bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ætti ég að parta E34?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=56352
Page 1 of 3

Author:  pernir [ Mon 30. Apr 2012 19:51 ]
Post subject:  Ætti ég að parta E34?

var að kaupa bmw e34 með það í huga að gera hann upp. en hann er aðeins meira gallaður en ég helt og því spyr ég hvort ég ætti að Parta hann? hann er með leðursætum ssk 2.0l vél. hvað gæti eg fengið útur honum og er eithver markaður hér á landi fyrir þessum hlutum?

Author:  IvanAnders [ Mon 30. Apr 2012 20:01 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Komdu með nánari upplýsingar um bílinn (jafnvel myndir)
og nánari upplýsingar um gallana.

Það auðveldar ráðleggingar til muna :)

Author:  pernir [ Mon 30. Apr 2012 20:38 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

IvanAnders wrote:
Komdu með nánari upplýsingar um bílinn (jafnvel myndir)
og nánari upplýsingar um gallana.

Það auðveldar ráðleggingar til muna :)


Sko ég reikna með að það sé ervitt eða ekki hægt að selja body hluti þar sem þeir eru allir með riðblettum stórum eða litlum
bíllin er 520 sedan 220þus km
er aðalega að pæla hvað maður getur selt leður sæti á?
en herna eru myndir
Image
Image
Image
Image

Author:  rockstone [ Mon 30. Apr 2012 20:46 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

svart leður?

Author:  Tóti [ Mon 30. Apr 2012 20:48 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

rockstone wrote:
svart leður?


Það voru bláir stólar í VR-606 sem Bartek setti í hann, geri ráð fyrir að það sé ennþá

Author:  pernir [ Mon 30. Apr 2012 20:49 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

rockstone wrote:
svart leður?

svart/grátt.. held það hafi verið svart.

Author:  IngóJP [ Mon 30. Apr 2012 23:36 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Ég átti þennan fyrir nokkrum árum, Ég setti svart leður í hann sem kom úr hvítum E34 sem ég átti.

Ég borgaði 25 þúsund fyrir hann þegar ég kaupi hann. Þetta var ágætis bíll.

Author:  pernir [ Mon 30. Apr 2012 23:57 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Langar að spyrja. passa allir body og drivetrain hlutir á milli þessa bíla.
s.s gæti eg fengið gorma og dempara úr 540 og þeir myndu passa i þennan

Author:  jon mar [ Tue 01. May 2012 10:22 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Sumt passar, annað ekki.

Allir bodyhlutir passa, þessir bílar breytast ekki stórvægilega útlitslega á milli pre- og facelift.

Margir fjöðrunarhlutir eru eins. Best er að bera saman partanúmer á www.realoem.com

Hvað varðar drifrás, þá er nú kannski ansi fátt sameiginlegt, annað drif, drifskapt og jafnvel öxlar, gírkassi og þesslags.

Author:  Danni [ Tue 01. May 2012 12:22 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

B20, SSK og blátt leður. Er nú ekki mikils virði því miður :? Allavega ekki ef þú rífur hann.

Það er ekki einusinni hreyfing í body panelum á E34. Ég á ennþá alla body panela af 525i sem ég reif, það hefur ekkert verið spurt um þá. Eina sem ég seldi af body-inu voru afturhurðarnar og það var því að það var rafmagn í þeim.

Author:  pernir [ Tue 01. May 2012 17:45 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Takk fyrir svörin. Ég held að ég geri hann bara upp og geir hann flottan. komst í ljós i dag að það eru mun minni vandamál að honum en ég uprunalega hélt.

Eins spurning samt.. vitiði hvað svona 2.0l ssk er að eyða?. og er hann með VAMOS? hvernig sé eg það?

Author:  Danni [ Tue 01. May 2012 20:16 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Sérð það ef þú opnar húddið ef það er bunga á ventlalokinu

Image

En þar sem þetta er 95 árgerð þá hlýtur þetta að vera með Vanos.

Author:  pernir [ Tue 01. May 2012 20:29 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Takk fyrir svarið.. og YESS er með VAMOS

Author:  srr [ Tue 01. May 2012 21:31 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

Ég býð 60.001 kr í bílinn í heild sinni.

Skúli, 8440008

Author:  pernir [ Wed 02. May 2012 18:05 ]
Post subject:  Re: Ætti ég að parta E34?

srr wrote:
Ég býð 60.001 kr í bílinn í heild sinni.

Skúli, 8440008

haha nei takk ættla gera hann flottan.. en hvar fæ ég parta í þennan? vantar eiginlega Bremsudælurnar að aftan og bílstjóra meigin að framan... þær ganga ekki alveg in vantar svona 1cm uppa að þær séu 100% ? hverjir eru að parta?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/