eitthvað meira en það til að velta bílnum.

Veit einhver hvaða bíll þetta var, alltaf leiðinlegt að heyra um Bimma árekstra - maður er farinn að halda að allir bimmar séu tjónabílar!!! Ótrúlega algengt uppá síðkastið.

Author:  gstuning [ Tue 14. Jan 2003 11:45 ]
Post subject: 

Það var allaveganna ekki ég,

Ég var að tjúna Sunny GTi í gær,
Bíllinn var alveg þvílíkt ánægður með allt bensínið og flýtta kveikju

Ég spyrnti við hann áður á nýja bílnum og hann var alltof nálægt mínum, eiginlega of sprækur,

Núna ætti hann að taka mig, hann er með síu, púst, smt6

Author:  bebecar [ Tue 14. Jan 2003 12:11 ]
Post subject: 

Þú veðrur að þefa uppi hver þetta var og hvort hann sé OK!

Author:  GHR [ Tue 14. Jan 2003 12:18 ]
Post subject: 

GSTuning: Er enginn vandi að tengja þessar tölvur í bílanna og tjúna RÉTT. Mig dauðlangar í svona tölvu í minn, en er frekar smeykur að hann verði bara leiðinlegri og alltaf eitthver vandamál með tölvuna. Segjum svo að ég myndi kaupa svona hjá ykkur og láta ykkur tjúna bílinn hjá mér þ.e.a.s ef þið getið - er með tvo ECU, hvað myndi það kosta og hvað væri ég c.a. að græða.(með tölvukubbum þá á ég að græða 30 hö og 40NM sem sagt 330 hö og 490NM) væri maður að græða meira með tölvunni.
Reyndar er ég mjög sáttur við virknina í bílnum mínum EN maður vill alltaf meira og meira power 8)
En væri síðan hægt að aftengja tölvuna og fara með bílinn í fyrra horf ef maður yrði ósáttur.

Ein spurning í viðbót: Eruð þið ekki aðallega að breyta hversu lengi bensínspíssarnir eru opnir og flýta kveikjunni? Hvernig vitið þið hversu mikið má flýta kveikjunni, svo hún fari ekki bara að glamra og eyðileggja frá sér?

Kveðja
Gummi

Author:  hlynurst [ Tue 14. Jan 2003 12:29 ]
Post subject: 

Mikill vill alltaf meira. :D

Author:  montoya [ Tue 14. Jan 2003 12:29 ]
Post subject: 

Image






Þeir segja ómeiddur (snn.is)

Author:  gstuning [ Tue 14. Jan 2003 12:31 ]
Post subject: 

Þeir lista allaveganna ekki neinn einasta 12cyl bmw,

það er líklega afþví að þú ert með 2 tölvur og eiginlega tvennt af öllu,

Þú þarft að kaupa 2 kubba er það ekki?
Hvað kostar þeir, superchips segir 17hö, hver er að segja 30hö?

jú í raun erum við að því

Specialisten segir 30hö en engar tog tölur, þeirra er á 24þús, ég held að rafmagns eða tölvudót kosti enga tolla, þannig að flutningur er eitthvað lítið,

Það sem að við getum gert er að tjúna alveg eins mikið og vélin þín leyfir, ekki hvað einhverjir tjúnuðu aðra vél fyrir mörgum árum síðan,

Ég myndi segja að piggy-backa bílinn þinn væru tvær tölvur og tvær laptop að tjúna á sama tíma, of mikið fyrir ekki nógu mikið að HÖ

Author:  Djofullinn [ Tue 14. Jan 2003 12:45 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bíllinn sem var á samkomunni, með effecta lakkinu?

Author:  gstuning [ Tue 14. Jan 2003 13:01 ]
Post subject: 

Jú ég held það

323i ´96 ekki satt?


Bömmer

Author:  Djofullinn [ Tue 14. Jan 2003 13:05 ]
Post subject: 

Raggi M5 ætti að getað svarað því, hann kom með honum á samkomuna

Author:  flamatron [ Tue 14. Jan 2003 13:06 ]
Post subject: 

hvaða samkomu?? (dag)

Author:  flamatron [ Tue 14. Jan 2003 13:14 ]
Post subject: 

Hér er gripurinn. :cry:
Image

Author:  bebecar [ Tue 14. Jan 2003 13:46 ]
Post subject: 

ÆJI, þvílík synd, þetta er fallegur bíll og hann virðist nú ekki hafa verið á mikilli ferð enda lítur hann frekar heillega út....

E36 323 1996 módel RIP. :cry:

Author:  GHR [ Tue 14. Jan 2003 14:13 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Mikill vill alltaf meira. :D



True, True :D

Jú ég þarf tvo tölvukubba, þetta er svo mikið vesen með piggy-back að ég held að maður fái sér bara tölvukubba ðí staðinn. (þetta eru kubbar frá Motronic og ég get fengið þá á mjög góðum díl)
En er B&L ekki líka að breyta orginal tölvukubbum - mig minnir að kallarnir í T.B hafi sagt það. Þeir gera þetta allavega 100% rétt svo maður fái rétt afl.
Já hvað er þetta með BMW. Er eitthver að reyna útrýma þeim - maður er alltaf að sjá BMW lenda í árekstri og slíku. Flamatron er ég ekki að segja rétt frá að gamli þinn hafi lent í árekstri um daginn? Sá hann allavega ásamt fjórum bílum á Miklubrautinni upp á kanti.

Author:  flamatron [ Tue 14. Jan 2003 14:23 ]
Post subject: 

Já, það var segt mér frá því að hann hafi verið klesstur, en svo sagði einhver mér að það hafi verið rugl... ég á eftir að athuga þetta betur.!!!

BTW, Motronic kubbarnir sem þú ert að fara að kaupa, eru þeir frá ebay.de??

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/