bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Varahlutaverð - "nettur" pirringur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52942
Page 1 of 1

Author:  thisman [ Thu 15. Sep 2011 13:53 ]
Post subject:  Varahlutaverð - "nettur" pirringur

Jæja, nú get ég bara ekki orða bundist. Hvað er eiginlega málið með varahlutaverð í BMW hérna heima? Nú þarf ég til dæmis að skipta um NOx sensor í bílnum og þessi nauðaómerkilegi gripur kostar 120 þús. frá umboðinu + vinnu. Meistararnir í Eðalbílum redduðu honum reyndar aðeins ódýrari en tölurnar eru samt nett glórulausar.

Ég lenti nú einmitt í að þurfa að skipta um svona sensor í Avensis í vor og hann kostaði um kr. 30 þús. Hvernig getur meikað sense að þetta sé fjórfalt dýrara í BMW en Toyota? Ég get alveg sætt mig við að greiða hærra verð fyrir varahlutina í BMW en Toyota, en fjórfaldur munur er bara fáránlegur. Ég átti E46 2005 árgerð fyrir nokkrum árum og mér fannst varahlutaverðið þá alls ekkert út úr kortinu miðað við aðra bíla - en þróunin síðan þá virðist vera sú að hækka þetta alveg í botn.

Finnst þetta ótrúlega mikil skammsýni hjá umboðinu, því þó svo að þetta gangi upp til skemmri tíma gagnvart þeim sem hafa þegar hafa keypt bílana, þá fælir þetta fólk frá því að fjárfesta í öðru slíku eintaki.

ARG - ok, búinn að röfla í bili. 8)

Author:  thisman [ Thu 15. Sep 2011 13:59 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

Hitt er svo annað að elskan mín fær bestu mögulegu umönnun þannig auðvitað kaupi ég allt draslið sem hún þarf til að vera kát og hætta að væla á mig - en almáttugur hvað það fer í taugarnar á mér hvernig þessum málum er háttað.

Author:  Einarsss [ Thu 15. Sep 2011 14:00 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

90k í vw touran frá heklu :evil:

Author:  thisman [ Thu 15. Sep 2011 14:33 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

Einarsss wrote:
90k í vw touran frá heklu :evil:

Veistu, á einhvern afbrigðilegan hátt þá líður mér hreinlega aðeins skárr að vita af þessu í rugli á fleiri stöðum en bara IH. :-)

Author:  Jón Ragnar [ Thu 15. Sep 2011 14:49 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

Kannaru ekki varahlutaverð að utan?

Eins og Pelicanparts?

Þeir eru ofast með sanngjörn verð(allavega í E36)

Author:  thisman [ Thu 15. Sep 2011 14:55 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

John Rogers wrote:
Kannaru ekki varahlutaverð að utan?

Eins og Pelicanparts?

Þeir eru ofast með sanngjörn verð(allavega í E36)

Ég satt best að segja nenni ekki að standa í netæfingum fyrir svona mekaníska hluti, treysti Eðalbílum fyrir öllum slíku. :-)

Hitt er svo annað með eitthvað útlitslegt dútl, panta það bara sjálfur eftir því sem hentar.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 15. Sep 2011 15:06 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

thisman wrote:
John Rogers wrote:
Kannaru ekki varahlutaverð að utan?

Eins og Pelicanparts?

Þeir eru ofast með sanngjörn verð(allavega í E36)

Ég satt best að segja nenni ekki að standa í netæfingum fyrir svona mekaníska hluti, treysti Eðalbílum fyrir öllum slíku. :-)

Hitt er svo annað með eitthvað útlitslegt dútl, panta það bara sjálfur eftir því sem hentar.



Getur bara munað svo rosalega miklu í verði stundum :thup:

Author:  Haffi [ Thu 15. Sep 2011 16:10 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

Verslar ekki neitt við umboðin hérna heima nema það séu einhverjar smellur eða skrúfur.
Álagningin eða okrið öllu heldur er út yfir öll velsæmismörk!

Author:  ömmudriver [ Thu 15. Sep 2011 16:24 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

http://www.getbmwparts.com eru betri en http://www.pelicanparts.com og tala ég af reynslu.

Author:  Danni [ Fri 16. Sep 2011 06:42 ]
Post subject:  Re: Varahlutaverð - "nettur" pirringur

ömmudriver wrote:
http://www.getbmwparts.com eru betri en http://www.pelicanparts.com og tala ég af reynslu.


Sammála! :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/