bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 19:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 44 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 16:30 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 16. Oct 2011 16:20
Posts: 12
Sælir strákar

Ég er að fara í nám til Grikklands í janúar 2012, ég fer út milli jól og nýárs og ætlaði að koma við í evrópu og kaupa mér E60 530D þar og fara með hann
síðan til Grikklands. Ég er búinn að skoða nokkra bíla og ég er aðallega að leita mér að 530D ásamt :

*M Aerodynamics package
*M Sport package
*Comfort seats

Ég er búinn að finna 2x hugsanlega bíla sem ég er að spá í að kaupa og einn er staðsettur í Bretlandi rétt hjá London og maðurinn segist geta sent bílinn hvert
sem er í evrópu. Það er 530d með öllu eftirfarandi fyrir ofan , steingrár keyrður 107þús kmh. Bíllinn er frá þýskalandi og allt viðhald við bílinn var gert í Þýskalandi og
hann fór í skoðun/yfirferð í 98þúsund kmh. Set myndir af honum bráðlega.

Annar bíllinn er staðsettur í Póllandi og hér er linkur á hann : http://suchen.mobile.de/fahrzeuge/showD ... geNumber=3

Enn það sem mig vantar hjálp við að ég hef aldrei keypt bíl erlendis og vantar aðstoð við hvernig ég á að framkvæma þessa sölu, helst frá einhverjum sem hefur gert þetta áður.

Enn ef þið gætuð aðstoðað mig hvernig væri best að kaupa bíl þarna erlendis væri frábært. Ég vil náttlega fara út fyrst og fara með bílinn í ástandskoðun,athuga hvort sé lán á honum,áhvílandi tryggingar o.s frv

Enn öll hjálp er vel þegin og öll skítköst eru afþökkuð.

Fyrirfram þakkir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 17:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ef ég væri að þessu, þá myndi ég kaupa bíl frá bmw dealer í föðurlandinu. þá áttu að vera nokkuð save með bílin. uppá km tölu, þjónustu og flr

persónulega myndi ég ekki kaupa bíl frá póllandi nema hafa helst einhvern með til stuðnings sem talar málið og þekkir markaðinn þar.

hvernig væri að versla bíl í grikklandi? eins og ástandið er þar má eflaust gera góð kaup

lv, ívar

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 19:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Er ekki bara best að kaupa bíl hér heima og fara með út :|
Eflaust hægt að gera fín kaup með cash...

OT. Þú ert væntanlega að fara í Hellenic Av. Training Academy --Flugvirkjun.
Eru menn ekkert hræddir við að fara til Greece í nám á meðan efnahagsástandið þar er í klessu??
Kennarar í endalaust verkföllum td.
Svo verðurðu strax rændur þegar þú mætir sem túristi á e60 í skólann :angel:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 19:22 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég myndi aldrei í lífinu láta mér detta í hug að vera á svona bíl í Grikklandi sem námsmaður. Ég væri skíthræddur um að honum væri stolið. Þú yrðir að tryggja hann í Grikklandi, fara með hann á tollanúmerum frá Þýskalandi, er samt ekki viss um að þau tryggi ferðalag þangað niðureftir. þannig að það gæti verið slatti vesen að standa í þessu.

Bara kaupa gamlan E34 í Grikklandi og nýrra þegar maður kemur úr náminu

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 19:26 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 16. Oct 2011 16:20
Posts: 12
Jú það er mikið rétt. Er að fara í Hellenic. Enn það er jú allt í klessu þarna enn þessi skóli er víst einkarekinn og það eru ansi há skólagjöld þannig það ætti víst að covera
þessa kennara næstu 2 ár vona ég. I´ll take my chances.

Enn ég er búinn að skoða þessa bíla þarna örlítið í Grikklandi og þeir líta ekkert alltof vel út að mínu mati og það eru fáranleg verð þar á meðal getur fengið Z4 3.0 ekinn undir 100þ á ca 15-18þús evrur
og á sama verði færðu 520 e39 og e60 bílarnir þar eru bara yfir 20þús evrur flestir sem ég er búinn að sjá. Þannig ég er ekkert mikið að fýla það.

Enn ég er með auga með einum E60 530D sem ég sagði fyrr í þræðinum sem er staðsettur rétt hjá London. Sem mig dauðlangar í ! Hér er linkur á mjög svipaðan http://kvdauctions.com/_content/cnt_all ... jnr=474086

Og hann er keyrðum 107þús og með comfort sætonum sem ég vil fá og sett er á hann 11.000 evrur og full service history og allan pakkann og er í sambandi við eigandann
og hann segist geta sent hann hvert sem er í evrópu. Enn er að íhuga það og ég veit að það er smá risky buisness eflaust. Enn er að íhuga aðra valmöguleika.

Með að kaupa bíl hér heima þá er ég ekkert að deyja yfir því að kaupa e60 bíl á 4 milljónir. Enn er tilbúinn að skoða þann valkost.

Fyrirfram þakkir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 19:30 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 16. Oct 2011 16:20
Posts: 12
Og strákar það er krísja í Grikklandi um mundir. Enn það er ekkert stríð þarna í gangi ! Og það er ekki mikið um bílþjófnað í Aþenu nema í einhverju Ghettoi þar.
Og ég verð staðsettur í bæ rétt fyrir utan Aþenu ca 30-40 kmh frá. Og auðvitað myndi ég láta tryggja bílinn í Grikklandi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 19:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
krangles wrote:
Og strákar það er krísja í Grikklandi um mundir. Enn það er ekkert stríð þarna í gangi ! Og það er ekki mikið um bílþjófnað í Aþenu nema í einhverju Ghettoi þar.
Og ég verð staðsettur í bæ rétt fyrir utan Aþenu ca 30-40 kmh frá. Og auðvitað myndi ég láta tryggja bílinn í Grikklandi.


Ég mundi bara skoða þessi bílakaup vel og vandlega, þó svo að ég tæki bara einhvern gamlann skróð til að tussast á þarna á meðan náminu stendur....þú átt örugglega ekki eftir að hafa mikinn tíma fyrir akstur næstu 2 árin :wink:

Ég á nú sjálfur e60 530d og get ég fullkomnlega mælt með þessum vögnum :thup:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 21:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þessi bíll sem þú póstar frá englandi er ekki með comfort stólum, heldur sportstólum. comfortstólarnir eru með svona flipa á hauspúðanum sem er adjustable,

glæsilegur bíll engu síður, og sportstólarnir síst verri

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 22:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
saemi wrote:
Ég myndi aldrei í lífinu láta mér detta í hug að vera á svona bíl í Grikklandi sem námsmaður. Ég væri skíthræddur um að honum væri stolið. Þú yrðir að tryggja hann í Grikklandi, fara með hann á tollanúmerum frá Þýskalandi, er samt ekki viss um að þau tryggi ferðalag þangað niðureftir. þannig að það gæti verið slatti vesen að standa í þessu.

Bara kaupa gamlan E34 í Grikklandi og nýrra þegar maður kemur úr náminu


Ekki er hægt að tollafgreiða bíl í GR. sem er orðin X gamall nema gegn einhverjum ævintýralegum gjöldum.
Gleymdu þessu með öllu,

það er ástæða að 2.0L limmið er niðurfrá, allir umfram 2.0L kosta grilljónir

og eins og ástandið er þarna :shock: :shock: :shock:

Það er án vafa ástæða að Grikkland sé ekki morandi af alvöru gæðingum á D tollanúmerum

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2011 23:08 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 16. Oct 2011 16:20
Posts: 12
íbbi_ wrote:
þessi bíll sem þú póstar frá englandi er ekki með comfort stólum, heldur sportstólum. comfortstólarnir eru með svona flipa á hauspúðanum sem er adjustable,

glæsilegur bíll engu síður, og sportstólarnir síst verri



Þetta var ekki sjálfur bíllinn myndirnar sem ég setti inn ! Þetta var bara nákvæmlega eins að utan. Bíllinn sem ég er að spá í er með comfort stólonum og með topplúgu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 17. Oct 2011 09:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 08:59
Posts: 1870
Myndi bara fá mér einhvern e34 með GAS instalation eða gera bara eins og ég og fá þér Wrangler þarna úti í Evrópu og rúlla eins og BAWS :D

_________________
91 BMW 850 (BDS), 05 Mini Cooper S R53


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 17. Oct 2011 12:29 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 00:36
Posts: 827
Location: Erlendis
Sko, það er margt í þessu. Ég hef nú búið ansi víða, þ.á.m. í ca 6 mánuði í Thessaloniki og verið þar mikið einnig. Hef aldrei verið fegnari að loknu nokkru verkefni. En ef ég set óþol mitt á Grikkjum og Grikklandi til hliðar, eru nokkur atriði sem þú ættir að huga að:

- Eins og Sv.H. segir hér að ofan eru gjöld osfr himinhá. Einnig er skrifræði óskaplegt og allt á Grísku, og erfitt að finna einvhern innan báknanna sem talar ensku, og enn síður sem er tilbúinn hjálpa þér. Það yrði því algert pain.
- Grikkir fara illa með hluti almennt, þjösnast mikið. Því myndi ég ekki kaupa annað en hálfgerða druslu til að druslast á í Grikklandi.
- Vegir eru víða slæmir,
- Bensín er dísel og víða mjög lélegt, ef ekki lélegt að gæðum þá hefur oftar en oft gerst að það sé blandað einhverjum fjára til að treina það osfr.
- Hvað sem hver segir er stuldur á bílum frekar algengur í Grikklandi, en annað sem ber að hafa í huga er kannski líka að þetta er fínn bíll, mjög mörgum Grikkjum er mjög illa við auðvald og allt sem fínt er og bílar í þessa veru eru samasemmerki þar á milli. Einnig eru bílar oft og víða brenndir og skemmdir og álíka skemmtilegheit,
- Varðandi skólann þinn og að hann sé dýr einkaskóli og þ.a.l. ónæmur gagnvart verkföllum, er það allskostar ekki rétt. Ef þeir vilja fara í verkfall, fara þeir í verkfall, skítt með rest

Ég man ekki meira í bili, en þetta yrði án efa algert pain og mjög dýr æfing. Ég styð hinsvegar það sem einhver sagði hér að ofan, kaupa Wrangler eða álíka og krúsa með blæjuna bara og vera happí.

Þannig að varðandi þetta dæmi, þá sleppa því algerlega, er fullviss um að það myndi alltaf enda í tómu rugli fyrir þig.

G

_________________
e39 M5 Carbon Schwartz
Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah!
e9 CSA 1973


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 17. Oct 2011 13:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
1. þá skaltu gleyma því að kaupa bíl frá Austur Evrópu, jafnvel ekki fara til Berlínar því það gæti verið of austarlega. Nýjasta tíska er að það sé tekið móti þér með skotvopni í stað bíllykla.
2. Einhver gaur í bretlandi sem er tilbúinn að delivera hvert sem er mun aldrei gera neitt annað en að hirða af þér einhverja "staðfestingargreiðslu" og er svo horfinn. Góðar líkur á því að hann hafi aldrei komið til bretlands.
3. slepptu svona 5-10 ódýrustu bílunum og gleymdu öllu sem er of gott til að vera satt (liggur í orðana hljóðan).
4. leggðu meira upp úr seljandanum og þjónustunni heldur en akstrinum. Vel keyrður og Þjónustaður bíll með marga kílómetra er miklu betri vara en lítið notaður óþjónustaður.
5. BMW certified dealers eða umboð eru það sem ég myndi mæla með (allavega að þetta sé GMBH).
o.s.frv.


ps. Taktu 535d því að þeir eru lang flestir með M-technic pakkanum og verðmunurinn ætti ekki að vera mikill

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 17. Oct 2011 14:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Sælinú,

Ég ætla aldrei til Grikklands :lol:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 17. Oct 2011 15:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 16. Oct 2011 16:20
Posts: 12
Takk fyrir góð og hreinskilin svör strákar !

Gott að fá að vita þetta. Ég er alveg sammála , ég ætla bara skoða bílasölurnar vel og vandlega þegar ég kem.

Enn ég sleppi því að kaupa bíl í evrópu og finn mér einhvern gæðing þarna í Grikklandi.

Fyrirfram þakkir


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 44 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group