bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar smá ráð hjá sérfræðingum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=54143
Page 1 of 1

Author:  Hlynurba [ Tue 29. Nov 2011 16:49 ]
Post subject:  Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

Góðan daginn,

Ég hef verið að velta fyrir mér bílakaupum, með BMW efst í huga.

Þessi kemur sterkur inn.

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... 86b56802dd

Spurningarnar eru.
Hvað myndi maður skoða helst í sambandi við vélina, er kominn tími á túrbínu, tímareim eða vatnslás við þessa keyrslu á þessari vél?

Myndi maður vera stressaður yfir skiptingunni eftir þessa keyrslu?

Verðið finnst mér vera frekar hágt á honum en það er pottþétt hægt að prútta eitthvað?

Það skal tekið fram að ég veit ekkert um BMW, öll góð ráð eru vel þegin :)

Author:  ppp [ Tue 29. Nov 2011 17:53 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

Ég er langt frá því að vera bílaexpert, en ég skoðaði þessi módel samt mikið þegar ég var sjálfur að kaupa, bæði á netinu og í persónu.

Það er ekki "kominn tími" á túrbínuna miðað við þessa keyrslu myndi ég segja. Það er samt mjög mikið happ og glapp, og líklegast hefur eitthvað að gera með hvernig bílnum er keyrt, og hvort túrbínuni sé gefinn tími til að kæla sig (með því að keyra rólega) áður en það er drepið á honum og fleira.

Spurðu samt hvort það sé búið að fjarlægja swirl flapsana úr honum eða ekki, og vertu alveg viss á því. Það er helsti gallinn við þessar vélar. Þeir bila í sjálfu sér ekkert svo oft, en þegar það gerist þá getur það alveg farið með vélina á honum. Nota bene þá er lítið mál að fjarlægja þá, þannig að það borgar sig svo þú getir sofið rótt.

Varðandi skiptinguna, þá er það náttúrulega þessi frægi no-reverse galli. Margir sem hafa lent í því hafa sagt að það byrji með því að hann sé tregur í að skipta í R, þannig að þú getur kannski skoðað það sérstaklega í reynsluakstri. Ég veit ekki um neinn persónulega sem hefur lent í því, og það er líklegast mjög sjaldgæft. Það er auðvitað búið að framleiða milljónir af þessum bílum.

Ég veit ekki með verðið. Hann er 2005 módel, sama árgerð og margir E90, og nýrri en margir E60, og ekki mikið keyrður, en aftur á móti virðist hann ekki beint vera hlaðinn aukabúnaði.

Author:  Hlynurba [ Tue 29. Nov 2011 18:22 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

Takk fyrir þetta, ég vissi að það borgaði sig að koma hingað....swirl flaps. Ég mun hafa það í huga!

Túrbínan er auðvitað háð aksturslagi og þess háttar, en miða við hvað þessi bíll er vel með farinn og frekar lítið keyrður þá ætti hún að duga í einhverja tugiþúsunda kílómetra....Ég á núna skoda dísil 1.9 og túrbínan fór í honum í um 150.000 klikkum.....

En tímareim, hvað myndi hún vera að þola í kílómetrum (árum) ? Einhver sagði mér það að BMW væri ekki með tímareimaproblem.....þyrfti einfaldlega ekki að hugsa um það, er það rétt?

Author:  ppp [ Tue 29. Nov 2011 18:51 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

Það er tímakeðja í þessum bílum þannig að það er höfuðverkur sem þú þarft ekki að hafa.

Author:  Schulii [ Tue 29. Nov 2011 19:14 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

Allavega athuga hvað gerðist að framan á þessum tiltekna bíl. Ef mér skjátlast ekki þá er soldill litamismunur á bretti og hurð. Þarf auðvitað ekki að vera alvarlegt.

Author:  Hlynurba [ Tue 29. Nov 2011 19:54 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

ppp wrote:
Það er tímakeðja í þessum bílum þannig að það er höfuðverkur sem þú þarft ekki að hafa.


Það er snilld!


Schulii wrote:
Allavega athuga hvað gerðist að framan á þessum tiltekna bíl. Ef mér skjátlast ekki þá er soldill litamismunur á bretti og hurð. Þarf auðvitað ekki að vera alvarlegt.


Þegar þú segir það! Þarf að skoða þetta betur....takk fyrir!!

Author:  íbbi_ [ Tue 29. Nov 2011 21:29 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

þessi bíll var fluttur inn 2006 ekinn 11þús, og er með þessa km stöðu staðfesta

hann er hrikalega þéttur og góður í akstri, þegar ég prufaði hann þá var skemmdur framstuðarinn á honum og gæti litamismunurinn verið ættaður þaðan,


þegar ég prufaði hann blés hann olíu út með intercoolerpípunum í stórum stíl, og var alveg slóðinn á eftir bílnum, þetta skeði að mér best vitandi þegar ég var að prufa hann og eigandinn ætlaði að láta laga þetta fyrir sölu

þennan bíl í lagi væri ég til í

Author:  Hlynurba [ Tue 29. Nov 2011 21:43 ]
Post subject:  Re: Vantar smá ráð hjá sérfræðingum

íbbi_ wrote:
þessi bíll var fluttur inn 2006 ekinn 11þús, og er með þessa km stöðu staðfesta

hann er hrikalega þéttur og góður í akstri, þegar ég prufaði hann þá var skemmdur framstuðarinn á honum og gæti litamismunurinn verið ættaður þaðan,


þegar ég prufaði hann blés hann olíu út með intercoolerpípunum í stórum stíl, og var alveg slóðinn á eftir bílnum, þetta skeði að mér best vitandi þegar ég var að prufa hann og eigandinn ætlaði að láta laga þetta fyrir sölu

þennan bíl í lagi væri ég til í


Já ég tók hann í smá spinn um daginn og fannst hann verulega góður í akstri, en það eru reyndar allir bílar góðir í akstri miða við Skodilakkinn sem ég á núna :) En það hlýtur að vera búið að laga olíulekann, sá ekkert athugavert undir honum. Ég ætla að renna við hjá þeim á morgun og fá að skoða hann aftur og jafnvel taka hann í ástandsskoðun.....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/