bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
bebecar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=534 |
Page 1 of 1 |
Author: | manitou [ Tue 07. Jan 2003 00:13 ] |
Post subject: | bebecar |
Sæll............ Aðeins ein spurning. Ég hélt að þú værir löngu búinn að selja þína eðal bifreið. Svo var ég á rúntinum í vesturbænum áðan og sá hann fyrir utan hjá þér. Áttu hann enn????? Ef svo er þá óska ég þér til hamingju. Þessi bíll er dæmdur til að vera þín eign. |
Author: | bebecar [ Tue 07. Jan 2003 08:53 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir það, ég kaupi hann kannski bara aftur. Annað eins gæti gerst. NEI, ég er búin að selja hann en sá sem kaupir hann getur ekki borgað mér í topp fyrr en eftir 21 dag, því er ég á bílnum á meðan eða þangað til hann er búin að borga hann í topp. Hann er hinsvegar búin að borga talsvert inná hann til að festa sér hann. Hann fer á mjög góðan stað (bíllinn þ.e.a.s.). Ég er búin að vera mjög þakklátur fyrir veðrið í vetur og ánægður með að geta notið síðustu dagana svona vel, eini gallinn við þetta veður er að hann er alltaf haugskítugur vegna nagladekkjanotkunnar borgarbúa (ég er að keyra að jafnaði 60-70 km innanbæjar á dag). Maður þvær bílinn og eftir 20 kílómetra er hann orðinn jafnskítugur aftur - óþolandi. Ég fæ annan bimma í staðinn, algjöran Harlem bíl en í toppstandi og mig hlakkar til að fá þann bíl. Ég er líka byrjaður að skoða mögulega arftaka og setja saman áætlun til að kaupa annan M5, eða Porsche 911 ef svo ólíklega vill til að eiginkonan samþykki slíkann bíl sem aðalbíl. Ég stefni á að vera kominn á samskonar bíl eftir 3-4 ár. Helst Touring M5 án sóllúgu eða sedan með sóllúgu. Jafnvel er ég mikið veikru fyrir E28 en þeir eru bara á uppleið í verði. Sömuleiðis koma gamlir Alpina bílar vel til greina, það er t.d. einn B9 til sölu á mobile.de E28 boddí - væri vel til í slíkt tæki. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér í sumar. Stefnan er reyndar að kaupa mótorhjól í sumar til að svala kraftþörfinni og ég veit ekki hvort það myndi breyta einhverjum áherslum hjá mér. Maður verður bara að sjá til. |
Author: | íbbi [ Tue 07. Jan 2003 12:42 ] |
Post subject: | |
já ég keyri líka um á svörtum bíl og þetta er ekki sá fyrsti ![]() þoli ekki sona færð meira segja 4runnerinn verður strax skítugur og hann er miklu ljósari.. nei vitiði ég lýg.. ég elska sona færð ![]() ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 07. Jan 2003 12:55 ] |
Post subject: | |
Þetta hefur sýna kosti og galla. En það hvílir ansi mikið á mér að hafa hann skítugann, ég verð half þunglyndur! En ekkert sem hægri fóturinn getur ekki lagað með smá þrýsting á rétta pedala! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |