bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Myndagetraun nr. 1 - skilafrestur til 19. jan!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=559
Page 1 of 2

Author:  iar [ Sun 12. Jan 2003 22:37 ]
Post subject:  Myndagetraun nr. 1 - skilafrestur til 19. jan!

Sælir félagar.

Mér datt um daginn í hug að útbúa smá getraunir/myndagátur fyrir meðlimi BMW krafts til að spreyta sig á. Ætlunin er að hafa svipað form á þessu og Kitt hefur verið að gera á Huga.is.

Ég kem semsagt öðru hvoru með fjórar myndir af BMW bílum og þið giskið á hvaða bílar þetta eru. Bílarnir geta verið hvaðan sem er og frá hvaða tíma sem er. Frestur til að skila inn tilgátum er ca. vika. Eftir að skilafresturinn er útrunninn mun ég birta hver er sigurverari og mun hann hljóta í verðlaun aðdáun og virðingu allra meðlima klúbbsins. :-)

Alls ekki senda tilgátur eða pælingar á spjallið! Sendið mér þær í Private Message eða í tölvupósti á iar@pjus.is!

Jæja, nóg af þessu. Skellum okkur í myndirnar:

Mynd 1:
Image

Mynd 2:
Image

Mynd 3:
Image

Mynd 4:
Image

Gangi ykkur vel! :-)

Author:  saemi [ Mon 13. Jan 2003 00:33 ]
Post subject: 

Hihihi, gaman gaman... þetta er snilld !

Ég verð að fara og fletta blöðum tila að gá hvort þetta er ekki rétt hjá mér ... !

Sæmi

Author:  iar [ Wed 15. Jan 2003 13:23 ]
Post subject: 

Halló Halló!

Það eru bara fjórir búnir að senda inn tilgátur! Samt er þetta mjög létt getraun.

Þorir enginn að láta ljós sitt skína?? :?

Ég verð ekki í bænum um helgina (smá skreppur westur á Ýsufjörð :-) ) og vona að þá bíði nokkur svör í viðbót. Frestur er fram á sunnudagskvöld til að svara!

Author:  GHR [ Wed 15. Jan 2003 13:55 ]
Post subject: 

Verður maður ekki að geta svarað öllum fjórum rétt. Ég veit bara svör við tveimur myndum sko, þannig að ég vill ekki bara skjóta út í loftið :?
Ja, kannski gerir maður það, bara upp á djók, maður veit aldrei hvort.......

p.s. finnst ykkur seinasta myndin ekki líkjast Ford Focus (ég sé ekki BMW út úr henni :oops:

Author:  Djofullinn [ Wed 15. Jan 2003 14:23 ]
Post subject: 

Hehe jú þetta minnir soldið á Ford Foc-us

Author:  Gunni [ Wed 15. Jan 2003 16:12 ]
Post subject: 

úúú ég er kominn með svar við þessu og búinn að senda inn :)

Author:  Þórður Helgason [ Wed 15. Jan 2003 22:28 ]
Post subject:  SnúiðB

Búinn að senda, en þessi síðasta er ekki af BMW heldur örugglega af einhverjum dísil Bens hraðakstursprojekti...

Og þó....


Bíð spenntur...

Author:  Djofullinn [ Wed 15. Jan 2003 22:44 ]
Post subject: 

Júbb þetta er af BMW

Author:  saemi [ Wed 15. Jan 2003 23:22 ]
Post subject: 

hehe, ójá, þetta er sko BMW ! :P

Author:  iar [ Thu 16. Jan 2003 01:39 ]
Post subject: 

Hvað finnst ykkur, á ég að láta duga að pósta bara réttum svörum eða ætti ég að pósta hvað allir giskuðu á?

Það gæti verið áhugavert að ræða ágiskanirnar, sérstaklega ef enginn er með allt rétt. Er fólk nokkuð feimið við það?

Ég er eiginlega á því að pósta öll svörin..

Author:  Djofullinn [ Thu 16. Jan 2003 08:26 ]
Post subject: 

Já póstaðu svörin, og kannski hvenar þú fékkst svörin... uppá hver var fyrstur og svona

Author:  bebecar [ Thu 16. Jan 2003 09:25 ]
Post subject: 

Pósta svörin marr!

Author:  saemi [ Thu 16. Jan 2003 09:30 ]
Post subject: 

Pósta, pósta, pósta..... :lol:

Author:  Svezel [ Thu 16. Jan 2003 10:17 ]
Post subject: 

Ég var að senda inn mína tilgátu og líst vel á að pósta þessu. Það er hvort eð er allt rétt :wink:

Author:  Djofullinn [ Thu 16. Jan 2003 10:22 ]
Post subject: 

hehe ég veit ekkert hvort mitt er rétt, ég skrifaði bara fyrsta sem mér datt í hug og sendi það, veit allaveganna að eitt er rétt.... :roll:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/