Sælir lesendur.
Ég er nú ekki mikið fyrir að auglýsa fyrir aðra og það er ekki mitt markmið með þessar grein að gera það en ég bara verð að deila þessu gulli með ykkur. Ég á BMW með blæju og var orðinn þreyttur á því að sjá ekkert út um aftur rúðuna því hún var orðin alveg mött og baksýnisspegillinn gerði þar af leiðandi lítið gagn. Maður varla sá ljósið af bílnum fyrir aftan mann. Ég fór því á netið (nánar tiltekið mz3.net) og fann þar grein eftir gaur sem var með sama vandamál. Hann lýsti efni sem heitir Meguiar's. Myndirnar af árangrinum má sjá hér ásamt greinnini hans
http://www.mz3.net/articles/076.html
Ég fór því í símaskrána og fór að leita að söluaðilum fyrir þetta efni og fann einn niðrá höfða.
Ég verð bara að segja að árangurinn var hreint ótrúlegur!!
Afturrúðan varð alveg glær aftur, eins og að hún væri nýkomin úr kassanum. Ég hafði reynt að nota nokkur efni áður og ekkert virkaði en þetta var bara hreint ótrúlegt, tók mig líka ekki nema um 20 min.
Það var síðan um daginn að ég var orðinn alveg töluvert þreyttur á framlugtunum mínum því þær voru orðnar svo saltbarnar og ljótar, komin svona leiðinleg mött áferð sem setti ljótan svip á heildarlúkkið á bílnum. Ég var eitthvað að spá í kaupa nýjar lugtir á ebay þegar mér datt í hug að prufa að skella smá Meguiar´s á þær. Ég sletti vel úr dollunni og lét það harna á löngum tíma. Eftir að hafa síðan nudda það vel af þá ætlaði ég ekki að trúa árangrinum. ÞÆR VORU ALVEG EINS OG NÝJAR!!! Ég notaði svo Meguiar´s polisherinn á þær til að gefa finish touch-ið og þetta var hreint ótrúlegt. Þetta efni sparaði mér morðfé og lét lugtirnar mínar líta út eins og nýjar. Ég er ekki að auglýsa þennan söluaðila sem er með þetta. (Þið verðið bara að hringja á staðina og finna út hver er með þetta)
Mér finnst alveg útrúlegt að þeir niðrí B&L skildu virkilega ekki benda mér á þetta heldur ráðleggja mér að kaupa nýja lugtir! Ég hafði meir að segja farið á verkstæði og þar buðust strákarnir til að pússa þær upp fyrir mig fyrir 20.000 kr.!!!! Í dag líta út eins og nýjar og þá meina ég ALVEG EINS OG NÝJAR! Bara endilega kynnið ykkur þetta efni. Ég er meira að segja búinn að taka lugtirnar í gegn með þessu efni hjá fjölskyldumeðlimum mínum og það eru allir í skýjunum yfir þessu. Það er meira að segja soldið fyndið að gaurinn sem seldi mér þetta vissi raunar ekkert um þetta efni, hann hélt að þetta væri bara eitthvað hreinsiefni fyrir svona tjaldvagnarúður en þetta er ALGJÖRT UNDRAEFNI og ég held að það slái meira segja út WD-40 í undurleikanum!! ÞETTA EFNI ER ROSALEGT!
