bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E-36 hjálp
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=552
Page 1 of 2

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 16:06 ]
Post subject:  E-36 hjálp

Ég er að fara að kaupa mér bíl og mig langar til þess að spyrja ykkur um álit.
Ég er að skoða mér E36 núna og var að pæla í 325. Ég er búinn að skoða nokkra og búinn að reynsluaka þessum

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=30&BILAR_ID=160055&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=325%20I&ARGERD_FRA=1992&ARGERD_TIL=1994&VERD_FRA=550&VERD_TIL=1150&EXCLUDE_BILAR_ID=160055

og þessum

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=10&BILAR_ID=100146&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=325%20I%20IMPETUS&ARGERD_FRA=1993&ARGERD_TIL=1995&VERD_FRA=990&VERD_TIL=1590&EXCLUDE_BILAR_ID=100146

En mér lýst lítið á þann síðari. Það var athugasemd frá b&l á undirvagnin ofl, þannig að hann kemur ekki til greina (hann er með OZ límmiða við afturdekkin og háan spoiler) ég vil þá ekki heldur svona mikið breytta, ég vil gera það sjálfur :twisted:

Sá hvíti er fluttur inn 1996 og var tjónaður, ég hef ekki komist að því hvernig. En hann er mjög ódýr og það var fínt að keyra hann. Hann virðist vera í góðu lagi og verðið er stór kostur.

Síðan kom þessi til sögunar.

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=6&BILAR_ID=151524&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=323%20I&ARGERD_FRA=1995&ARGERD_TIL=1997&VERD_FRA=1250&VERD_TIL=1850&EXCLUDE_BILAR_ID=151524#

Þetta er 1997 árgerð af 323 hann var fluttur inn 1999 og þá keyrður rétt rúmlega 100þ. Hann er mjög góður, á flottum felgum, en hann er méð mjög asnalega græna innréttingu (þó það skipti ekki miklu).
Ég get fengið hann á rétt rúmlega millu, hann er sá lang yngsti hingað til.

Vitið þið eithvað um þessa bíla, eða aðra á svipuðu verði sem gætu komið til greina. Hvaða bíl mynduð þið velja.

Takk.
Bjahja

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 16:15 ]
Post subject: 

Djöfull, vitlaus staður :?
getur ekki einhver hent þessu yfir í almennar umræður.

Author:  Raggi M5 [ Sat 11. Jan 2003 16:27 ]
Post subject: 

'eg myndi nú allavega krota þennan "Impetus" bimma út. og hugsa mig vel um með hina 2!! :roll:

Author:  íbbi [ Sat 11. Jan 2003 18:13 ]
Post subject: 

ég er sjálfur mikið búinn að vera spá í impetus bimmanum og þessum hvíta og var kominn á það að reyna kaupa hvíta..

persónulega finnst mér impetus bimmin mun laglegri.. en ég hef heyrt margar slæmar sögur um hann.. en hann er alltof dýr finnst mér.

ég held samt að ég þurfi að fresta því að kaupa mér bmw :?

er með 4runnerinn sem ég þarf að losna við fyrst.. og er með annan bíl sem ég var að eyða ógurlegum pening í að taka mótorinn upp.. :(

Author:  bebecar [ Sat 11. Jan 2003 18:41 ]
Post subject: 

323i bíllinn hiklaust.... mjög fallegur bíll. Mér finnst þessi hvíti ágætur og hann er ódýr en sjálfur er ég smeykur við tjónabíla, allavega þarf verðið að vera lágt! Impetusbíllinn kæmi ekki til greina hjá mér, bæði er hann of dýr og svo þyrfti að eyða vænni fúlgu í að laga bílinn útlitslega.

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 18:53 ]
Post subject: 

Já ég er mest spenntur fyrir honum. Það er ákveðin áhætta að kaupa tjónabíl. Eina sem er slæmt við 323 bílin er furðulega ljót græn hálfleðursæti og annað frænt í innréttingunni :roll: . Það væri hægt að laga það seinna meir :wink:

Ég held eins og málin standa núna að ég muni kaupa 323 inn

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 18:54 ]
Post subject: 

ég meinti grænt

Author:  bebecar [ Sat 11. Jan 2003 18:56 ]
Post subject: 

Venst þetta ekki bara í innréttingunni? Hann er allavega ÖÐRUVÍSI en flestir aðrir :wink:

Þessi bíll lítur mjög glæsilega út, ég gleymdi reyndar að athuga - er hann sjálfskiptur eða beinskiptur?

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 19:00 ]
Post subject: 

Ég hata sjálfskipta bíla þannig að hann er beinskiptur.

Author:  íbbi [ Sat 11. Jan 2003 20:08 ]
Post subject: 

hvernig var sá hvíti að innan? hvernig virkaði hann? ég er mjög heitur fyrir honum..

tjónabílar þurfa ekki að vera verri.. maður þarf bnara að skoða þá vel og sjá hvernig þeir eru..

Author:  bjahja [ Sat 11. Jan 2003 20:20 ]
Post subject: 

Hann var dökk blár að innan, ekki leður. Hann leit ágætlega út. Er ég komin með samkeppni :?: :twisted:

Author:  hlynurst [ Sat 11. Jan 2003 21:05 ]
Post subject: 

Þú hefur ekkert hugsað þér að flytja inn bíl? Ég keypti minn bíl frá þýskalandi og hann er svipuð árgerð (8.96) og 323 bíllinn. Mun minna keyrður og betur búinn. Er ekkert mikið dýrari. Munar örlitlu!

Author:  bjahja [ Sun 12. Jan 2003 18:27 ]
Post subject: 

Það er bara svo mikið vesen :oops: og ég get ekki farið út. Það er einfaldara að kaupa hann bara hérna :wink:

Author:  Djofullinn [ Sun 12. Jan 2003 19:39 ]
Post subject: 

Þú getur fengið svört leðursæti hjá mér ef þú kaupir þennan með grænu sætunum :)

Author:  bjahja [ Sun 12. Jan 2003 20:54 ]
Post subject: 

Hvað myndurðu vilja fá fyrir þau, eru þau öll í góðu ástandi?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/