bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Akstur á kappakstursbraut
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=53947
Page 1 of 1

Author:  Nökkvi [ Fri 18. Nov 2011 08:53 ]
Post subject:  Akstur á kappakstursbraut

Langar til að komast á alvöru braut og keyra góða bíla.
Sennilega væri sniðugast að fá smá kennslu með svo maður vissi hvað maður væri að gera.

Veit einhver um, eða hefur reynslu af, braut sem leigir bíla og er e.t.v. með kennslu?

Væri til í að keyra eitthvað betra en Golf en það þarf ekki að vera Ferrari.
Það væri líka gaman að fá að prófa nokkrar tegundir.

Author:  tinni77 [ Fri 18. Nov 2011 09:49 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

Silverstone @ UK, kannaðu málið :thup: :thup:

Author:  gstuning [ Fri 18. Nov 2011 09:57 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

Palmersport í UK.

Helvíti öflugt æfinga prógram og margir mismunandi bílar.
Ég fór til þeirra að aðstoða með GPS stýrt hraðatakmarkanir fyrir bílanna, þ.e þeir eiga bátt með hraða fyrir utan sjálfa brautina, og þetta lookaði mjög vel.

Author:  gdawg [ Sat 19. Nov 2011 15:00 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

Það er hægt að gera þetta á nánast hvaða kappakstursbraut sem er.

Í Bretlandi er hægt að keyra alls konar dót, ef þú átt slatta af pening þá er hægt að fá run í gömlum F1 bílum.

Ef þú vilt fá að taka almennilega á þá er Bedford Autodrome (Palmersport) málið, þar er mönnum leyft að koma sér í mun meiri vandræði en á flestum öðrum brautum (kennararnir geta m.a. stoppað þig í að bremsa of snemma ef þeim finnst þú vera of mikil skræfa!). Ég hef séð menn taka mjög hressilega á nánast öllu sem hægt er að prófa hjá Palmer, að undanskyldum JP1 og Formula Palmer Audi dótinu, enda er enginn kennari í bílnum þá.

Hef líka heyrt að það sé ekki mikið leyft að taka á Ferrari bílunum á Silverstone sem dæmi.

Author:  Alpina [ Sat 19. Nov 2011 16:53 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

Mitt mat er að ef þú vilt upplifa ,, the ULTIMATE

þá er þetta bíllinn


RADICAL,,,,,,, Image

Fullt af stöðum þar sem þú getur leigt svona græju í UK,,

gleymdu öllu um Ferrari,, GTR ,, Porsche eða whatever

þetta er málið

Author:  Nökkvi [ Tue 22. Nov 2011 00:03 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

En eitthvað annað en Bretland?
Er ekki vonlaust að fara hálfan eða einn dag að keyra bíl á braut með stýrið öfugu megin?

Author:  fart [ Tue 22. Nov 2011 08:04 ]
Post subject:  Re: Akstur á kappakstursbraut

Það er ALLT hægt, ef peningarnir eru fyrir hendi.

ULTIMATE myndi ég segja að væri kennsluprógramið hjá Ascari.

Driving experience dagar þar sem þú færð Ferrari/Lambo eitthvað er eins og að fara á hestaleigu á Íslandi í Tourist program 101. Færð ekkert að gera.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/