bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E60 í árekstri í morgunsárið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=53111
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Tue 27. Sep 2011 08:38 ]
Post subject:  E60 í árekstri í morgunsárið

Dúndrað aftan á E60 í morgun.
Virtist hafa verið hinn glæsilegasti bíll.

Vonandi að allir hafi komist heilir frá þessu. Ekki sérlega skýrt eftir að hafa lesið fréttina.

Quote:
Hvorugur ökumaður tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Miklubraut við Ártúnsbrekku nú fyrir stundu er ómeiddur
:hmm:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/09/27/glaefraakstur_endar_med_arekstri/

Author:  Einarsss [ Tue 27. Sep 2011 08:49 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

brilliant númer á sjúkrabílnum sem fylgir fréttinni á mbl.is


Image


:lol:

Author:  Grétar G. [ Tue 27. Sep 2011 09:20 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Já sæll,, fór margar veltur og endaði á ljósastaur :shock:

Hvaða E60 var þetta ?

Author:  JOGA [ Tue 27. Sep 2011 10:32 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Grétar G. wrote:
Já sæll,, fór margar veltur og endaði á ljósastaur :shock:

Hvaða E60 var þetta ?


Sýndist hann nú ekki hafa oltið. Var vel klesstur að aftan samt.
Dökk grár bíll á Breyton Vison felgum (Hugsanlega replicur).

Author:  Grétar G. [ Tue 27. Sep 2011 10:38 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

vísir.is wrote:
Að sögn lögreglu virðist áreksturinn hafa verið afleiðing glæfraakstur annars ökumannsins, en bifreið hans lenti aftan á hinni bifreiðinni. Sú fór nokkra hringi áður en hún hafnaði á ljósastaur.

Author:  JOGA [ Tue 27. Sep 2011 10:52 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Grétar G. wrote:
vísir.is wrote:
Að sögn lögreglu virðist áreksturinn hafa verið afleiðing glæfraakstur annars ökumannsins, en bifreið hans lenti aftan á hinni bifreiðinni. Sú fór nokkra hringi áður en hún hafnaði á ljósastaur.



Af visir.is
Quote:
Bíllinn sem ekið var á kastaðist til við höggið og hafnaði á ljósastaur og hinn bíllinn stöðvaðist á girðingu sem skilur að akbrautirnar.

Nokkuð viss um að hann hafi ekki oltið.

Author:  ppp [ Tue 27. Sep 2011 13:18 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Það er nú hægt að fara "nokkra hringi" án þess að velta.

Author:  Andri Fannar [ Tue 27. Sep 2011 22:30 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

BMW-inn valt ekki. Keyrði fram hjá þessu í morgun, en hann var mikið tjónaður að aftan sýndist mér. Flottur bíll, synd.

Author:  Aron Andrew [ Tue 27. Sep 2011 22:33 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Tókuð þið nokkuð eftir númerinu á E60 bílnum?

Author:  bErio [ Tue 27. Sep 2011 23:03 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

JZ XXX

Author:  Grétar G. [ Wed 28. Sep 2011 13:13 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

bErio wrote:
JZ XXX


ZJ - xxx ?

Author:  Berteh [ Wed 28. Sep 2011 15:27 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Þetta var SL XXX held ég

Author:  Andri Fannar [ Wed 28. Sep 2011 21:11 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Berteh wrote:
Þetta var SL XXX held ég


Rétt :thup:

Author:  PeturW [ Fri 30. Sep 2011 21:00 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Þetta var SL -774, gamli bíllinn hans pabba.
Þetta var BMW 545 með M-sílsum og 19" M5 felgur (ekki replicur), brúnt leður og fullur af aukabúnaði.
Fyrsti bíllinn sem ég keyrði, pabbi átti hann í heil 3ár. Hefur aldrei átt neinn bíl svona lengi :lol:

Author:  Sezar [ Sat 01. Oct 2011 01:24 ]
Post subject:  Re: E60 í árekstri í morgunsárið

Ég kom að þessu.
Þetta var steingrár e60 á svona felgum
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/