bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Á að leyfa auglýsingar á vefnum sem tengjast ekki BMW https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=557 |
Page 1 of 2 |
Author: | saemi [ Sun 12. Jan 2003 19:53 ] |
Post subject: | Á að leyfa auglýsingar á vefnum sem tengjast ekki BMW |
Hæhæ allir ! Ég var svona að spá.. eftir að hafa kíkt á "Til sölu" dálkinn um daginn, hver skoðun ykkar er á því þegar hlutir sem eru ekki BMW tengdir eru auglýstir þar inni ![]() Mér persónulega finnst svolítið asnalegt að sjá auglýsingar þar fyrir aðrar bíltegundir á þessum vef... er það bara ég ![]() Með Bæverskri kveðju, Sæmi ![]() |
Author: | iar [ Sun 12. Jan 2003 20:05 ] |
Post subject: | |
Ég er nokkuð sammála þér þó þetta hafi alls ekki angrað mig. Finnst það frekar fyndið ef eitthvað er að fólk skuli vera svo bjartsýnt að auglýsa annað en BMW bíla á þessum vef. ![]() Spurning að skella kannski einum "Sticky" í söludálkana um þetta? |
Author: | Djofullinn [ Sun 12. Jan 2003 21:49 ] |
Post subject: | |
Ég er sammála þér Sæmi en mér finnst í lagi að auglýsa t.d græjur og svona sem maður getur sett í BMWinn ![]() |
Author: | Elli Valur [ Sun 12. Jan 2003 23:56 ] |
Post subject: | |
ég veit ekki með ykkur enn ég hef fleiri áhugamál en BMW svo að mér finst þetta bara í lagi |
Author: | Kull [ Mon 13. Jan 2003 00:38 ] |
Post subject: | |
Mér er nokk sama, finnst allt í lagi að fólk auglýsi. Því fleiri sem skoða þessa korka því betra. |
Author: | saemi [ Mon 13. Jan 2003 00:57 ] |
Post subject: | |
Já, ég er definately sammála um að græjur og soleiz. Ég er bara að meina þegar verið er að auglýsa aðrar bílategundir til sölu. |
Author: | arnib [ Mon 13. Jan 2003 01:49 ] |
Post subject: | |
Ég tek á mig að hafa verið að sett auglýsingu á mözdu miötu hérna inn, en það er bara af því að mig langar í BMW!! ![]() |
Author: | gstuning [ Mon 13. Jan 2003 02:12 ] |
Post subject: | |
Mér er alveg sama ég er þónokkur BMW puristi um að hafa bmw BMW, En þetta eykur nýja komendur á vefinn og það er gott mál |
Author: | saemi [ Mon 13. Jan 2003 03:20 ] |
Post subject: | |
Ég bara vildi nú taka fram að ég er ekkert hrikalega á móti þessu, var bara að velta því fyrir mér hvað fólki finnst um þetta! Þó svo einhver hafi sett inn auglýsingu með Mözdu, eða FIAT þá er það ekkert mál, engin sárindi ![]() Bara svona forvitni í mér ![]() Sæmi |
Author: | bebecar [ Mon 13. Jan 2003 09:05 ] |
Post subject: | |
Já, alveg rétt ég setti inn auglýsingu með Fiat (var búin að gleyma því). En mér finnst þetta ekki skipta neinu máli, menn eru kannski að reyna að selja til að fá sér BMW!!! Þetta gefur meiri traffík og styrkir vefinn hugsa ég frekar. Það eina sem mætti kannski breyta er að menn skrái sig sérstaklega og megi þá auglýsa það sem þeir vilja, en meðan það er engin formleg skráning í gangi þá skipti þetta að mínu mati litlu máli. |
Author: | GHR [ Tue 28. Jan 2003 11:32 ] |
Post subject: | |
Nei, allt í lagi með smá, en það er hægt að ofgera allt. Mér finnst allt í lagi að auglýsa græjur, felgur og svoleiðis, en aðra bíla og krossara og svoleiðis er bara út í hött. T.d núna er til sölu hérna hjá okkur, Toyota Corolla, KTM krossari/ar, Swift GTI og Mazda. Mér finnst persónulega að þetta ætti að banna og hvet fólkið bara frakar að auglýsa á Kassa.is eða í smáauglýsingum DV |
Author: | oskard [ Tue 28. Jan 2003 11:54 ] |
Post subject: | |
Þetta fer dulítið í taugarnar á mér. Ég vill ekki að neitt annað en BMW related sé auglýst til sölu hérna. Þannig að felgur, græjur og svoleiðis sleppur að sjálfsögðu ![]() En ekki einhver hjól og twincam dósir ![]() auglýsa swiftinn minn hérna ef ég ættlaði að selja hann ![]() |
Author: | saemi [ Tue 28. Jan 2003 12:35 ] |
Post subject: | |
Ég er búinn að spá svolítið í þessu, og er eiginlega kominn á það að við ættum bara að hafa "Til sölu" dálkinn skiptan niður, þannig að það sé sérstaður fyrir annað en BMW til sölu! sæmi |
Author: | oskard [ Tue 28. Jan 2003 13:07 ] |
Post subject: | |
Það væri grúví |
Author: | Bjarki [ Tue 28. Jan 2003 13:17 ] |
Post subject: | |
Góð lausn og væntanlega allir sáttir. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |